Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Óttar Kolbeinsson Proppé og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 3. júní 2022 13:20 Lilja og Bjarni hafa síðustu daga tekist á um frumvarp Lilju um kvikmyndastyrki og hvort það sé vanfjármagnað eða ekki. vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. Undanfarna daga hafa ráðherrarnir tekist á vegna frumvarps Lilju um hækkun á endurgreiðsluhlutfall til kvikmyndagerðar. Eftir að það var lagt fram steig fjármálaráðuneytið fram og gagnrýndi það. Það væri ófjármagnað og ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum. Þessu svaraði Lilja fullum hálsi í fjölmiðlum í gær en þrátt fyrir það var málið ekki rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Nei, nei, og þetta er í mínum huga stormur í vatnsglasi,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Þetta er mjög einfalt tæknilegt mál í sjálfu sér. Spurningin er bara þessi; hvort hafi verið lagt fullnægjandi mat á fjárhagsleg áhrif frumvarpsins og við töldum að það hefði ekki verið gert. Ef það er misskilningur hjá fjármálaráðuneytinu þá eru allar fjárheimildir til staðar og þá þarf enginn að hafa áhyggjur,“ segir Bjarni. Eðlilegt að takast á Hann telur ráðuneytið gera allt rétt með því að benda á að frumvarpið sé ekki fjármagnað. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjármálaráðherranum er haldið til ábyrgðar fyrir það að benda á staðreyndir en það er það eina sem við erum að gera,“ segir hann. Lilja sagði í gær að samið hefði verið um málið í ríkisstjórnarsáttmála og það væru mistök ráðuneytisins ef það hefði ekki gert ráð fyrir styrkjunum í fjárlögum. Spurður hvort það ríkti þá sátt á milli ráðherranna sagði Bjarni: „Heyrðu, við erum hérna í ríkisstjórn saman, við erum að leysa úr alls konar hlutum á hverjum degi og eigum ágætis samstarf.“ Því hefur verið velt upp í fjölmiðlum, bæði í Tíufréttum RÚV í gær og í Fréttablaðinu í morgun hvort Bjarni væri hér að refsa Lilju fyrir gagnrýni sína á söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu. Spurður hvort eitthvað sé til í þessu fer Bjarni að hlæja: „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til að koma illu til leiðar og er algjörlega út í hött.“ Málið hafi ekki neikvæð áhrif á samstarfið Lilja segir sjálf að það sé eðlilegt að þau Bjarni takist á um þau mál sem skiptu þau máli. „Og þessi umsögn [fjármálaráðuneytisins] er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni. Og það höfum við gert; ég fór ásamt mínu starfsfólki á fund atvinnuveganefndar og fór yfir þau hagrænu áhrif sem kvikmyndageirinn hefur á Íslandi,“ segir Lilja. Hefur það ekki neikvæð áhrif á samstarfið ef þið takist svona opinberlega á um mál sem þið virðist ekki nálægt því að vera sammála um? „Það gerist alls staðar að fólk er að takast á og svo kemst fólk að einhverri lausn. Það höfum við iðulega gert. Ég held að þetta sé sjötta árið þar sem við erum saman í ríkisstjórn?“ Þannig þú heldur ekki að þetta hafi neikvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Nei.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Undanfarna daga hafa ráðherrarnir tekist á vegna frumvarps Lilju um hækkun á endurgreiðsluhlutfall til kvikmyndagerðar. Eftir að það var lagt fram steig fjármálaráðuneytið fram og gagnrýndi það. Það væri ófjármagnað og ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum. Þessu svaraði Lilja fullum hálsi í fjölmiðlum í gær en þrátt fyrir það var málið ekki rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Nei, nei, og þetta er í mínum huga stormur í vatnsglasi,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Þetta er mjög einfalt tæknilegt mál í sjálfu sér. Spurningin er bara þessi; hvort hafi verið lagt fullnægjandi mat á fjárhagsleg áhrif frumvarpsins og við töldum að það hefði ekki verið gert. Ef það er misskilningur hjá fjármálaráðuneytinu þá eru allar fjárheimildir til staðar og þá þarf enginn að hafa áhyggjur,“ segir Bjarni. Eðlilegt að takast á Hann telur ráðuneytið gera allt rétt með því að benda á að frumvarpið sé ekki fjármagnað. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjármálaráðherranum er haldið til ábyrgðar fyrir það að benda á staðreyndir en það er það eina sem við erum að gera,“ segir hann. Lilja sagði í gær að samið hefði verið um málið í ríkisstjórnarsáttmála og það væru mistök ráðuneytisins ef það hefði ekki gert ráð fyrir styrkjunum í fjárlögum. Spurður hvort það ríkti þá sátt á milli ráðherranna sagði Bjarni: „Heyrðu, við erum hérna í ríkisstjórn saman, við erum að leysa úr alls konar hlutum á hverjum degi og eigum ágætis samstarf.“ Því hefur verið velt upp í fjölmiðlum, bæði í Tíufréttum RÚV í gær og í Fréttablaðinu í morgun hvort Bjarni væri hér að refsa Lilju fyrir gagnrýni sína á söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu. Spurður hvort eitthvað sé til í þessu fer Bjarni að hlæja: „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til að koma illu til leiðar og er algjörlega út í hött.“ Málið hafi ekki neikvæð áhrif á samstarfið Lilja segir sjálf að það sé eðlilegt að þau Bjarni takist á um þau mál sem skiptu þau máli. „Og þessi umsögn [fjármálaráðuneytisins] er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni. Og það höfum við gert; ég fór ásamt mínu starfsfólki á fund atvinnuveganefndar og fór yfir þau hagrænu áhrif sem kvikmyndageirinn hefur á Íslandi,“ segir Lilja. Hefur það ekki neikvæð áhrif á samstarfið ef þið takist svona opinberlega á um mál sem þið virðist ekki nálægt því að vera sammála um? „Það gerist alls staðar að fólk er að takast á og svo kemst fólk að einhverri lausn. Það höfum við iðulega gert. Ég held að þetta sé sjötta árið þar sem við erum saman í ríkisstjórn?“ Þannig þú heldur ekki að þetta hafi neikvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Nei.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira