Umbi slær á putta stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta Jakob Bjarnar skrifar 1. júní 2022 11:57 Sigtryggur Magnason er formaður Miðstöðvar íslenskra bókmennta og hans hlutskipti er að leggja niður fyrir sig álit Skúla Magnússonar umboðsmanns sem segir það mikilvægt að fyrir liggi gögn þar sem grein er gerð fyrir því hvers vegna einn fær styrk en annar ekki. vísir/vilhelm Nýtt álit umboðsmanns Alþingis hlýtur að setja styrkveitingar á Íslandi í uppnám. Í álitinu kemur fram að gögn skorti sem skýri hvers vegna þessi fær styrk og annar ekki. Niðurstaða umboðsmanns er sú að skráning upplýsinga af hálfu stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefði ekki verið í samræmi við fyrirmæli upplýsingalaga og þær kröfur sem gera yrði til undirbúnings ákvarðana um úthlutun úr bókmenntasjóði samkvæmt vönduðum stjórnsýsluháttum. Þetta kemur fram í nýju áliti sem umboðsmaður Alþingis gaf út í vikunni en þar er þeim tilmælum beint til stjórnarinnar að hún taki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu við meðferð og afgreiðslu umsókna um úthlutun úr bókmenntasjóði í framtíðinni. Vildi fá skýringar á því hvers vegna umsókninni var hafnað Ónefndur maður kvartaði til umboðsmanns vegna úthlutun stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta úr bókmenntasjóði. Sá fékk ekki styrk en gramdist að fá ekki skýringar á því. Um var að ræða úthlutun vegna fyrirhugaðrar útgáfu rits og skoðaði umboðsmaður hvort skráning upplýsinga um meðferð umsókna og undirbúningur ákvörðunar um úthlutun hafi verið fullnægjandi. Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis segir að það verði að vera hægt að kalla eftir gögnum um hvernig staðið er að styrkveitingum.Foto: Sigurjón/Sigurjón Ólason Umboðsmaður telur að ef eftirlitsaðilar eigi að geta staðreynt hvort málsmeðferð stjórnvalda á borð við stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta sé í samræmi við lög verði þau að haga störfum sínum þannig að síðar megi veita upplýsingar um meðferð einstakra mála, sé eftir slíku leitað. Aðeins þannig geti eftirlitsúrræði borgaranna verið raunhæf og virk. Umboðsmaður beinir þeim tilmælum til stjórnarinnar að hún hagi undirbúningi mála þannig að hún geti síðar gert grein fyrir því hvað hafi ráðið niðurstöðu hennar um hverja umsókn og þá hvað í þeim almennu sjónarmiðum sem hún legði til grundvallar hefði ráðið niðurstöðu um viðkomandi umsókn eða annað sem hefði haft afgerandi þýðingu. Í stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta (2022-2025) sitja þau: Sigtryggur Magnason formaður, skipaður af menningarmálaráðherra, Gauti Kristmannsson, tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands, Þórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands, Heiðar Ingi Svansson, tilnefndur af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Þórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Hagþenki. Ómögulegt að sannreyna á hverju er byggt Umboðsmaður segir að eina gagnið tiltækt sem honum barst var vinnuskjal, mat þeirra bókmenntaráðgjafa sem stjórnin leitaði til. „Þó stjórnin hefði greint frá því í skýringum sínum til umboðsmanns að bókmenntaráðgjafarnir hefðu haft tiltekna flokka til viðmiðunar við mat á umsóknum, og að hún hefði verið einróma sammála því mati, yrði ekki framhjá því litið að afar takmörkuðum gögnum væri fyrir að fara sem styddu þá fullyrðingu,“ segir í álitinu. Og að af því væri ekki hægt að ráða hvað hafi ráðið matinu, engin gögn liggi fyrir um meðferð stjórnarinnar á umræddri umsókn svo sem fundargerðir eða minnisblöð. „Af þeim sökum væri ómögulegt að staðreyna hvort þau sjónarmið, sem stjórnin kvaðst hafa byggt ákvörðun sína á, hefðu í reynd verið lögð til grundvallar við ákvörðun hennar eða hvort umsögn ráðgjafanna hefði sjálfkrafa leitt til þess að umsókn A hefði ekki komið til frekara mats af hennar hálfu. Af sömu ástæðum væri einnig ómögulegt að taka afstöðu til þess hvort gætt hefði verið málefnalegra sjónarmiða við ákvörðun stjórnarinnar.“ Sigtryggur Magnason er formaður stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta.Vísir/Vilhelm Þetta álit hlýtur að hafa áhrif á allar styrkveitingar meira og minna á Íslandi. Þarna togast á tvö sjónarmið. Annars vegar að slíkar veitingar séu ekki útsettar fyrir klíkuskap og hins vegar að þetta fari ekki allt í sjálft sig vegna kvaða og umsýslu sem því fylgir að reyna að koma í veg fyrir einmitt það. Sami háttur hafður á og hjá öðrum sjóðum Hrefna Haraldsdóttir er framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta og hún segir álitið, sem þau fengu í vikunni, snúa að stjórn. En Miðstöðin hefur átt í bréfaskiptum við umboðsmanns vegna málsins. Hrefna segir að í því komi fram að MÍB hafi ekki farið gegn lögum en þar séu tilmæli um að verklagi sé breytt í því hvernig skráningu er háttað. Næsti stjórnarfundur verið haldinn um miðjan mánuðinn og þar til muni ekki liggja neitt fyrir um afstöðu Miðstöðvarinnar. „Stjórn skoðar þetta og ræður ráðum sínum, hvort og hvernig við bregðumst við,“ segir Hrefna. Verklagi hefur verið háttað þannig að starfsmaður Miðstöðvarinnar situr hvern fund sem tveir ráðnir ráðgjafar halda og vinnugögn þaðan voru lögð fram til umboðsmanns. „Við þurfum að fá það fram af hverju það er ekki nægjanlegt?“ segir Hrefna og lítur til þess að ef fara eigi eftir tilmælum umboðsmanns kalli það á mikla skráningu. Miðstöð íslenskra bókmennta er opinber stofnun, sjóður sem lögum samkvæmt þarf ekki að veita rökstuðning sé eftir því leitað, rétt eins og gildir um aðra sambærilega sjóði hjá Rannís. „Við þurfum að fá botn í hvort þau lög haldi ekki. Við höfum stuðst við þau lög eins og flestir sjóðir í landinu.“ Úr takmörkuðu fjármagni að spila Um er að ræða samkeppnissjóð og er ekki úr ótakmörkuðu fjármagni að spila. Hrefna Haraldsdóttir er framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta segir að stjórnin muni ráða ráðum sínum, hvernig bregðast beri við áliti umboðsmanns, um miðjan þennan mánuð.Miðstöð íslenskra bókmennta „Það berst mikill fjöldi umsókna og við höfum aldrei tök á að veita nema broti af þeim styrki. Það er ekki til staðar fé til að veita fleiri styrki. En fólki er ekki bara neitað á þeim forsendum, það eru efnisleg rök sem liggja að baki.“ Ljóst er að breytingar í þá átt sem umboðsmaður kallar eftir munu reynast kostnaðarsamar og breyta þyrfti miklu í verklagi. Hrefna segir að sjóðurinn hafi hingað til verið hafin yfir vafa en farin er sú leið að ráða bókmenntaráðgjafa til starfa sem eru fljótandi, hver ráðgjafi situr í tvö ár og aldrei tveir þeir sömu. Þannig að þar er velta. „Sem er ekkert endilega sjálfgefið og einfalt á Íslandi. Svo er þeirra mat, tillögur að úthlutunum, hverjir eigi að fá styrki og hverjir ekki, lagt fyrir stjórnina. Sem fer vel yfir það og svo er það stjórnin sem hefur endanlegt vald eða kveður upp úr um hverjir fá,“ segir Hrefna. Að hennar sögn er gætt vel að hæfi og vanhæfi og sé svo að einhver tengist tilteknum verkefnum þá komi sá ekki að ákvörðunum um hver fær og hver ekki. Stjórnsýsla Bókaútgáfa