Fundinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland hóf keppni í B-deild Þjóðadeildarinnar á fimmtudagskvöld með 2-2 jafntefli við Ísrael og náði sér þar með í stig í fyrsta sinn frá stofnun keppninnar.
Leikurinn á morgun er fyrsti leikur Albaníu í riðlinum. Fjórða liðið í riðlinum átti að vera Rússland en því var sparkað úr keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Ísland á því ekki á hættu að falla niður í C-deild en keppir við Albaníu og Ísrael um efsta sætið sem skila myndi liðinu upp í A-deild, sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í næstu undankeppni EM og öruggu sæti í umspili fyrir EM ef á þarf að halda.