Tíminn er takmörkuð auðlind! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 3. júní 2022 07:00 Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu. Stórir samráðshópar Ég fór í mikla þverpólitíska vinnu á síðasta kjörtímabili við að gera breytingar á strandveiðikerfinu ásamt ýmsum ráðstöfunum sem gögnuðust sjávarbygggðunum og minni útgerðum og hefði gjarnan viljað að haldið yrði áfram á þeirri braut. Ég þekki vel til vinnu í stórum samráðshópum um fiskveiðistjórnarkerfið eins og þeirri sem sett var á fót árin 2009 til 2012 þar sem útkoman var fjöldi sérálita og bókana og frumvarp sem endaði í skrúfunni í lok kjörtímabilsins. Hverjir vilja engu breyta Það eru ekki bara stórútgerðirnar sem vilja engar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu heldur eru það líka fjármálafyrirtækin sem setja stólinn fyrir dyrnar með veðsetningu í auðlindinni þetta vitum við sem höfum setið í slíkum nefndum og glímt við þessi mál á þingi. Ég hefði gjarnan viljað sjá að nýttar væru allar þær skýrslur og upplýsingar sem nú þegar liggja fyrir með aðkoma allra flokka og ótal sérfræðinga og hafist yrði handa við að gera þær breytingar strax sem blasir við að gera þurfi. Hefjast handa á fyrirliggjandi upplýsingum Þar má nefna t.d. að koma útgerðum undir kvótaþakið og nýta og efla félagslega hluta kerfisins markvisst til þeirra sem því var ætlað að nýtast í upphafi ,taka á endurvigtun,brottkasti og kvótabraski/að þeir borgi veiðigjöld sem leigi frá sér kvóta og koma á leigupotti ríkisins fyrir kvótalitlar útgerðir eða kvótalausar og skylda hluta afla á uppboð á fiskmarkaði og að innlendar fiskvinnslu hafi forganga í að bjóða í fisk sem seldur er óunninn úr landi svo tekin séu nokkur brýn dæmi. Því miður er það lenska í íslenskum stjórnmálum að ætla alltaf að finna upp hjólið í stað þess að skipta strax um þá hlekki í keðjunni sem ónýtar eru. Sporin hræða Sporin hræða um útkomu úr stórum nefndum um heildarendurskoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu þó markmiðin séu göfug þá eru þau vörðuð ótal pyttum og ekki miklar líkur á að hægt verði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað þarf til svo skapa megi meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið til framtíðar, nema að það yrði þá minnsti samnefnari sem litlu skipti eða eingöngu hækkun veiðigjalda og engin kerfisbreyting. Tíminn til aðgerða er skammur Tíminn er takmörkuð auðlind og brýnt er að nýta hann vel í þágu þeirra sem órétti eru beittir í ranglátu kvótakerfi sem er að festa sig enn betur í sessi eftir því sem árin líða. Tryggja þarf atvinnurétt og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna og koma í veg fyrir enn meiri samþjöppun í greininn og auðsöfnunn fárra. Tryggja þarf sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá og að greinin skili þjóðinni sanngjarnri rentu af sameiginlegri auðlind með sjálfbærri nýtingu að leiðarljósi. Varaþingmaður VG NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu. Stórir samráðshópar Ég fór í mikla þverpólitíska vinnu á síðasta kjörtímabili við að gera breytingar á strandveiðikerfinu ásamt ýmsum ráðstöfunum sem gögnuðust sjávarbygggðunum og minni útgerðum og hefði gjarnan viljað að haldið yrði áfram á þeirri braut. Ég þekki vel til vinnu í stórum samráðshópum um fiskveiðistjórnarkerfið eins og þeirri sem sett var á fót árin 2009 til 2012 þar sem útkoman var fjöldi sérálita og bókana og frumvarp sem endaði í skrúfunni í lok kjörtímabilsins. Hverjir vilja engu breyta Það eru ekki bara stórútgerðirnar sem vilja engar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu heldur eru það líka fjármálafyrirtækin sem setja stólinn fyrir dyrnar með veðsetningu í auðlindinni þetta vitum við sem höfum setið í slíkum nefndum og glímt við þessi mál á þingi. Ég hefði gjarnan viljað sjá að nýttar væru allar þær skýrslur og upplýsingar sem nú þegar liggja fyrir með aðkoma allra flokka og ótal sérfræðinga og hafist yrði handa við að gera þær breytingar strax sem blasir við að gera þurfi. Hefjast handa á fyrirliggjandi upplýsingum Þar má nefna t.d. að koma útgerðum undir kvótaþakið og nýta og efla félagslega hluta kerfisins markvisst til þeirra sem því var ætlað að nýtast í upphafi ,taka á endurvigtun,brottkasti og kvótabraski/að þeir borgi veiðigjöld sem leigi frá sér kvóta og koma á leigupotti ríkisins fyrir kvótalitlar útgerðir eða kvótalausar og skylda hluta afla á uppboð á fiskmarkaði og að innlendar fiskvinnslu hafi forganga í að bjóða í fisk sem seldur er óunninn úr landi svo tekin séu nokkur brýn dæmi. Því miður er það lenska í íslenskum stjórnmálum að ætla alltaf að finna upp hjólið í stað þess að skipta strax um þá hlekki í keðjunni sem ónýtar eru. Sporin hræða Sporin hræða um útkomu úr stórum nefndum um heildarendurskoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu þó markmiðin séu göfug þá eru þau vörðuð ótal pyttum og ekki miklar líkur á að hægt verði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað þarf til svo skapa megi meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið til framtíðar, nema að það yrði þá minnsti samnefnari sem litlu skipti eða eingöngu hækkun veiðigjalda og engin kerfisbreyting. Tíminn til aðgerða er skammur Tíminn er takmörkuð auðlind og brýnt er að nýta hann vel í þágu þeirra sem órétti eru beittir í ranglátu kvótakerfi sem er að festa sig enn betur í sessi eftir því sem árin líða. Tryggja þarf atvinnurétt og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna og koma í veg fyrir enn meiri samþjöppun í greininn og auðsöfnunn fárra. Tryggja þarf sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá og að greinin skili þjóðinni sanngjarnri rentu af sameiginlegri auðlind með sjálfbærri nýtingu að leiðarljósi. Varaþingmaður VG NV kjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar