Samuel Eto‘o verður sóttur til saka Atli Arason skrifar 4. júní 2022 07:02 Eto'o fagnar marki sínu með Barcelona gegn Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2006. Getty Images Fyrrum knattspyrnumaðurinn Samuel Eto‘o er í vandræðum á Spáni. Eto'o mun í annað sinn verða sóttur til saka eftir að hafa neitað að greiða meðlagsgreiðslur. Eto‘o á 22 ára gamla dóttur að nafni Erika do Rosario Nieves. Hann hefur þó alla tíð neitað að eiga stúlkuna þrátt fyrir að DNA gögn sýna að hann sé faðirinn. Móðir Eriku, Adileusa do Rosario, kemur frá Grænhöfðaeyjum en hún var í viðtali hjá spænska miðlinum La Vanguardia í vikunni þar sem hún greindi frá kynnum sínum við Eto‘o en þau kynntust fyrst á næturklúbb í Madríd árið 1997. Adileusa segir meðal annars í viðtalinu að dóttir þeirra, Erika, hafi átt við nýrnavandamál að stríða þegar hún var þriggja ára gömul og þurft að fara í uppskurð. Fyrir aðgerð á Eriku urðu læknar að fá að vita sjúkdómssögu beggja foreldra. Adileusa bað þá sameiginlegan við hennar og Eto‘o að hafa samband við leikmanninn sem svaraði að honum væri alveg sama, fyrir honum væri bæði móðirin og dóttirin dauð. Eto‘o hefur ekki verið til staðar fyrir mæðginin á neinum tímapunkti þrátt fyrir að hafa lofað því í upphafi að sögn Adileusa. Móðirin fann sig knúna til að höfða dómsmál gegn framherjanum árið 2018 sem lauk með dómsuppkvaðningu í febrúar á þessu ári. Eto‘o átti að greiða meðlag upp á 1.400 evrur á mánuði frá því að málið hófst, samtals u.þ.b. 40 þúsund evrur. Eto‘o hefur ekki greitt þessa upphæð og Adileusa do Rosario gaf það út að hún ætli að sækja hann til saka á ný fyrir að una dómnum ekki. Á sínum ferli vann Samuel Eto‘o Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum en hann lék með liðum á borð við Barcelona, Inter, Real Madrid, Chelsea og Everton. Hann skoraði 293 mörk í 587 leikjum á ferlinum og er markahæsti leikmaður Kamerún frá upphafi með 56 mök í 118 leikjum. Eto‘o er metin á 16,4 milljónir dollara samkvæmt lista Forbes og er enn þá á meðal ríkustu knattspyrnumanna frá Afríku þrátt fyrir að hafa hætt allri fótboltaiðkun fyrir 3 árum síðan. Meðlagsgreiðslunar ættu því ekki að vera mikið vandamál fyrir Kamerúnann. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Eto‘o á 22 ára gamla dóttur að nafni Erika do Rosario Nieves. Hann hefur þó alla tíð neitað að eiga stúlkuna þrátt fyrir að DNA gögn sýna að hann sé faðirinn. Móðir Eriku, Adileusa do Rosario, kemur frá Grænhöfðaeyjum en hún var í viðtali hjá spænska miðlinum La Vanguardia í vikunni þar sem hún greindi frá kynnum sínum við Eto‘o en þau kynntust fyrst á næturklúbb í Madríd árið 1997. Adileusa segir meðal annars í viðtalinu að dóttir þeirra, Erika, hafi átt við nýrnavandamál að stríða þegar hún var þriggja ára gömul og þurft að fara í uppskurð. Fyrir aðgerð á Eriku urðu læknar að fá að vita sjúkdómssögu beggja foreldra. Adileusa bað þá sameiginlegan við hennar og Eto‘o að hafa samband við leikmanninn sem svaraði að honum væri alveg sama, fyrir honum væri bæði móðirin og dóttirin dauð. Eto‘o hefur ekki verið til staðar fyrir mæðginin á neinum tímapunkti þrátt fyrir að hafa lofað því í upphafi að sögn Adileusa. Móðirin fann sig knúna til að höfða dómsmál gegn framherjanum árið 2018 sem lauk með dómsuppkvaðningu í febrúar á þessu ári. Eto‘o átti að greiða meðlag upp á 1.400 evrur á mánuði frá því að málið hófst, samtals u.þ.b. 40 þúsund evrur. Eto‘o hefur ekki greitt þessa upphæð og Adileusa do Rosario gaf það út að hún ætli að sækja hann til saka á ný fyrir að una dómnum ekki. Á sínum ferli vann Samuel Eto‘o Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum en hann lék með liðum á borð við Barcelona, Inter, Real Madrid, Chelsea og Everton. Hann skoraði 293 mörk í 587 leikjum á ferlinum og er markahæsti leikmaður Kamerún frá upphafi með 56 mök í 118 leikjum. Eto‘o er metin á 16,4 milljónir dollara samkvæmt lista Forbes og er enn þá á meðal ríkustu knattspyrnumanna frá Afríku þrátt fyrir að hafa hætt allri fótboltaiðkun fyrir 3 árum síðan. Meðlagsgreiðslunar ættu því ekki að vera mikið vandamál fyrir Kamerúnann.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira