Þingmaður sýndi vopnabúrið á fundi um skotvopnalöggjöf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2022 13:30 Þingmaðurinn Greg Steube sýndi vopnabúrið á þingfundi dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. AP Photo/J. Scott Applewhite Greg Steube, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, sýndi vopnabúr sitt er hann þótt þátt í nefndarstörfum dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar í gær, þar sem frumvarp um hert aðgengi að skotvopnum og tengdum vörum var til umræðu. Nefndin hélt maranþonfund í gær þar sem verið var að ræða frumvarp sem ætlað er að setja ýmsar skorður á aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Þó talið sé líklegt að frumvarpið verði samþykkt í fulltrúadeildinni er afar ólíklegt að það verði að lögum, þar sem öldungadeild þingsins þarf einnig að samþykkja frumvarpið. Þar er talið að hörð mótstaða Repúblikana við umbótum þegar kemur að skotvopnalöggjöf komi í veg fyrir að frumvarpið verði samþykkt. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin“ Fjölmiðlar ytra hafa nefnt hegðun þingmannsins Steube á nefndarfundinum í gær, sem dæmi um andstöðu Repúblikana við aðgerðir til að takmarka aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Steube, sem er þingmaður Repúblikana í Flórída, var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Til þess að lýsa andstöðu hans við ákvæði í frumvarpinu sem ætlað er að banna skothylki sem hýsa mörg skot, dró hann upp fjölmargar byssur úr eigin vopnabúri, og sýndi öðrum nefndarmönnum. „Hér er byssa sem ég geng með á hverjum einasta degi til að verja sjálfan mig, fjölskyldu mína, eiginkonu mína og heimili mitt. Þetta er XL Sig Sauer P365, sem kemur með fimmtán skota skothylki,“ sagði Steube. Tók hann skothylkið úr og tók upp annað sem hann sagði vera sjö skota skothylki, sem samkvæmt frumvarpinu væru löglegt. „Það passar ekki, svo þessi byssa yrði bönnuð.“ Sýndi hann einnig fjölmargar skammbyssur sem myndu verða ólöglegar nái frumvarpið fram að ganga. Þingmaður demókrata frá Texas, Sheila Jackson Lee, skaust inn í umræðuna á einum tímapukti, á meðan Steube sýndi vopnabúrið. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin,“ sagði Jackson Lee. „Ég er heima hjá mér, ég get gert það sem mér sýnist við byssurnar mínar,“ svaraði Steube um hæl Biden kallar eftir aðgerðum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. Í síðasta mánuði létust fleiri en þrjátíu í tveimur stórum skotárásum; önnur átti sér stað í grunnskóla í Texas en hin í matvöruverslun í New York ríki. Biden kallaði einnig eftir því að bann yrði sett gegn skotfærum með mörgum skotum og benti á að almennir borgarar gætu, eins og sakir standa, keypt skotvopn með þrjú hundruð skota skothylkjum. Sem fyrr segir er ólíklegt að til aðgerða verði gripið, vegna andstöðu Repúblikana á þingi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Nefndin hélt maranþonfund í gær þar sem verið var að ræða frumvarp sem ætlað er að setja ýmsar skorður á aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Þó talið sé líklegt að frumvarpið verði samþykkt í fulltrúadeildinni er afar ólíklegt að það verði að lögum, þar sem öldungadeild þingsins þarf einnig að samþykkja frumvarpið. Þar er talið að hörð mótstaða Repúblikana við umbótum þegar kemur að skotvopnalöggjöf komi í veg fyrir að frumvarpið verði samþykkt. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin“ Fjölmiðlar ytra hafa nefnt hegðun þingmannsins Steube á nefndarfundinum í gær, sem dæmi um andstöðu Repúblikana við aðgerðir til að takmarka aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Steube, sem er þingmaður Repúblikana í Flórída, var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Til þess að lýsa andstöðu hans við ákvæði í frumvarpinu sem ætlað er að banna skothylki sem hýsa mörg skot, dró hann upp fjölmargar byssur úr eigin vopnabúri, og sýndi öðrum nefndarmönnum. „Hér er byssa sem ég geng með á hverjum einasta degi til að verja sjálfan mig, fjölskyldu mína, eiginkonu mína og heimili mitt. Þetta er XL Sig Sauer P365, sem kemur með fimmtán skota skothylki,“ sagði Steube. Tók hann skothylkið úr og tók upp annað sem hann sagði vera sjö skota skothylki, sem samkvæmt frumvarpinu væru löglegt. „Það passar ekki, svo þessi byssa yrði bönnuð.“ Sýndi hann einnig fjölmargar skammbyssur sem myndu verða ólöglegar nái frumvarpið fram að ganga. Þingmaður demókrata frá Texas, Sheila Jackson Lee, skaust inn í umræðuna á einum tímapukti, á meðan Steube sýndi vopnabúrið. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin,“ sagði Jackson Lee. „Ég er heima hjá mér, ég get gert það sem mér sýnist við byssurnar mínar,“ svaraði Steube um hæl Biden kallar eftir aðgerðum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. Í síðasta mánuði létust fleiri en þrjátíu í tveimur stórum skotárásum; önnur átti sér stað í grunnskóla í Texas en hin í matvöruverslun í New York ríki. Biden kallaði einnig eftir því að bann yrði sett gegn skotfærum með mörgum skotum og benti á að almennir borgarar gætu, eins og sakir standa, keypt skotvopn með þrjú hundruð skota skothylkjum. Sem fyrr segir er ólíklegt að til aðgerða verði gripið, vegna andstöðu Repúblikana á þingi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30
„Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55
Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent