Frá þessu er greint í Fréttablaðinu og haft eftir Ingólfi Bender, aðalhagfræðingi Samtaka iðnaðarins, að nú séu um 15 þúsund manns starfandi í byggingageiranum. Fjölgunin síðasta ár sé ekki nóg til að standa undir eftirspurn og að flytja þurfi inn vinnuafl.
Hann segir að um sé að ræða ákveðna þversögn en á síðasta skólavetri hafi um sjö hundruð manns verið vísað frá iðnnámi vegna þess að stjórnvöld höfðu ekki lagt nægjanlegt fjármagn í iðnnám til að mæta þeirra bráðu mannaflaþörf sem væri í greininni.
Blaðið segir ennfremur frá því að fjöldi þeirra í byggingariðnaði hafi ekki náð þeim fjölda og var í mánuðina fyrir hrunið 2008 en þá hafi um 18 þúsund manns starfað í greininni.