Hinn valkosturinn í Reykjavík Katrín Atladóttir skrifar 2. júní 2022 15:30 Nú standa yfir meirihlutaviðræður í borginni milli hins fallna meirihluta og Framsóknar. Hinn fallni meirihluti, með smávægilegum blæbrigðamun, hefur farið með áhrif í borginni um nærri þriggja áratuga skeið. Endurreisn hans getur varla falið annað í sér en meira af hinu sama. Viðræðurnar geta varla endurspeglað þá breytingu sem kjósendur óskuðu eftir. En er þetta eini valkosturinn í stöðunni? Meirihluti framfara, sáttar og breytinga Borðleggjandi væri að mynda meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Meirihluta sem hefði trúverðugleika til að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar og löngu tímabæra tiltekt á fjármálum borgarinnar. Meirihluta framfara, sáttar og breytinga. Þessi meirihluti framfara gæti ráðist strax í úttekt á fjármálum og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar með það fyrir augum að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni. Jafnframt gætu flokkarnir lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta umsvifalaust, sem viðbragð við gríðarlegri hækkun fasteignamats sem kynnt var í vikunni. Þá mætti draga úr samkeppnisrekstri borgarinnar og virkja betur einkaframtak. Þessi meirihluti sáttar gæti náð vel saman um skipulagsmálin í borginni – jafnvel undir áframhaldandi forystu Viðreisnar. Borgarlínu mætti koma endanlega af teikniborðinu og tryggja skynsamlega fjármögnun, útfærslu og rekstraráætlun. Flýta mætti lagningu Sundabrautar í einkaframkvæmd og tryggja samhliða alvöru hjólaborg á heimsmælikvarða. Halda mætti áfram að þétta byggðina þar sem innviðir leyfa en jafnframt ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu á skynsamlegum framtíðarsvæðum, svo sem í Örfirisey og að Keldum. Jafnframt ættu flokkarnir að geta fundið samhljóm hvað varðar framtíð flugvallarins. Þessi meirihluti breytinga gæti jafnframt unnið að fjölmörgum framförum í skólastarfi. Flokkarnir gætu unnið að raunverulegri lausn leikskólavandans og stutt betur við dagforeldrakerfið. Þá gæti loks reynst unnt að styðja betur við sjálfstætt starfandi skóla í borginni og annað einkaframtak í menntamálum. Auka mætti vægi list- og verkgreina í skólastarfi og tryggja stóraukna tæknikennslu í öllum grunnskólum borgarinnar, ekki síst forritunarkennslu. Þá gæti hinn nýi meirihluti stutt betur við atvinnulíf, nýsköpun og menningu. Skipuleggja mætti fleiri atvinnulóðir og tryggja hagstæðara skattaumhverfi fyrir verðmætasköpun. Skipuleggja mætti nýsköpunarþorp um loftslagsmál í Örfirisey í samstarfi við einkaaðila. Koma mætti Reykjavíkurborg í forystu hvað varðar orkuskipti á landi, sjó og lofti. Tryggja mætti menningarborg á heimsmælikvarða sem yrði lifandi aðdráttarafl ferðamanna og erlendra sérfræðinga. Tækifærin eru óþrjótandi. Nýir vendir sópa best Nýr meirihluti framfara, sáttar og breytinga gæti haft tilfinnanleg áhrif til batnaðar í Reykjavík. Áfram mætti halda með þau jákvæðu mál sem þegar eru í farvegi – en styðja framgang mikilvægra framfaramála sem kjósendur hafa ítrekað kallað eftir. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Um það var meginþorri kjósenda sammála. Þeim breytingum mætti ná fram með kröftugum endurnýjuðum meirihluta í Reykjavík. Nýir vendir sópa nefnilega best – og ekki er vanþörf á í Reykjavík. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa yfir meirihlutaviðræður í borginni milli hins fallna meirihluta og Framsóknar. Hinn fallni meirihluti, með smávægilegum blæbrigðamun, hefur farið með áhrif í borginni um nærri þriggja áratuga skeið. Endurreisn hans getur varla falið annað í sér en meira af hinu sama. Viðræðurnar geta varla endurspeglað þá breytingu sem kjósendur óskuðu eftir. En er þetta eini valkosturinn í stöðunni? Meirihluti framfara, sáttar og breytinga Borðleggjandi væri að mynda meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Meirihluta sem hefði trúverðugleika til að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar og löngu tímabæra tiltekt á fjármálum borgarinnar. Meirihluta framfara, sáttar og breytinga. Þessi meirihluti framfara gæti ráðist strax í úttekt á fjármálum og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar með það fyrir augum að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni. Jafnframt gætu flokkarnir lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta umsvifalaust, sem viðbragð við gríðarlegri hækkun fasteignamats sem kynnt var í vikunni. Þá mætti draga úr samkeppnisrekstri borgarinnar og virkja betur einkaframtak. Þessi meirihluti sáttar gæti náð vel saman um skipulagsmálin í borginni – jafnvel undir áframhaldandi forystu Viðreisnar. Borgarlínu mætti koma endanlega af teikniborðinu og tryggja skynsamlega fjármögnun, útfærslu og rekstraráætlun. Flýta mætti lagningu Sundabrautar í einkaframkvæmd og tryggja samhliða alvöru hjólaborg á heimsmælikvarða. Halda mætti áfram að þétta byggðina þar sem innviðir leyfa en jafnframt ráðast í kröftuga húsnæðisuppbyggingu á skynsamlegum framtíðarsvæðum, svo sem í Örfirisey og að Keldum. Jafnframt ættu flokkarnir að geta fundið samhljóm hvað varðar framtíð flugvallarins. Þessi meirihluti breytinga gæti jafnframt unnið að fjölmörgum framförum í skólastarfi. Flokkarnir gætu unnið að raunverulegri lausn leikskólavandans og stutt betur við dagforeldrakerfið. Þá gæti loks reynst unnt að styðja betur við sjálfstætt starfandi skóla í borginni og annað einkaframtak í menntamálum. Auka mætti vægi list- og verkgreina í skólastarfi og tryggja stóraukna tæknikennslu í öllum grunnskólum borgarinnar, ekki síst forritunarkennslu. Þá gæti hinn nýi meirihluti stutt betur við atvinnulíf, nýsköpun og menningu. Skipuleggja mætti fleiri atvinnulóðir og tryggja hagstæðara skattaumhverfi fyrir verðmætasköpun. Skipuleggja mætti nýsköpunarþorp um loftslagsmál í Örfirisey í samstarfi við einkaaðila. Koma mætti Reykjavíkurborg í forystu hvað varðar orkuskipti á landi, sjó og lofti. Tryggja mætti menningarborg á heimsmælikvarða sem yrði lifandi aðdráttarafl ferðamanna og erlendra sérfræðinga. Tækifærin eru óþrjótandi. Nýir vendir sópa best Nýr meirihluti framfara, sáttar og breytinga gæti haft tilfinnanleg áhrif til batnaðar í Reykjavík. Áfram mætti halda með þau jákvæðu mál sem þegar eru í farvegi – en styðja framgang mikilvægra framfaramála sem kjósendur hafa ítrekað kallað eftir. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Um það var meginþorri kjósenda sammála. Þeim breytingum mætti ná fram með kröftugum endurnýjuðum meirihluta í Reykjavík. Nýir vendir sópa nefnilega best – og ekki er vanþörf á í Reykjavík. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun