Ólafur skrifaði undir tveggja ára samning við Fram. Auk þeirra Ívars hafa Framarar fengið Svartfellinginn Luka Vukicevic og Króatann Marko Coric. Fram hefur aftur á móti misst Færeyingana Rógva Dal Christiansen og Vilhelm Poulsen.
Ólafur er uppalinn hjá Val en hefur leikið með Gróttu undanfarin tvö tímabil. Hann var í stóru hlutverki hjá Gróttu, bæði í vörn og sókn. Ólafur var til að mynda þriðji markahæsti leikmaður Seltirninga á síðasta tímabili með 92 mörk.
Fram endaði í 8. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili en tapaði 2-0 fyrir Val í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Grótta endaði aftur á móti í 10. sæti.
Á næsta tímabili byrjar Fram að spila á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal.