Átak í menntamálum – skortur á vilja? Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 3. júní 2022 11:01 Átak þarf til þess að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Langvarandi skortur húsnæðis hefur orðið til þess að fasteignaverð hefur hækkað verulega á undanförnum árum og nú er svo komið að mati fjölmargra greiningaraðila að þrengingar í efnahagslífinu verði enn meiri sökum þess ástands. Það er jákvætt að nú skuli vera gerð áætlun um byggingarmagn komandi ára og slík áætlun þarf að ná til áratuga svo vel sé. Í uppbyggingunni sem framundan er verður mikil þörf fyrir iðn- og tæknimentuðu fólki sem þarf til þess að byggja húsnæðið. Því er ljóst að skólakerfið þarf að útvega fleiri einstaklinga sem hafa klárað formlega menntun í viðkomandi greinum. Á síðasta ári var 700 umsækjendum vísað frá iðnnámsgreinum í skólakerfinu. Það er eftirsóknarvert að komast í iðn- og tækninám og má þar þakka ýmsu fyrir það. En á sama tíma og við búum við skort á fólki með iðn- og tæknimenntun þá hefur ríkið tekið undir og gripið til þess að ýta undir og auka aðsókn í iðn- og tækninám. Farið var í átak á tímum heimsfaraldurs að auka vægi iðn- og tækninámsins, sem er vel. En þegar aðsókn hefur aukist þá hefur komið í ljós að menntakerfið hefur ekki verið nægilega tilbúið að taka á móti auknum fjölda sem mér skilst að orsakist fyrst og fremst á því að fjármagn skorti, það skorti nemendaígildi sem fjármagnað er af ríkinu. Reiknilíkanið sem notað er segir stopp. „Computer says NO“ Ég heyri að í dag þegar verið er að fara yfir umsóknir í iðn- og tækninám muni fjöldi þess sem vísað verði frá vera enn meiri en í fyrra. Fjöldinn muni mögulega fara yfir 1.000 nemendur! Þá er spurt, hvað skýrir þessa stöðu á sama tíma og vinnumarkaðurinn öskrar eftir fleiri menntuðum einstaklingum í þessum greinum? Jú svo virðist sem að samdráttur sé í þessum nemendaígildum eða sem sagt fjölda námsplássa sem bjóða megi upp á. Fjölgun í heimsfaraldri sé að valda því að samdráttur verði núna. Það er hægt að finna leiðir til að kennsluhúsnæði dugi til, kennarar eru til staðar þó fjölgun þar sé nauðsynleg til lengri tíma. Það vantar því fyrst og fremst aukið fjármagn í iðn- og tæknigreinar. Það þarf að fjölga námsplássum sem menntakerfið má fylla. Það vantar raunverulegar aðgerðir strax til að bjóða fólki á öllum aldri að sækja í iðn- og tækninám. Það þarf fjármagn og samstarf menntastofnanna víðsvegar um landið til þess að anna þörfum markaðarins. Þetta þarf að gerast strax. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skóla - og menntamál Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Átak þarf til þess að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Langvarandi skortur húsnæðis hefur orðið til þess að fasteignaverð hefur hækkað verulega á undanförnum árum og nú er svo komið að mati fjölmargra greiningaraðila að þrengingar í efnahagslífinu verði enn meiri sökum þess ástands. Það er jákvætt að nú skuli vera gerð áætlun um byggingarmagn komandi ára og slík áætlun þarf að ná til áratuga svo vel sé. Í uppbyggingunni sem framundan er verður mikil þörf fyrir iðn- og tæknimentuðu fólki sem þarf til þess að byggja húsnæðið. Því er ljóst að skólakerfið þarf að útvega fleiri einstaklinga sem hafa klárað formlega menntun í viðkomandi greinum. Á síðasta ári var 700 umsækjendum vísað frá iðnnámsgreinum í skólakerfinu. Það er eftirsóknarvert að komast í iðn- og tækninám og má þar þakka ýmsu fyrir það. En á sama tíma og við búum við skort á fólki með iðn- og tæknimenntun þá hefur ríkið tekið undir og gripið til þess að ýta undir og auka aðsókn í iðn- og tækninám. Farið var í átak á tímum heimsfaraldurs að auka vægi iðn- og tækninámsins, sem er vel. En þegar aðsókn hefur aukist þá hefur komið í ljós að menntakerfið hefur ekki verið nægilega tilbúið að taka á móti auknum fjölda sem mér skilst að orsakist fyrst og fremst á því að fjármagn skorti, það skorti nemendaígildi sem fjármagnað er af ríkinu. Reiknilíkanið sem notað er segir stopp. „Computer says NO“ Ég heyri að í dag þegar verið er að fara yfir umsóknir í iðn- og tækninám muni fjöldi þess sem vísað verði frá vera enn meiri en í fyrra. Fjöldinn muni mögulega fara yfir 1.000 nemendur! Þá er spurt, hvað skýrir þessa stöðu á sama tíma og vinnumarkaðurinn öskrar eftir fleiri menntuðum einstaklingum í þessum greinum? Jú svo virðist sem að samdráttur sé í þessum nemendaígildum eða sem sagt fjölda námsplássa sem bjóða megi upp á. Fjölgun í heimsfaraldri sé að valda því að samdráttur verði núna. Það er hægt að finna leiðir til að kennsluhúsnæði dugi til, kennarar eru til staðar þó fjölgun þar sé nauðsynleg til lengri tíma. Það vantar því fyrst og fremst aukið fjármagn í iðn- og tæknigreinar. Það þarf að fjölga námsplássum sem menntakerfið má fylla. Það vantar raunverulegar aðgerðir strax til að bjóða fólki á öllum aldri að sækja í iðn- og tækninám. Það þarf fjármagn og samstarf menntastofnanna víðsvegar um landið til þess að anna þörfum markaðarins. Þetta þarf að gerast strax. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun