Bílaleigur stórauka bílakaup en horfa í auknum mæli til bensín- og dísilbíla Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2022 10:49 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fleiri horfa nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, eftir að verð á tengiltvinnbílum hækkaði í vor. Stóraukin umsvif bílaleiga eru meginástæða þess að sala á bílum jókst verulega á milli ára fyrstu mánuði ársins. Sala nýrra fólksbíla jókst um 63% á fyrstu fimm mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Nú hafa 6.844 nýi fólksbílar selst, þar af 2.223 í maí samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Það sem réði mestu um aukninguna á milli ára voru stórinnkaup bílaleiga á nýjum fólksbílum. Þær hafa keypt 3.333 nýja bíla það sem af er ári sem er 155% fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Kaup þeirra á fólksbílum tvöfaldaðist á milli ára í maí. Fólksbílakaup einstaklinga jukust um fjórðung á milli ára. Einstaklingar hafa keypt 2.624 bíla það sem af er ári. Önnur fyrirtæki en bílaleigur hafa keypt 808 nýjar fólksbifreiðar á árinu en það er fjölgun um fjögur prósent frá því í fyrra. Nýorkubílar rúmur helmingur nýrra bíla Svonefndir nýorkubílar, rafmagns-, tengiltvinn- og metanbílar, voru rétt rúmlega 57% allra seldra nýrra fólksbíla á fyrstu mánuðum ársins. Hlutfallið var um 46% á sama tíma í fyrra. Rafmagnsbílar voru 29,46% af heildinni en tengilvinnbílar 27,57%. Bílgreinasambandið bendir á að nú sé fyrirsjáanlegt að verð á tengiltvinnbílum hækki þar sem stjórnvöld hafa boðað afnám ívilnana. Fjöldatakmark um að aðeins fyrstu 15.000 seldu tengiltvinnbílarnir fengju ívilnanir náðist í apríl og var mikill gangur í sölu á þeim síðustu daga þess mánaðar og fyrstu daga maí. Þannig voru 423 tengiltvinnbílar skráðir fyrstu vikuna í maí en aðeins fjórir vikuna á eftir. Eftir að ívilnun stjórnvalda féll úr gildi hafa 207 tengiltvinnbílar verið skráðir. Greinilegt er að mati sambandsins að fleiri horfi nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, vegna minnkandi samkeppnishæfni tengiltvinnbíla. „Líklegt verður að teljast að það að stjórnvöld hafi ekki hlustað á rök Bílgreinasambandins og fleiri samtaka um þær afleiðingar sem þetta muni hafa til lengri tíma og muni setja markmið stjórnvalda í loftlagsmálum í uppnám þar sem hægja mun á orkuskiptum í samgöngum,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. Hlutfall vistvænna bílaleigubíla átti að aukast áfram Hraðari innleiðing vistvænna bílaleigubíla er á meðal aðgerða í áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Bílaleigur hafi verið kaupendur að um 40% af nýseldum bílum á landinu og það hlutfall sér hvergi svo hátt í heiminum. Hlutfall vistvænna bifreiða af nýskráðum bifreiðum hjá bílaleigufyrirtækjum fór úr fjórum prósentum árið 2019 í fjórtán prósent árið 2020. Í aðgerðaáætluninni frá 2020 var gert ráð fyrir að hlutfallið hækkaði enn frekar í fyrra og í ár með nýjum ívilnunum. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins hefur hlutfall nýorkubíla aukist verulega í innkaupum bílaleiga á milli ára. Um 65% fólksbílanna sem þær hafa keypt til þessa eru tengitvinn-, blendings- eða rafbílar. Sérstaklega fjölgaði tengiltvinnbílum hlutfallslega í innkaupunum. Þeir voru 9,63% af nýjum fólksbílum sem bílaleigur keyptu fyrri hluta árs í fyrra en voru rétt tæp 35% í ár. Hlutfall hreinna rafbíla er þó tiltölulega látt og lækkar raunar á milli ára. Þeir voru 4,89% af bílum sem bílaleigurnar keyptu á fyrstu mánuðum ársins en þeir voru 5,96% á sama tíma í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari tölum um bílainnkaup bílaleigufyrirtækjanna. Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Sala nýrra fólksbíla jókst um 63% á fyrstu fimm mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Nú hafa 6.844 nýi fólksbílar selst, þar af 2.223 í maí samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Það sem réði mestu um aukninguna á milli ára voru stórinnkaup bílaleiga á nýjum fólksbílum. Þær hafa keypt 3.333 nýja bíla það sem af er ári sem er 155% fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Kaup þeirra á fólksbílum tvöfaldaðist á milli ára í maí. Fólksbílakaup einstaklinga jukust um fjórðung á milli ára. Einstaklingar hafa keypt 2.624 bíla það sem af er ári. Önnur fyrirtæki en bílaleigur hafa keypt 808 nýjar fólksbifreiðar á árinu en það er fjölgun um fjögur prósent frá því í fyrra. Nýorkubílar rúmur helmingur nýrra bíla Svonefndir nýorkubílar, rafmagns-, tengiltvinn- og metanbílar, voru rétt rúmlega 57% allra seldra nýrra fólksbíla á fyrstu mánuðum ársins. Hlutfallið var um 46% á sama tíma í fyrra. Rafmagnsbílar voru 29,46% af heildinni en tengilvinnbílar 27,57%. Bílgreinasambandið bendir á að nú sé fyrirsjáanlegt að verð á tengiltvinnbílum hækki þar sem stjórnvöld hafa boðað afnám ívilnana. Fjöldatakmark um að aðeins fyrstu 15.000 seldu tengiltvinnbílarnir fengju ívilnanir náðist í apríl og var mikill gangur í sölu á þeim síðustu daga þess mánaðar og fyrstu daga maí. Þannig voru 423 tengiltvinnbílar skráðir fyrstu vikuna í maí en aðeins fjórir vikuna á eftir. Eftir að ívilnun stjórnvalda féll úr gildi hafa 207 tengiltvinnbílar verið skráðir. Greinilegt er að mati sambandsins að fleiri horfi nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, vegna minnkandi samkeppnishæfni tengiltvinnbíla. „Líklegt verður að teljast að það að stjórnvöld hafi ekki hlustað á rök Bílgreinasambandins og fleiri samtaka um þær afleiðingar sem þetta muni hafa til lengri tíma og muni setja markmið stjórnvalda í loftlagsmálum í uppnám þar sem hægja mun á orkuskiptum í samgöngum,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. Hlutfall vistvænna bílaleigubíla átti að aukast áfram Hraðari innleiðing vistvænna bílaleigubíla er á meðal aðgerða í áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Bílaleigur hafi verið kaupendur að um 40% af nýseldum bílum á landinu og það hlutfall sér hvergi svo hátt í heiminum. Hlutfall vistvænna bifreiða af nýskráðum bifreiðum hjá bílaleigufyrirtækjum fór úr fjórum prósentum árið 2019 í fjórtán prósent árið 2020. Í aðgerðaáætluninni frá 2020 var gert ráð fyrir að hlutfallið hækkaði enn frekar í fyrra og í ár með nýjum ívilnunum. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins hefur hlutfall nýorkubíla aukist verulega í innkaupum bílaleiga á milli ára. Um 65% fólksbílanna sem þær hafa keypt til þessa eru tengitvinn-, blendings- eða rafbílar. Sérstaklega fjölgaði tengiltvinnbílum hlutfallslega í innkaupunum. Þeir voru 9,63% af nýjum fólksbílum sem bílaleigur keyptu fyrri hluta árs í fyrra en voru rétt tæp 35% í ár. Hlutfall hreinna rafbíla er þó tiltölulega látt og lækkar raunar á milli ára. Þeir voru 4,89% af bílum sem bílaleigurnar keyptu á fyrstu mánuðum ársins en þeir voru 5,96% á sama tíma í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari tölum um bílainnkaup bílaleigufyrirtækjanna.
Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira