Bílaleigur stórauka bílakaup en horfa í auknum mæli til bensín- og dísilbíla Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2022 10:49 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fleiri horfa nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, eftir að verð á tengiltvinnbílum hækkaði í vor. Stóraukin umsvif bílaleiga eru meginástæða þess að sala á bílum jókst verulega á milli ára fyrstu mánuði ársins. Sala nýrra fólksbíla jókst um 63% á fyrstu fimm mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Nú hafa 6.844 nýi fólksbílar selst, þar af 2.223 í maí samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Það sem réði mestu um aukninguna á milli ára voru stórinnkaup bílaleiga á nýjum fólksbílum. Þær hafa keypt 3.333 nýja bíla það sem af er ári sem er 155% fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Kaup þeirra á fólksbílum tvöfaldaðist á milli ára í maí. Fólksbílakaup einstaklinga jukust um fjórðung á milli ára. Einstaklingar hafa keypt 2.624 bíla það sem af er ári. Önnur fyrirtæki en bílaleigur hafa keypt 808 nýjar fólksbifreiðar á árinu en það er fjölgun um fjögur prósent frá því í fyrra. Nýorkubílar rúmur helmingur nýrra bíla Svonefndir nýorkubílar, rafmagns-, tengiltvinn- og metanbílar, voru rétt rúmlega 57% allra seldra nýrra fólksbíla á fyrstu mánuðum ársins. Hlutfallið var um 46% á sama tíma í fyrra. Rafmagnsbílar voru 29,46% af heildinni en tengilvinnbílar 27,57%. Bílgreinasambandið bendir á að nú sé fyrirsjáanlegt að verð á tengiltvinnbílum hækki þar sem stjórnvöld hafa boðað afnám ívilnana. Fjöldatakmark um að aðeins fyrstu 15.000 seldu tengiltvinnbílarnir fengju ívilnanir náðist í apríl og var mikill gangur í sölu á þeim síðustu daga þess mánaðar og fyrstu daga maí. Þannig voru 423 tengiltvinnbílar skráðir fyrstu vikuna í maí en aðeins fjórir vikuna á eftir. Eftir að ívilnun stjórnvalda féll úr gildi hafa 207 tengiltvinnbílar verið skráðir. Greinilegt er að mati sambandsins að fleiri horfi nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, vegna minnkandi samkeppnishæfni tengiltvinnbíla. „Líklegt verður að teljast að það að stjórnvöld hafi ekki hlustað á rök Bílgreinasambandins og fleiri samtaka um þær afleiðingar sem þetta muni hafa til lengri tíma og muni setja markmið stjórnvalda í loftlagsmálum í uppnám þar sem hægja mun á orkuskiptum í samgöngum,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. Hlutfall vistvænna bílaleigubíla átti að aukast áfram Hraðari innleiðing vistvænna bílaleigubíla er á meðal aðgerða í áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Bílaleigur hafi verið kaupendur að um 40% af nýseldum bílum á landinu og það hlutfall sér hvergi svo hátt í heiminum. Hlutfall vistvænna bifreiða af nýskráðum bifreiðum hjá bílaleigufyrirtækjum fór úr fjórum prósentum árið 2019 í fjórtán prósent árið 2020. Í aðgerðaáætluninni frá 2020 var gert ráð fyrir að hlutfallið hækkaði enn frekar í fyrra og í ár með nýjum ívilnunum. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins hefur hlutfall nýorkubíla aukist verulega í innkaupum bílaleiga á milli ára. Um 65% fólksbílanna sem þær hafa keypt til þessa eru tengitvinn-, blendings- eða rafbílar. Sérstaklega fjölgaði tengiltvinnbílum hlutfallslega í innkaupunum. Þeir voru 9,63% af nýjum fólksbílum sem bílaleigur keyptu fyrri hluta árs í fyrra en voru rétt tæp 35% í ár. Hlutfall hreinna rafbíla er þó tiltölulega látt og lækkar raunar á milli ára. Þeir voru 4,89% af bílum sem bílaleigurnar keyptu á fyrstu mánuðum ársins en þeir voru 5,96% á sama tíma í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari tölum um bílainnkaup bílaleigufyrirtækjanna. Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Sala nýrra fólksbíla jókst um 63% á fyrstu fimm mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Nú hafa 6.844 nýi fólksbílar selst, þar af 2.223 í maí samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Það sem réði mestu um aukninguna á milli ára voru stórinnkaup bílaleiga á nýjum fólksbílum. Þær hafa keypt 3.333 nýja bíla það sem af er ári sem er 155% fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Kaup þeirra á fólksbílum tvöfaldaðist á milli ára í maí. Fólksbílakaup einstaklinga jukust um fjórðung á milli ára. Einstaklingar hafa keypt 2.624 bíla það sem af er ári. Önnur fyrirtæki en bílaleigur hafa keypt 808 nýjar fólksbifreiðar á árinu en það er fjölgun um fjögur prósent frá því í fyrra. Nýorkubílar rúmur helmingur nýrra bíla Svonefndir nýorkubílar, rafmagns-, tengiltvinn- og metanbílar, voru rétt rúmlega 57% allra seldra nýrra fólksbíla á fyrstu mánuðum ársins. Hlutfallið var um 46% á sama tíma í fyrra. Rafmagnsbílar voru 29,46% af heildinni en tengilvinnbílar 27,57%. Bílgreinasambandið bendir á að nú sé fyrirsjáanlegt að verð á tengiltvinnbílum hækki þar sem stjórnvöld hafa boðað afnám ívilnana. Fjöldatakmark um að aðeins fyrstu 15.000 seldu tengiltvinnbílarnir fengju ívilnanir náðist í apríl og var mikill gangur í sölu á þeim síðustu daga þess mánaðar og fyrstu daga maí. Þannig voru 423 tengiltvinnbílar skráðir fyrstu vikuna í maí en aðeins fjórir vikuna á eftir. Eftir að ívilnun stjórnvalda féll úr gildi hafa 207 tengiltvinnbílar verið skráðir. Greinilegt er að mati sambandsins að fleiri horfi nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, vegna minnkandi samkeppnishæfni tengiltvinnbíla. „Líklegt verður að teljast að það að stjórnvöld hafi ekki hlustað á rök Bílgreinasambandins og fleiri samtaka um þær afleiðingar sem þetta muni hafa til lengri tíma og muni setja markmið stjórnvalda í loftlagsmálum í uppnám þar sem hægja mun á orkuskiptum í samgöngum,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. Hlutfall vistvænna bílaleigubíla átti að aukast áfram Hraðari innleiðing vistvænna bílaleigubíla er á meðal aðgerða í áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Bílaleigur hafi verið kaupendur að um 40% af nýseldum bílum á landinu og það hlutfall sér hvergi svo hátt í heiminum. Hlutfall vistvænna bifreiða af nýskráðum bifreiðum hjá bílaleigufyrirtækjum fór úr fjórum prósentum árið 2019 í fjórtán prósent árið 2020. Í aðgerðaáætluninni frá 2020 var gert ráð fyrir að hlutfallið hækkaði enn frekar í fyrra og í ár með nýjum ívilnunum. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins hefur hlutfall nýorkubíla aukist verulega í innkaupum bílaleiga á milli ára. Um 65% fólksbílanna sem þær hafa keypt til þessa eru tengitvinn-, blendings- eða rafbílar. Sérstaklega fjölgaði tengiltvinnbílum hlutfallslega í innkaupunum. Þeir voru 9,63% af nýjum fólksbílum sem bílaleigur keyptu fyrri hluta árs í fyrra en voru rétt tæp 35% í ár. Hlutfall hreinna rafbíla er þó tiltölulega látt og lækkar raunar á milli ára. Þeir voru 4,89% af bílum sem bílaleigurnar keyptu á fyrstu mánuðum ársins en þeir voru 5,96% á sama tíma í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari tölum um bílainnkaup bílaleigufyrirtækjanna.
Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira