„Á þeim tíma vildum við meina að við værum undirbúnar en svo lærir maður ýmislegt eftir á“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2022 09:00 Glódís Perla Viggósdóttir er á leið á sitt þriðja Evrópumót. vísir/bjarni Glódís Perla Viggósdóttir segir að ef til vill hafi leikmenn kvennalandsliðsins í fótbolta ekki alveg verið tilbúnir fyrir alla athyglina og pressuna á síðasta Evrópumóti. Miklar væntingar voru gerðar til landsliðsins fyrir EM 2017 og áhuginn á því hafði aldrei verið jafn mikill. En illa gekk á mótinu, Ísland tapaði öllum þremur leikjunum sínum og lenti í neðsta sæti síns riðils. En var pressan og athyglin of mikil fyrir íslenska liðið? „Það er svo erfitt að segja. Á þeim tíma vildum við meina að við værum undirbúnar en svo lærir maður ýmislegt eftir á. En ég held við séum betur undirbúnar núna,“ sagði Glódís í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. Íslenska liðið er á leið á EM í Englandi í júlí. „Við erum með fleiri leikmenn sem eru í stóru umhverfi, í þessu á hverjum degi þannig að það að fara inn í stórmót verður ekkert svo frábrugðið því að spila í Meistaradeildinni eða deildunum sem við erum í. Ég held að munurinn verði svolítið þar. Það verður vonandi aðeins rólegri stemmning á hótelinu og afslappaðra heilt yfir.“ Klippa: Glódís um pressuna á síðasta EM Glódís segir samt að íslenska liðið vilji hafa pressu á sér og geri kannski mestu væntingarnar til sín sjálfar. „Klárlega og við setjum mikla pressu á okkur sjálfar og ætlum okkur að fara upp úr riðlinum. Við náðum því ekki síðast en það er klárlega markmiðið núna,“ sagði Glódís en Ísland er með Ítalíu, Belgíu og Frakklandi í riðli á EM. „Við áttum okkur samt á að þetta er ekki auðvelt verkefni eða auðvelt markmið sem við höfum sett okkur. Við erum í gífurlega sterkum riðli en höfum þróast ótrúlega sem lið og ég held við getum á góðum degi unnið leikina í riðlinum og komið okkur áfram. Og ef maður kemst upp úr riðlinum er þetta eiginlega nýtt mót.“ Klippa: Glódís um markmiðið á EM Glódís er á leið á sitt þriðja Evrópumót. Hún kom við sögu í þremur af fjórum leikjum Íslands á EM 2013 og lék svo hverja einustu mínútu í öllum þremur leikjunum á EM fyrir fimm árum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir „Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. 23. maí 2022 09:01 Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. 14. maí 2022 09:00 „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Miklar væntingar voru gerðar til landsliðsins fyrir EM 2017 og áhuginn á því hafði aldrei verið jafn mikill. En illa gekk á mótinu, Ísland tapaði öllum þremur leikjunum sínum og lenti í neðsta sæti síns riðils. En var pressan og athyglin of mikil fyrir íslenska liðið? „Það er svo erfitt að segja. Á þeim tíma vildum við meina að við værum undirbúnar en svo lærir maður ýmislegt eftir á. En ég held við séum betur undirbúnar núna,“ sagði Glódís í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. Íslenska liðið er á leið á EM í Englandi í júlí. „Við erum með fleiri leikmenn sem eru í stóru umhverfi, í þessu á hverjum degi þannig að það að fara inn í stórmót verður ekkert svo frábrugðið því að spila í Meistaradeildinni eða deildunum sem við erum í. Ég held að munurinn verði svolítið þar. Það verður vonandi aðeins rólegri stemmning á hótelinu og afslappaðra heilt yfir.“ Klippa: Glódís um pressuna á síðasta EM Glódís segir samt að íslenska liðið vilji hafa pressu á sér og geri kannski mestu væntingarnar til sín sjálfar. „Klárlega og við setjum mikla pressu á okkur sjálfar og ætlum okkur að fara upp úr riðlinum. Við náðum því ekki síðast en það er klárlega markmiðið núna,“ sagði Glódís en Ísland er með Ítalíu, Belgíu og Frakklandi í riðli á EM. „Við áttum okkur samt á að þetta er ekki auðvelt verkefni eða auðvelt markmið sem við höfum sett okkur. Við erum í gífurlega sterkum riðli en höfum þróast ótrúlega sem lið og ég held við getum á góðum degi unnið leikina í riðlinum og komið okkur áfram. Og ef maður kemst upp úr riðlinum er þetta eiginlega nýtt mót.“ Klippa: Glódís um markmiðið á EM Glódís er á leið á sitt þriðja Evrópumót. Hún kom við sögu í þremur af fjórum leikjum Íslands á EM 2013 og lék svo hverja einustu mínútu í öllum þremur leikjunum á EM fyrir fimm árum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir „Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. 23. maí 2022 09:01 Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. 14. maí 2022 09:00 „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
„Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. 23. maí 2022 09:01
Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. 14. maí 2022 09:00
„Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01