Vaktin: Fórna landsvæði fyrir tíma Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Magnús Jochum Pálsson skrifa 2. júní 2022 06:33 Rússar hafa töluverða yfirburði gegn Úkraínumönnum þegar kemur að stórskotaliði. Stríðið í Austur-Úkraínu er orðið einskonar stórskotaliðs-einvígi. Getty/Leon Klein Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir að Rússar stjórni um fimmtungi Úkraínu. Hart er barist víða um landið en langmest í austurhluta þess. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu standa frammi fyrir þungum bardögum í Austur-Úkraínu á meðan Úkraínumenn bíða frekari vopnasendinga frá Vesturlöndum. Vonast er til þess að vopnin geti hjálpað Úkraínumönnum á öðlast betri stöðu gegn Rússum. Í ræðu sem Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, hélt fyrir þjóðþing Lúxemborgar fyrr í dag lýsti hann því yfir að Rússar hafi nú lagt undir sig 20% af landsvæði Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir vopnasendingar Bandaríkjamanna til Úkraínu auka líkurnar á að þriðja ríkið dragist inn í átökin. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sakar Bandaríkin um að „hella olíu á eldinn“. Rússar hafa gert árás á lestarsamgöngur nærri Lviv, sem hafa verið notaðar til að flytja vopn frá bandamönnum og aðrir birgðir á átakasvæðin í landinu. BBC hefur rætt við íbúa í Kherson sem segjast hafa verið pyntaðir af Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, mun á næstu dögum boða fulltrúa Tyrklands, Svíþjóðar og Finnlands á fund í Brussel til að ræða andstöðu Tyrkja gegn aðildarumsóknum Svía og Finna. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu standa frammi fyrir þungum bardögum í Austur-Úkraínu á meðan Úkraínumenn bíða frekari vopnasendinga frá Vesturlöndum. Vonast er til þess að vopnin geti hjálpað Úkraínumönnum á öðlast betri stöðu gegn Rússum. Í ræðu sem Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, hélt fyrir þjóðþing Lúxemborgar fyrr í dag lýsti hann því yfir að Rússar hafi nú lagt undir sig 20% af landsvæði Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir vopnasendingar Bandaríkjamanna til Úkraínu auka líkurnar á að þriðja ríkið dragist inn í átökin. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sakar Bandaríkin um að „hella olíu á eldinn“. Rússar hafa gert árás á lestarsamgöngur nærri Lviv, sem hafa verið notaðar til að flytja vopn frá bandamönnum og aðrir birgðir á átakasvæðin í landinu. BBC hefur rætt við íbúa í Kherson sem segjast hafa verið pyntaðir af Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, mun á næstu dögum boða fulltrúa Tyrklands, Svíþjóðar og Finnlands á fund í Brussel til að ræða andstöðu Tyrkja gegn aðildarumsóknum Svía og Finna. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira