Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Óttar Kolbeinsson Proppé og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 3. júní 2022 13:20 Lilja og Bjarni hafa síðustu daga tekist á um frumvarp Lilju um kvikmyndastyrki og hvort það sé vanfjármagnað eða ekki. vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. Undanfarna daga hafa ráðherrarnir tekist á vegna frumvarps Lilju um hækkun á endurgreiðsluhlutfall til kvikmyndagerðar. Eftir að það var lagt fram steig fjármálaráðuneytið fram og gagnrýndi það. Það væri ófjármagnað og ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum. Þessu svaraði Lilja fullum hálsi í fjölmiðlum í gær en þrátt fyrir það var málið ekki rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Nei, nei, og þetta er í mínum huga stormur í vatnsglasi,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Þetta er mjög einfalt tæknilegt mál í sjálfu sér. Spurningin er bara þessi; hvort hafi verið lagt fullnægjandi mat á fjárhagsleg áhrif frumvarpsins og við töldum að það hefði ekki verið gert. Ef það er misskilningur hjá fjármálaráðuneytinu þá eru allar fjárheimildir til staðar og þá þarf enginn að hafa áhyggjur,“ segir Bjarni. Eðlilegt að takast á Hann telur ráðuneytið gera allt rétt með því að benda á að frumvarpið sé ekki fjármagnað. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjármálaráðherranum er haldið til ábyrgðar fyrir það að benda á staðreyndir en það er það eina sem við erum að gera,“ segir hann. Lilja sagði í gær að samið hefði verið um málið í ríkisstjórnarsáttmála og það væru mistök ráðuneytisins ef það hefði ekki gert ráð fyrir styrkjunum í fjárlögum. Spurður hvort það ríkti þá sátt á milli ráðherranna sagði Bjarni: „Heyrðu, við erum hérna í ríkisstjórn saman, við erum að leysa úr alls konar hlutum á hverjum degi og eigum ágætis samstarf.“ Því hefur verið velt upp í fjölmiðlum, bæði í Tíufréttum RÚV í gær og í Fréttablaðinu í morgun hvort Bjarni væri hér að refsa Lilju fyrir gagnrýni sína á söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu. Spurður hvort eitthvað sé til í þessu fer Bjarni að hlæja: „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til að koma illu til leiðar og er algjörlega út í hött.“ Málið hafi ekki neikvæð áhrif á samstarfið Lilja segir sjálf að það sé eðlilegt að þau Bjarni takist á um þau mál sem skiptu þau máli. „Og þessi umsögn [fjármálaráðuneytisins] er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni. Og það höfum við gert; ég fór ásamt mínu starfsfólki á fund atvinnuveganefndar og fór yfir þau hagrænu áhrif sem kvikmyndageirinn hefur á Íslandi,“ segir Lilja. Hefur það ekki neikvæð áhrif á samstarfið ef þið takist svona opinberlega á um mál sem þið virðist ekki nálægt því að vera sammála um? „Það gerist alls staðar að fólk er að takast á og svo kemst fólk að einhverri lausn. Það höfum við iðulega gert. Ég held að þetta sé sjötta árið þar sem við erum saman í ríkisstjórn?“ Þannig þú heldur ekki að þetta hafi neikvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Nei.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Undanfarna daga hafa ráðherrarnir tekist á vegna frumvarps Lilju um hækkun á endurgreiðsluhlutfall til kvikmyndagerðar. Eftir að það var lagt fram steig fjármálaráðuneytið fram og gagnrýndi það. Það væri ófjármagnað og ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum. Þessu svaraði Lilja fullum hálsi í fjölmiðlum í gær en þrátt fyrir það var málið ekki rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Nei, nei, og þetta er í mínum huga stormur í vatnsglasi,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Þetta er mjög einfalt tæknilegt mál í sjálfu sér. Spurningin er bara þessi; hvort hafi verið lagt fullnægjandi mat á fjárhagsleg áhrif frumvarpsins og við töldum að það hefði ekki verið gert. Ef það er misskilningur hjá fjármálaráðuneytinu þá eru allar fjárheimildir til staðar og þá þarf enginn að hafa áhyggjur,“ segir Bjarni. Eðlilegt að takast á Hann telur ráðuneytið gera allt rétt með því að benda á að frumvarpið sé ekki fjármagnað. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjármálaráðherranum er haldið til ábyrgðar fyrir það að benda á staðreyndir en það er það eina sem við erum að gera,“ segir hann. Lilja sagði í gær að samið hefði verið um málið í ríkisstjórnarsáttmála og það væru mistök ráðuneytisins ef það hefði ekki gert ráð fyrir styrkjunum í fjárlögum. Spurður hvort það ríkti þá sátt á milli ráðherranna sagði Bjarni: „Heyrðu, við erum hérna í ríkisstjórn saman, við erum að leysa úr alls konar hlutum á hverjum degi og eigum ágætis samstarf.“ Því hefur verið velt upp í fjölmiðlum, bæði í Tíufréttum RÚV í gær og í Fréttablaðinu í morgun hvort Bjarni væri hér að refsa Lilju fyrir gagnrýni sína á söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu. Spurður hvort eitthvað sé til í þessu fer Bjarni að hlæja: „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til að koma illu til leiðar og er algjörlega út í hött.“ Málið hafi ekki neikvæð áhrif á samstarfið Lilja segir sjálf að það sé eðlilegt að þau Bjarni takist á um þau mál sem skiptu þau máli. „Og þessi umsögn [fjármálaráðuneytisins] er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni. Og það höfum við gert; ég fór ásamt mínu starfsfólki á fund atvinnuveganefndar og fór yfir þau hagrænu áhrif sem kvikmyndageirinn hefur á Íslandi,“ segir Lilja. Hefur það ekki neikvæð áhrif á samstarfið ef þið takist svona opinberlega á um mál sem þið virðist ekki nálægt því að vera sammála um? „Það gerist alls staðar að fólk er að takast á og svo kemst fólk að einhverri lausn. Það höfum við iðulega gert. Ég held að þetta sé sjötta árið þar sem við erum saman í ríkisstjórn?“ Þannig þú heldur ekki að þetta hafi neikvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Nei.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira