Fæðuöryggisstefna og landbúnaðarstefna Erna Bjarnadóttir skrifar 31. maí 2022 19:30 Nýlega voru lagðar fyrir ríkisstjórn Íslands tillögur að mótun fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland. Í gær, 30. maí, birtist grein á Vísi eftir framkvæmdastjóra félags atvinnurekenda þar sem hann gerir þær tillögur að umtalsefni sínu. Nokkur atriði sem þar koma fram ber þó að skýra nánar og jafnvel leiðrétta. Í fyrsta lagi er lagt til að fæðuöryggi á Íslandi verið metið með aðferðum sem ganga undir skammstöfuninni, GFSI, á ensku Global Food Security Index sem má þýða lauslega sem Alþjóðlega matvælaöryggis vísitalan. Nú láist greinarhöfundi að geta þess að umræddur stuðull er alls ekki metinn af viðurkenndum alþjóðastofnunum heldur hefur verið reiknaður síðan 2012 af EIU, „the Economist Intelligence Unit“. EIU er með öðrum orðum fyrirtæki sem tengist tímaritinu the Economist og er því ekki alþjóðastofnun líkt og FAO, Alþjóðabankinn, OECD, WTO eða aðrar stofnanir sem fjalla um matvæli og viðskipti með þau. Í greinargerðinni sem lögð var fyrir ríkisstjórnina er bent á að þegar GFSI stuðull verði reiknaður fyrir Ísland megi gera ráð fyrir að sama atriði dragi Ísland niður í samanburði við nágrannalöndin í Evrópusambandinu og það sem dregur Noreg niður; háir tollar á innfluttar búvörur.“ Einmitt, en eru þessi lönd að boða einhverjar sérstakar breytingar á þessum þætti til að komast hærra á GFSI kvarðanum? Nei þessi lönd beita einmitt sínum stjórntækjum, þar á meðal tollum, til að tryggja afkomu sinna bænda og þeirra „framleiðsluvilja“. Undir þetta atriði tekur framkvæmdastjórinn einmitt sérstaklega og undirstrikar um leið þá augljósu staðreynd að viðunandi fjárhagsleg afkoma bænda er ein af undirstöðum fæðuöryggis. Verðsveiflur og ótrygg afkoma eru ávísun á samdrátt. Ísland er fiskútflutningsland Þá er rétt að víkja að umfjöllun framkvæmdastjóra FA um útflutning á matvælum frá Íslandi. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að árið 2020 hafi um helmingur af vöruútflutningi Íslands verið matvörur; sjávarfang fyrir um 275,8 milljarða króna og búvörur fyrir um 35,3 milljarða,- samtals matvælaútflutningur fyrir um 311 milljarða. Satt að segja brá mér við þennan lestur. Samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands nam heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins 71 milljarður króna árið 2021 samkvæmt fyrstu áætlun. Hér var eitthvað sem ekki stemmdi. Þegar tölur Hagstofunnar eru rýndar betur kemur í ljós að árið 2020 voru útfluttar landbúnaðarafurðir (eins og Hagstofan flokkar þær) réttilega að verðmæti 35,3 milljarðar. En þar af voru hins vegar 29,1 milljarður afurðir fiskeldis og því rétta talan 6 milljarðar fyrir það sem í daglegu tali og samkvæmt flestum flokkunarreglum teljast búvörur. Það er heppilegra að fara með rétt mál í umfjöllun af þessu tagi. Sóknarfæri í tillögum að fæðuöryggisstefnu Í fyrrnefndum tillögum að fæðuöryggisstefnu er bent á að stærstu sóknarfærin liggi í að framleiða meira korn, bæði til manneldis og fóðurs fyrir búfé, og á að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis. Undir þetta tekur framkvæmdastjóri FA. Á öðrum stað í greininni leggur hann síðan áherslu á þá ábendingu skýrsluhöfundar (merkt stafliður j í skýrslunni) að: „Ásamt innlendri matvælaframleiðslu séu vel virk kerfi alþjóðlegra viðskipta undirstaða aðgengis að fæðu og aðföngum til fæðuframleiðslu og matvælaiðnaðar. Alþjóðlegir samningar þurfa að tryggja hagsmuni Íslands í þessum efnum,“ Nú veit ég ekki alveg hvernig greinarhöfundur ætlar að koma þessum ályktunum sínum heim og saman. Annars vegar að auka t.d. framleiðslu á korni sem er hér ræktað á nyrstu mörkum þess mögulega auk þess sem ágangur gæsa og álfta eyðileggur árlega hundruð hektara. Hins vegar að tryggja innlenda framleiðslu á öðrum afurðum með því að ganga lengra en orðið er í afnámi og lækkun tolla. Vandinn er nefnilega sá að til að tryggja fæðuöryggi er nauðsynlegt að viðhalda sterkri innlendri framleiðslu. Ein helsta ógnunin við fæðuöryggi Íslendinga er einmitt að erfitt verði að útvega matvæli erlendis frá. Þetta notaði Félag atvinnurekenda sjálft sem röksemd fyrir því í vor, að framlengja nýtingartímabil fyrir úthlutaða tollkvóta. Var þetta kannski bara fyrirsláttur? Nýleg reynsla bæði vegna Covid faraldursins og nú vegna stríðsins í Úkraínu hefur beint athygli landa heimsins að því hve lítið þarf til, til að brestir verði í framboðskeðjum matvæla og annarra vara raunar líka. Þetta hefur leitt til þess að ESB hefur ákveðið að auka við innlendan stuðning við bændur og nægir að vísa til Versalayfirlýsingar þjóðarleiðtoga ESB frá 10.-11. mars sl. í því sambandi. Gott jafnvægi er hægt að finna Tillögurnar og greinargerðin, sem matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina, ættu að geta orðið grunnur að skynsamlegri stefnumótun varðandi fæðuöryggi Íslands. Hér þarf að haldast í hendur að leggja áherslu á þá matvælaframleiðslu sem best fellur hér að landkostum og tryggja aðgang að þeim matvælum sem þarf að flytja inn s.s. með viðskiptasamningum. Sé litið á heiminn í heild snúa áhyggjur alþjóðastofnana nú fyrst og fremst að því að einstök lönd leggi bann við matvælaútflutningi. Slíkt eykur þann matvælavanda sem er í heiminum, ekki það að lönd takmarki innflutning slíkra vara, en það gera þau flest. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Erna Bjarnadóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nýlega voru lagðar fyrir ríkisstjórn Íslands tillögur að mótun fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland. Í gær, 30. maí, birtist grein á Vísi eftir framkvæmdastjóra félags atvinnurekenda þar sem hann gerir þær tillögur að umtalsefni sínu. Nokkur atriði sem þar koma fram ber þó að skýra nánar og jafnvel leiðrétta. Í fyrsta lagi er lagt til að fæðuöryggi á Íslandi verið metið með aðferðum sem ganga undir skammstöfuninni, GFSI, á ensku Global Food Security Index sem má þýða lauslega sem Alþjóðlega matvælaöryggis vísitalan. Nú láist greinarhöfundi að geta þess að umræddur stuðull er alls ekki metinn af viðurkenndum alþjóðastofnunum heldur hefur verið reiknaður síðan 2012 af EIU, „the Economist Intelligence Unit“. EIU er með öðrum orðum fyrirtæki sem tengist tímaritinu the Economist og er því ekki alþjóðastofnun líkt og FAO, Alþjóðabankinn, OECD, WTO eða aðrar stofnanir sem fjalla um matvæli og viðskipti með þau. Í greinargerðinni sem lögð var fyrir ríkisstjórnina er bent á að þegar GFSI stuðull verði reiknaður fyrir Ísland megi gera ráð fyrir að sama atriði dragi Ísland niður í samanburði við nágrannalöndin í Evrópusambandinu og það sem dregur Noreg niður; háir tollar á innfluttar búvörur.“ Einmitt, en eru þessi lönd að boða einhverjar sérstakar breytingar á þessum þætti til að komast hærra á GFSI kvarðanum? Nei þessi lönd beita einmitt sínum stjórntækjum, þar á meðal tollum, til að tryggja afkomu sinna bænda og þeirra „framleiðsluvilja“. Undir þetta atriði tekur framkvæmdastjórinn einmitt sérstaklega og undirstrikar um leið þá augljósu staðreynd að viðunandi fjárhagsleg afkoma bænda er ein af undirstöðum fæðuöryggis. Verðsveiflur og ótrygg afkoma eru ávísun á samdrátt. Ísland er fiskútflutningsland Þá er rétt að víkja að umfjöllun framkvæmdastjóra FA um útflutning á matvælum frá Íslandi. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að árið 2020 hafi um helmingur af vöruútflutningi Íslands verið matvörur; sjávarfang fyrir um 275,8 milljarða króna og búvörur fyrir um 35,3 milljarða,- samtals matvælaútflutningur fyrir um 311 milljarða. Satt að segja brá mér við þennan lestur. Samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands nam heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins 71 milljarður króna árið 2021 samkvæmt fyrstu áætlun. Hér var eitthvað sem ekki stemmdi. Þegar tölur Hagstofunnar eru rýndar betur kemur í ljós að árið 2020 voru útfluttar landbúnaðarafurðir (eins og Hagstofan flokkar þær) réttilega að verðmæti 35,3 milljarðar. En þar af voru hins vegar 29,1 milljarður afurðir fiskeldis og því rétta talan 6 milljarðar fyrir það sem í daglegu tali og samkvæmt flestum flokkunarreglum teljast búvörur. Það er heppilegra að fara með rétt mál í umfjöllun af þessu tagi. Sóknarfæri í tillögum að fæðuöryggisstefnu Í fyrrnefndum tillögum að fæðuöryggisstefnu er bent á að stærstu sóknarfærin liggi í að framleiða meira korn, bæði til manneldis og fóðurs fyrir búfé, og á að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis. Undir þetta tekur framkvæmdastjóri FA. Á öðrum stað í greininni leggur hann síðan áherslu á þá ábendingu skýrsluhöfundar (merkt stafliður j í skýrslunni) að: „Ásamt innlendri matvælaframleiðslu séu vel virk kerfi alþjóðlegra viðskipta undirstaða aðgengis að fæðu og aðföngum til fæðuframleiðslu og matvælaiðnaðar. Alþjóðlegir samningar þurfa að tryggja hagsmuni Íslands í þessum efnum,“ Nú veit ég ekki alveg hvernig greinarhöfundur ætlar að koma þessum ályktunum sínum heim og saman. Annars vegar að auka t.d. framleiðslu á korni sem er hér ræktað á nyrstu mörkum þess mögulega auk þess sem ágangur gæsa og álfta eyðileggur árlega hundruð hektara. Hins vegar að tryggja innlenda framleiðslu á öðrum afurðum með því að ganga lengra en orðið er í afnámi og lækkun tolla. Vandinn er nefnilega sá að til að tryggja fæðuöryggi er nauðsynlegt að viðhalda sterkri innlendri framleiðslu. Ein helsta ógnunin við fæðuöryggi Íslendinga er einmitt að erfitt verði að útvega matvæli erlendis frá. Þetta notaði Félag atvinnurekenda sjálft sem röksemd fyrir því í vor, að framlengja nýtingartímabil fyrir úthlutaða tollkvóta. Var þetta kannski bara fyrirsláttur? Nýleg reynsla bæði vegna Covid faraldursins og nú vegna stríðsins í Úkraínu hefur beint athygli landa heimsins að því hve lítið þarf til, til að brestir verði í framboðskeðjum matvæla og annarra vara raunar líka. Þetta hefur leitt til þess að ESB hefur ákveðið að auka við innlendan stuðning við bændur og nægir að vísa til Versalayfirlýsingar þjóðarleiðtoga ESB frá 10.-11. mars sl. í því sambandi. Gott jafnvægi er hægt að finna Tillögurnar og greinargerðin, sem matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina, ættu að geta orðið grunnur að skynsamlegri stefnumótun varðandi fæðuöryggi Íslands. Hér þarf að haldast í hendur að leggja áherslu á þá matvælaframleiðslu sem best fellur hér að landkostum og tryggja aðgang að þeim matvælum sem þarf að flytja inn s.s. með viðskiptasamningum. Sé litið á heiminn í heild snúa áhyggjur alþjóðastofnana nú fyrst og fremst að því að einstök lönd leggi bann við matvælaútflutningi. Slíkt eykur þann matvælavanda sem er í heiminum, ekki það að lönd takmarki innflutning slíkra vara, en það gera þau flest. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun