Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2022 09:25 Ratsjárstöðin í Færeyjum. Hún er í 750 metra hæð á Sornfelli um tólf kílómetra norðvestan Þórshafnar. Wikimedia/Erik Christensen, Porkeri Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. Ratsjármálið hefur verið eldheitt í færeyskum stjórnmálum. Þannig hótuðu forystumenn tveggja stjórnarandstöðuflokka, þeir Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, og Bjarni Kárason Petersen, formaður Framsóknar, vantrauststillögu í síðustu viku gegn Jenis av Rana fyrir að bera ratsjármálið ekki undir Lögþing Færeyja. Jenis av Rana hefur látið nægja að hafa utanríkismálanefnd Lögþingsins með í ráðum og sagði Kringvarpi Færeyja að vantraustshótun myndi engu breyta þar um. Ratsjárstöð NATO á Sornfelli var upphaflega reist á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi. Samhliða kom danski herinn upp varðstöð í 260 metra hæð í Mjørkadal neðan fjallsins, um tólf kílómetra norðvestur af Þórshöfn, þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Stöðin varð einnig bitbein í Færeyjum rétt eins og Keflavíkurstöðin á Íslandi. Það var þó áskilið að hermennirnir færu aldrei út úr stöðinni klæddir herbúningum en rekstur hennar var hluti af framlagi Dana til Atlantshafsbandalagsins. Danski herinn rak herstöðina í Mjørkadal. Hún er núna nýtt sem fangelsi.Danski herinn Ný ratsjá var sett upp á Sornfelli árið 1989 um líkt leyti og fjórar slíkar stöðvar risu á Íslandi; á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi við Hornafjörð. Danski herinn lokaði hins vegar stöðinni í Færeyjum í árslok 2006, þremur mánuðum eftir að bandaríski herinn fór frá Íslandi. Herskálarnir voru síðar teknir undir fangelsi. Ólíkt því sem gerðist á Íslandi, þar sem rekstri ratsjárstöðvanna var haldið áfram eftir brottför hersins, var slökkt á ratsjánni í Færeyjum. Danski varnarmálasérfræðingurinn Hans Peter Michaelsen sagði í grein í fyrra að við þetta hafi myndast gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar hafi getað komist óséðar í gegnum. Það sé þetta gat sem NATO vilji stoppa upp í með nýrri ratsjá. Danska þjóðþingið samþykkti í febrúar í fyrra að verja 7,5 milljörðum króna til ratsjárstöðvar í Færeyjum, en með þeim fyrirvara að landsstjórn Færeyinga samþykkti áformin. Efnt var til mótmælafundar í miðbæ Þórshafnar í fyrrasumar. Samtímis efndu íslenskir herstöðvaandstæðingar til samstöðumótmæla við færeysku sendiskrifstofuna við Túngötu í Reykjavík. Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Ratsjármálið hefur verið eldheitt í færeyskum stjórnmálum. Þannig hótuðu forystumenn tveggja stjórnarandstöðuflokka, þeir Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, og Bjarni Kárason Petersen, formaður Framsóknar, vantrauststillögu í síðustu viku gegn Jenis av Rana fyrir að bera ratsjármálið ekki undir Lögþing Færeyja. Jenis av Rana hefur látið nægja að hafa utanríkismálanefnd Lögþingsins með í ráðum og sagði Kringvarpi Færeyja að vantraustshótun myndi engu breyta þar um. Ratsjárstöð NATO á Sornfelli var upphaflega reist á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi. Samhliða kom danski herinn upp varðstöð í 260 metra hæð í Mjørkadal neðan fjallsins, um tólf kílómetra norðvestur af Þórshöfn, þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Stöðin varð einnig bitbein í Færeyjum rétt eins og Keflavíkurstöðin á Íslandi. Það var þó áskilið að hermennirnir færu aldrei út úr stöðinni klæddir herbúningum en rekstur hennar var hluti af framlagi Dana til Atlantshafsbandalagsins. Danski herinn rak herstöðina í Mjørkadal. Hún er núna nýtt sem fangelsi.Danski herinn Ný ratsjá var sett upp á Sornfelli árið 1989 um líkt leyti og fjórar slíkar stöðvar risu á Íslandi; á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi við Hornafjörð. Danski herinn lokaði hins vegar stöðinni í Færeyjum í árslok 2006, þremur mánuðum eftir að bandaríski herinn fór frá Íslandi. Herskálarnir voru síðar teknir undir fangelsi. Ólíkt því sem gerðist á Íslandi, þar sem rekstri ratsjárstöðvanna var haldið áfram eftir brottför hersins, var slökkt á ratsjánni í Færeyjum. Danski varnarmálasérfræðingurinn Hans Peter Michaelsen sagði í grein í fyrra að við þetta hafi myndast gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar hafi getað komist óséðar í gegnum. Það sé þetta gat sem NATO vilji stoppa upp í með nýrri ratsjá. Danska þjóðþingið samþykkti í febrúar í fyrra að verja 7,5 milljörðum króna til ratsjárstöðvar í Færeyjum, en með þeim fyrirvara að landsstjórn Færeyinga samþykkti áformin. Efnt var til mótmælafundar í miðbæ Þórshafnar í fyrrasumar. Samtímis efndu íslenskir herstöðvaandstæðingar til samstöðumótmæla við færeysku sendiskrifstofuna við Túngötu í Reykjavík.
Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira