Bandaríkin sjá Úkraínu fyrir háþróuðum eldflaugakerfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júní 2022 06:56 Biden segir Bandaríkjamenn munu standa með Úkraínumönnum alla leið. epa/Michael Reynolds New York Times birti í gær grein eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann útlistar hvað Bandaríkjamenn muni og hvað þeir muni ekki gera í Úkraínu. Markmiðið sé skýrt; að tryggja lýðræðislega, fullvalda og stönduga Úkraínu. Forsetinn segir þurfa að tryggja að Úkraínumenn hafi getu til að verja sig. Hann vitnar í Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, sem hefur ítrekað sagt að stríðið muni taka enda við samningaborðið en Biden segir allar samningaviðræður endurspegla það sem væri að gerast á vígvellinum. Af þessum sökum hafi Bandaríkjamenn leitast við að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, til að styrkja stöðu þeirra bæði á framlínunni og við samningaborðið. Af sömu ástæðu hafi hann nú ákveðið að senda þeim háþróuð eldflaugakerfi. Biden segir Bandaríkjamenn einnig ætla að halda áfram að sjá Úkraínu fyrir öðrum vopnum; skriðdrekabönum, loftvarnakerfum, stórskotabúnaði, drónum og fleiru. Þá muni þeir styrkja landið fjárhagslega og vinna með bandamönnum til að auka á refsiaðgerðir gegn Rússum og freista þess að draga úr áhrifum stríðsins á matvælaframboð í heiminum. „Við viljum ekki stríð milli Nató og Rússlands,“ segir forsetinn. „Eins mikið og ég er ósammála Pútín og er hneykslaður á framgöngu hans, munu Bandaríkin ekki leitast við að koma honum frá völdum í Moskvu. Svo lengi sem hvorki Bandaríkin né bandamenn okkar verða fyrir árásum munum við ekki taka beinan þátt í þessum átökum, hvorki með því að senda bandaríska hermenn til að berjast í Úkraínu né með því að ráðast á hermenn Rússlands.“ In Opinion"America s goal is straightforward," President Biden writes in a guest essay. "We want to see a democratic, independent, sovereign and prosperous Ukraine with the means to deter and defend itself against further aggression." https://t.co/c2AM54y140— The New York Times (@nytimes) June 1, 2022 Segir ekkert benda til þess að notkun kjarnorkuvopna sé yfirvofandi Biden segir stefnu sína hafa verið „ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ og því myndu Bandaríkjamenn ekki þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að gefa landsvæði eftir til að koma á friðið. Það væri rangt. Það hefði ekki fjarað undan friðarviðræðum vegna viljaleysis Úkraínumanna, líkt og Rússar hafa haldið fram, heldur hefðu þær staðnað vegna viðleitni Rússa til að sölsa undir sig eins stóran hluta Úkraínu og mögulegt væri. Biden segir að það að standa með Úkraínumönnum væri ekki aðeins hið rétta að gera, heldur þyrfti að tryggja að Rússar gyldu yfirgang sinn dýru verði til að tryggja að aðrir freistuðust ekki til að fara að dæmi þeirra. Forsetinn sagðist meðvitaður um að fólk víða um heim hefði áhyggjur af notkun kjarnorkuvopna. Sagði hann engar vísbendingar uppi um að Rússar hygðust beita slíkum vopnum. „Bandaríkjamenn munu standa með úkraínsku þjóðinni því við vitum að frelsið er ekki ókeypis. Það er það sem við höfum alltaf gert þegar óvinir frelsisins freista þess að herja á og kúga saklaust fólk og það er það sem við munum gera núna. Vladimir Pútín átti ekki von á þessari einörðu samstöðu né viðbragðsstyrk okkar. Hann hafði rangt fyrir sér. Ef hann reiknar með að við gefum eftir eða sundrumst á næstu mánuðum, þá skjátlast honum einnig í því.“ Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Forsetinn segir þurfa að tryggja að Úkraínumenn hafi getu til að verja sig. Hann vitnar í Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, sem hefur ítrekað sagt að stríðið muni taka enda við samningaborðið en Biden segir allar samningaviðræður endurspegla það sem væri að gerast á vígvellinum. Af þessum sökum hafi Bandaríkjamenn leitast við að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, til að styrkja stöðu þeirra bæði á framlínunni og við samningaborðið. Af sömu ástæðu hafi hann nú ákveðið að senda þeim háþróuð eldflaugakerfi. Biden segir Bandaríkjamenn einnig ætla að halda áfram að sjá Úkraínu fyrir öðrum vopnum; skriðdrekabönum, loftvarnakerfum, stórskotabúnaði, drónum og fleiru. Þá muni þeir styrkja landið fjárhagslega og vinna með bandamönnum til að auka á refsiaðgerðir gegn Rússum og freista þess að draga úr áhrifum stríðsins á matvælaframboð í heiminum. „Við viljum ekki stríð milli Nató og Rússlands,“ segir forsetinn. „Eins mikið og ég er ósammála Pútín og er hneykslaður á framgöngu hans, munu Bandaríkin ekki leitast við að koma honum frá völdum í Moskvu. Svo lengi sem hvorki Bandaríkin né bandamenn okkar verða fyrir árásum munum við ekki taka beinan þátt í þessum átökum, hvorki með því að senda bandaríska hermenn til að berjast í Úkraínu né með því að ráðast á hermenn Rússlands.“ In Opinion"America s goal is straightforward," President Biden writes in a guest essay. "We want to see a democratic, independent, sovereign and prosperous Ukraine with the means to deter and defend itself against further aggression." https://t.co/c2AM54y140— The New York Times (@nytimes) June 1, 2022 Segir ekkert benda til þess að notkun kjarnorkuvopna sé yfirvofandi Biden segir stefnu sína hafa verið „ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ og því myndu Bandaríkjamenn ekki þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að gefa landsvæði eftir til að koma á friðið. Það væri rangt. Það hefði ekki fjarað undan friðarviðræðum vegna viljaleysis Úkraínumanna, líkt og Rússar hafa haldið fram, heldur hefðu þær staðnað vegna viðleitni Rússa til að sölsa undir sig eins stóran hluta Úkraínu og mögulegt væri. Biden segir að það að standa með Úkraínumönnum væri ekki aðeins hið rétta að gera, heldur þyrfti að tryggja að Rússar gyldu yfirgang sinn dýru verði til að tryggja að aðrir freistuðust ekki til að fara að dæmi þeirra. Forsetinn sagðist meðvitaður um að fólk víða um heim hefði áhyggjur af notkun kjarnorkuvopna. Sagði hann engar vísbendingar uppi um að Rússar hygðust beita slíkum vopnum. „Bandaríkjamenn munu standa með úkraínsku þjóðinni því við vitum að frelsið er ekki ókeypis. Það er það sem við höfum alltaf gert þegar óvinir frelsisins freista þess að herja á og kúga saklaust fólk og það er það sem við munum gera núna. Vladimir Pútín átti ekki von á þessari einörðu samstöðu né viðbragðsstyrk okkar. Hann hafði rangt fyrir sér. Ef hann reiknar með að við gefum eftir eða sundrumst á næstu mánuðum, þá skjátlast honum einnig í því.“
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira