Danir greiða atkvæði um þátttöku í evrópsku varnarsamstarfi Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2022 11:19 Forsætisráðherrann Metta Frederiksen og eiginmaður hennar Bo Tengberg á kjörstað í Værløse í morgun. AP Danir greiða í dag atkvæði um það hvort að ríkið eigi að taka fullan þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsríkja. Ellefu af fjórtán flokkum á danska þinginu eru fylgjandi því að Danmörk hefji þátttöku í samstarfinu af fullum þunga. Sömuleiðis benda skoðanakannanir til þess að almenningur sé nú fylgjandi þátttöku, en talið er að kjörsókn muni ráða miklu um niðurstöðuna. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar í mars vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu og breytts öryggisumhverfis í álfunni. Mætti forsætisráðherrann á kjörstað í morgun og sagði við fjölmiðla að hún hafi „kosið með hjartanu“ og merkt við „já“. Breytingin myndi „styrkja öryggi“ Danmerkur. Danmörk er sem stendur eina aðildarríki Evrópusambandsins sem ekki tekur þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Núverandi fyrirkomulag felur í sér að Danir taka ekki þátt í þeim hluta sameiginlegu utanríkis- og öryggistefnu sambandsins sem snýr að varnarmálum. Þannig taka Danir ekki þátt í sameiginlegum hernaðarverkefnum ESB og fjármögnun þeirra. Sömuleiðis taka Danir heldur ekki þátt í sendingum hergagna á vegum sambandsins. Danir gengu í Evrópusambandið árið 1973 en fengu fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum árið 1992, meðal annars hvað varðar þátttöku í varnar- og myntsamstarfi. Skoðanakannanir hafa bent til þess að fjörutíu prósent Dana séu nú fylgjandi þátttöku í varnarsamstarfi ESB-ríkja og um þrjátíu prósent andvíg. Um fjórðungur segist óákveðinn. Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. 1. júní 2022 07:30 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar í mars vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu og breytts öryggisumhverfis í álfunni. Mætti forsætisráðherrann á kjörstað í morgun og sagði við fjölmiðla að hún hafi „kosið með hjartanu“ og merkt við „já“. Breytingin myndi „styrkja öryggi“ Danmerkur. Danmörk er sem stendur eina aðildarríki Evrópusambandsins sem ekki tekur þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Núverandi fyrirkomulag felur í sér að Danir taka ekki þátt í þeim hluta sameiginlegu utanríkis- og öryggistefnu sambandsins sem snýr að varnarmálum. Þannig taka Danir ekki þátt í sameiginlegum hernaðarverkefnum ESB og fjármögnun þeirra. Sömuleiðis taka Danir heldur ekki þátt í sendingum hergagna á vegum sambandsins. Danir gengu í Evrópusambandið árið 1973 en fengu fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum árið 1992, meðal annars hvað varðar þátttöku í varnar- og myntsamstarfi. Skoðanakannanir hafa bent til þess að fjörutíu prósent Dana séu nú fylgjandi þátttöku í varnarsamstarfi ESB-ríkja og um þrjátíu prósent andvíg. Um fjórðungur segist óákveðinn.
Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. 1. júní 2022 07:30 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. 1. júní 2022 07:30