Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 17:30 Tólf voru handteknir við skrúðgöngu í Lundúnum í dag í tilefni sjötíu ára valdaafmælis Elísabetar drottningar. AP Photo/David Cliff Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. Tugir þúsunda voru saman komnir á breiðgötunni The Mall, sem liggur að Buckingham höll, til þess að fylgjast með skrúðgöngunni. Elísabet drottning fagnar sjötíu ára valdaafmæli á þessu ári. Aðgerðasinnarnir komust fram hjá girðingum, sem settar voru upp til þess að halda aftur af mannfjöldanum, og hlupu út á breiðstrætið þar sem þeir lögðust niður í götuna fyrir framan lúðrasveit hermanna. „Í dag höfum við handtekið tólf fyrir að hafa valdið truflun á breiðstrætinu. Handtökurnar komu í kjölfar þess að fólk reyndi að komast inn á skrúðgöngusvæðið á The Mall,“ skrifaði lögreglan í Lundúnum á Twitter í dag. „Við viljum þakka almenningi sem klappaði fyrir lögreglumönnunum þegar þeir sneru aftur á sinn stað eftir að hafa glímt snögglega við þessa truflun.“ Samtökin Animal Rebellion, sem segist nota borgaralega óhlýðni til þess að hvetja til minni notkunar dýraafurða, lýstu því yfir að hinir handteknu aðgerðasinnar væru hluti af samtökum þeirra. Einn mótmæla, sem var handtekinn af lögreglu, sagði að hann vildi að konungsfjölskyldan hætti að leyfa dýrahald á landi í hennar eigu og leyfði landsvæðunum að verða villt að nýju. Um 1.500 hermenn taka þátt í skrúðgöngunni, sem fer fram á hverju ári á afmælisdegi drottningarinnar. Skrúðgangan var opnunaratriðið í fjögurra daga hátíðarhöldum til þess að fagna sjötíu ára valdaafmæli drottningarinnar. Elísabet sjálf tók þátt í skrúðgöngunni árlega til ársins 1986 og sat hún þá hest í göngunni. Árið 1981 átti sér stað heldur ógnvænlegt atvik í göngunni þegar karlmaður skaut að henni sex púðurskotum þegar hún reið hjá. Hún náði þó að halda stjórn á hestinum sínum, sem var mjög brugðið, og meiddist ekki við atvikið. Maðurinn var handtekinn. Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Tugir þúsunda voru saman komnir á breiðgötunni The Mall, sem liggur að Buckingham höll, til þess að fylgjast með skrúðgöngunni. Elísabet drottning fagnar sjötíu ára valdaafmæli á þessu ári. Aðgerðasinnarnir komust fram hjá girðingum, sem settar voru upp til þess að halda aftur af mannfjöldanum, og hlupu út á breiðstrætið þar sem þeir lögðust niður í götuna fyrir framan lúðrasveit hermanna. „Í dag höfum við handtekið tólf fyrir að hafa valdið truflun á breiðstrætinu. Handtökurnar komu í kjölfar þess að fólk reyndi að komast inn á skrúðgöngusvæðið á The Mall,“ skrifaði lögreglan í Lundúnum á Twitter í dag. „Við viljum þakka almenningi sem klappaði fyrir lögreglumönnunum þegar þeir sneru aftur á sinn stað eftir að hafa glímt snögglega við þessa truflun.“ Samtökin Animal Rebellion, sem segist nota borgaralega óhlýðni til þess að hvetja til minni notkunar dýraafurða, lýstu því yfir að hinir handteknu aðgerðasinnar væru hluti af samtökum þeirra. Einn mótmæla, sem var handtekinn af lögreglu, sagði að hann vildi að konungsfjölskyldan hætti að leyfa dýrahald á landi í hennar eigu og leyfði landsvæðunum að verða villt að nýju. Um 1.500 hermenn taka þátt í skrúðgöngunni, sem fer fram á hverju ári á afmælisdegi drottningarinnar. Skrúðgangan var opnunaratriðið í fjögurra daga hátíðarhöldum til þess að fagna sjötíu ára valdaafmæli drottningarinnar. Elísabet sjálf tók þátt í skrúðgöngunni árlega til ársins 1986 og sat hún þá hest í göngunni. Árið 1981 átti sér stað heldur ógnvænlegt atvik í göngunni þegar karlmaður skaut að henni sex púðurskotum þegar hún reið hjá. Hún náði þó að halda stjórn á hestinum sínum, sem var mjög brugðið, og meiddist ekki við atvikið. Maðurinn var handtekinn.
Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira