Fótbolti

Benzema valinn besti leikmaður tímabilsins í Meistaradeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Karim Benzema hefur verið sjóðandi heitur í treyju Real Madrid undanfarna mánuði.
Karim Benzema hefur verið sjóðandi heitur í treyju Real Madrid undanfarna mánuði. Alex Gottschalk/DeFodi Images via Getty Images

Franski framherjinn Karim Benzema hefur verið valinn besti leikmaður tímabilsins í Meistaradeild Evrópu.

Þessi 34 ára framherji skoraði 15 mörk í 12 Meistaradeildarleikjum á tímabilinu. Þar af skoraði hann tíu í útsláttarkeppninni og jafnaði þar með met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í einni og sömu útsláttarkeppninni.

Eins og flestir vita fagnaði Benzema sigri í Meistaradeildinni með liðsfélögum sínum í Real Madrid á dögunum, en þetta var í fimmta skipti sem Frakkinn vinnur keppnina.

Benzema hefur átt hreint út sagt magnað tímabili í treyju Real Madrid. Hann hefur skorað 44 mörk í 46 leikjum í öllum keppnum og eins og staðan er núna eru flestir sem spá því að hann verði valinn besti leikmaður heims þegar Ballon d'Or verðlaunin verða veitt í október.

Þá var liðsfélagi Benzema, Vinicius Junior, valinn besti ungi leikmaður keppninnar, en þessi 21 árs kantmaður skoraði fjögur mörk á tímabilinu og lagði upp önnur sex fyrir liðsfélaga sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×