Bókmenntir Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Niðurstaða umboðsmanns er sú að skráning upplýsinga af hálfu stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefði ekki verið í samræmi við fyrirmæli upplýsingalaga og þær kröfur sem gera yrði til undirbúnings ákvarðana um úthlutun úr bókmenntasjóði samkvæmt vönduðum stjórnsýsluháttum. Þetta kemur fram í nýju áliti sem umboðsmaður Alþingis gaf út í vikunni en þar er þeim tilmælum beint til stjórnarinnar að hún taki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu við meðferð og afgreiðslu umsókna um úthlutun úr bókmenntasjóði í framtíðinni. Vildi fá skýringar á því hvers vegna umsókninni var hafnað Ónefndur maður kvartaði til umboðsmanns vegna úthlutun stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta úr bókmenntasjóði. Sá fékk ekki styrk en gramdist að fá ekki skýringar á því. Um var að ræða úthlutun vegna fyrirhugaðrar útgáfu rits og skoðaði umboðsmaður hvort skráning upplýsinga um meðferð umsókna og undirbúningur ákvörðunar um úthlutun hafi verið fullnægjandi. Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis segir að það verði að vera hægt að kalla eftir gögnum um hvernig staðið er að styrkveitingum.Foto: Sigurjón/Sigurjón Ólason Umboðsmaður telur að ef eftirlitsaðilar eigi að geta staðreynt hvort málsmeðferð stjórnvalda á borð við stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta sé í samræmi við lög verði þau að haga störfum sínum þannig að síðar megi veita upplýsingar um meðferð einstakra mála, sé eftir slíku leitað. Aðeins þannig geti eftirlitsúrræði borgaranna verið raunhæf og virk. Umboðsmaður beinir þeim tilmælum til stjórnarinnar að hún hagi undirbúningi mála þannig að hún geti síðar gert grein fyrir því hvað hafi ráðið niðurstöðu hennar um hverja umsókn og þá hvað í þeim almennu sjónarmiðum sem hún legði til grundvallar hefði ráðið niðurstöðu um viðkomandi umsókn eða annað sem hefði haft afgerandi þýðingu. Í stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta (2022-2025) sitja þau: Sigtryggur Magnason formaður, skipaður af menningarmálaráðherra, Gauti Kristmannsson, tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands, Þórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands, Heiðar Ingi Svansson, tilnefndur af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Þórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Hagþenki. Ómögulegt að sannreyna á hverju er byggt Umboðsmaður segir að eina gagnið tiltækt sem honum barst var vinnuskjal, mat þeirra bókmenntaráðgjafa sem stjórnin leitaði til. „Þó stjórnin hefði greint frá því í skýringum sínum til umboðsmanns að bókmenntaráðgjafarnir hefðu haft tiltekna flokka til viðmiðunar við mat á umsóknum, og að hún hefði verið einróma sammála því mati, yrði ekki framhjá því litið að afar takmörkuðum gögnum væri fyrir að fara sem styddu þá fullyrðingu,“ segir í álitinu. Og að af því væri ekki hægt að ráða hvað hafi ráðið matinu, engin gögn liggi fyrir um meðferð stjórnarinnar á umræddri umsókn svo sem fundargerðir eða minnisblöð. „Af þeim sökum væri ómögulegt að staðreyna hvort þau sjónarmið, sem stjórnin kvaðst hafa byggt ákvörðun sína á, hefðu í reynd verið lögð til grundvallar við ákvörðun hennar eða hvort umsögn ráðgjafanna hefði sjálfkrafa leitt til þess að umsókn A hefði ekki komið til frekara mats af hennar hálfu. Af sömu ástæðum væri einnig ómögulegt að taka afstöðu til þess hvort gætt hefði verið málefnalegra sjónarmiða við ákvörðun stjórnarinnar.“ Sigtryggur Magnason er formaður stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta.Vísir/Vilhelm Þetta álit hlýtur að hafa áhrif á allar styrkveitingar meira og minna á Íslandi. Þarna togast á tvö sjónarmið. Annars vegar að slíkar veitingar séu ekki útsettar fyrir klíkuskap og hins vegar að þetta fari ekki allt í sjálft sig vegna kvaða og umsýslu sem því fylgir að reyna að koma í veg fyrir einmitt það. Sami háttur hafður á og hjá öðrum sjóðum Hrefna Haraldsdóttir er framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta og hún segir álitið, sem þau fengu í vikunni, snúa að stjórn. En Miðstöðin hefur átt í bréfaskiptum við umboðsmanns vegna málsins. Hrefna segir að í því komi fram að MÍB hafi ekki farið gegn lögum en þar séu tilmæli um að verklagi sé breytt í því hvernig skráningu er háttað. Næsti stjórnarfundur verið haldinn um miðjan mánuðinn og þar til muni ekki liggja neitt fyrir um afstöðu Miðstöðvarinnar. „Stjórn skoðar þetta og ræður ráðum sínum, hvort og hvernig við bregðumst við,“ segir Hrefna. Verklagi hefur verið háttað þannig að starfsmaður Miðstöðvarinnar situr hvern fund sem tveir ráðnir ráðgjafar halda og vinnugögn þaðan voru lögð fram til umboðsmanns. „Við þurfum að fá það fram af hverju það er ekki nægjanlegt?“ segir Hrefna og lítur til þess að ef fara eigi eftir tilmælum umboðsmanns kalli það á mikla skráningu. Miðstöð íslenskra bókmennta er opinber stofnun, sjóður sem lögum samkvæmt þarf ekki að veita rökstuðning sé eftir því leitað, rétt eins og gildir um aðra sambærilega sjóði hjá Rannís. „Við þurfum að fá botn í hvort þau lög haldi ekki. Við höfum stuðst við þau lög eins og flestir sjóðir í landinu.“ Úr takmörkuðu fjármagni að spila Um er að ræða samkeppnissjóð og er ekki úr ótakmörkuðu fjármagni að spila. Hrefna Haraldsdóttir er framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta segir að stjórnin muni ráða ráðum sínum, hvernig bregðast beri við áliti umboðsmanns, um miðjan þennan mánuð.Miðstöð íslenskra bókmennta „Það berst mikill fjöldi umsókna og við höfum aldrei tök á að veita nema broti af þeim styrki. Það er ekki til staðar fé til að veita fleiri styrki. En fólki er ekki bara neitað á þeim forsendum, það eru efnisleg rök sem liggja að baki.“ Ljóst er að breytingar í þá átt sem umboðsmaður kallar eftir munu reynast kostnaðarsamar og breyta þyrfti miklu í verklagi. Hrefna segir að sjóðurinn hafi hingað til verið hafin yfir vafa en farin er sú leið að ráða bókmenntaráðgjafa til starfa sem eru fljótandi, hver ráðgjafi situr í tvö ár og aldrei tveir þeir sömu. Þannig að þar er velta. „Sem er ekkert endilega sjálfgefið og einfalt á Íslandi. Svo er þeirra mat, tillögur að úthlutunum, hverjir eigi að fá styrki og hverjir ekki, lagt fyrir stjórnina. Sem fer vel yfir það og svo er það stjórnin sem hefur endanlegt vald eða kveður upp úr um hverjir fá,“ segir Hrefna. Að hennar sögn er gætt vel að hæfi og vanhæfi og sé svo að einhver tengist tilteknum verkefnum þá komi sá ekki að ákvörðunum um hver fær og hver ekki.
Í stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta (2022-2025) sitja þau: Sigtryggur Magnason formaður, skipaður af menningarmálaráðherra, Gauti Kristmannsson, tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands, Þórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands, Heiðar Ingi Svansson, tilnefndur af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Þórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Hagþenki.
Stjórnsýsla Bókaútgáfa Bókmenntir Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent