Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2022 09:25 Ratsjárstöðin í Færeyjum. Hún er í 750 metra hæð á Sornfelli um tólf kílómetra norðvestan Þórshafnar. Wikimedia/Erik Christensen, Porkeri Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. Ratsjármálið hefur verið eldheitt í færeyskum stjórnmálum. Þannig hótuðu forystumenn tveggja stjórnarandstöðuflokka, þeir Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, og Bjarni Kárason Petersen, formaður Framsóknar, vantrauststillögu í síðustu viku gegn Jenis av Rana fyrir að bera ratsjármálið ekki undir Lögþing Færeyja. Jenis av Rana hefur látið nægja að hafa utanríkismálanefnd Lögþingsins með í ráðum og sagði Kringvarpi Færeyja að vantraustshótun myndi engu breyta þar um. Ratsjárstöð NATO á Sornfelli var upphaflega reist á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi. Samhliða kom danski herinn upp varðstöð í 260 metra hæð í Mjørkadal neðan fjallsins, um tólf kílómetra norðvestur af Þórshöfn, þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Stöðin varð einnig bitbein í Færeyjum rétt eins og Keflavíkurstöðin á Íslandi. Það var þó áskilið að hermennirnir færu aldrei út úr stöðinni klæddir herbúningum en rekstur hennar var hluti af framlagi Dana til Atlantshafsbandalagsins. Danski herinn rak herstöðina í Mjørkadal. Hún er núna nýtt sem fangelsi.Danski herinn Ný ratsjá var sett upp á Sornfelli árið 1989 um líkt leyti og fjórar slíkar stöðvar risu á Íslandi; á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi við Hornafjörð. Danski herinn lokaði hins vegar stöðinni í Færeyjum í árslok 2006, þremur mánuðum eftir að bandaríski herinn fór frá Íslandi. Herskálarnir voru síðar teknir undir fangelsi. Ólíkt því sem gerðist á Íslandi, þar sem rekstri ratsjárstöðvanna var haldið áfram eftir brottför hersins, var slökkt á ratsjánni í Færeyjum. Danski varnarmálasérfræðingurinn Hans Peter Michaelsen sagði í grein í fyrra að við þetta hafi myndast gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar hafi getað komist óséðar í gegnum. Það sé þetta gat sem NATO vilji stoppa upp í með nýrri ratsjá. Danska þjóðþingið samþykkti í febrúar í fyrra að verja 7,5 milljörðum króna til ratsjárstöðvar í Færeyjum, en með þeim fyrirvara að landsstjórn Færeyinga samþykkti áformin. Efnt var til mótmælafundar í miðbæ Þórshafnar í fyrrasumar. Samtímis efndu íslenskir herstöðvaandstæðingar til samstöðumótmæla við færeysku sendiskrifstofuna við Túngötu í Reykjavík. Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Ratsjármálið hefur verið eldheitt í færeyskum stjórnmálum. Þannig hótuðu forystumenn tveggja stjórnarandstöðuflokka, þeir Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, og Bjarni Kárason Petersen, formaður Framsóknar, vantrauststillögu í síðustu viku gegn Jenis av Rana fyrir að bera ratsjármálið ekki undir Lögþing Færeyja. Jenis av Rana hefur látið nægja að hafa utanríkismálanefnd Lögþingsins með í ráðum og sagði Kringvarpi Færeyja að vantraustshótun myndi engu breyta þar um. Ratsjárstöð NATO á Sornfelli var upphaflega reist á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi. Samhliða kom danski herinn upp varðstöð í 260 metra hæð í Mjørkadal neðan fjallsins, um tólf kílómetra norðvestur af Þórshöfn, þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Stöðin varð einnig bitbein í Færeyjum rétt eins og Keflavíkurstöðin á Íslandi. Það var þó áskilið að hermennirnir færu aldrei út úr stöðinni klæddir herbúningum en rekstur hennar var hluti af framlagi Dana til Atlantshafsbandalagsins. Danski herinn rak herstöðina í Mjørkadal. Hún er núna nýtt sem fangelsi.Danski herinn Ný ratsjá var sett upp á Sornfelli árið 1989 um líkt leyti og fjórar slíkar stöðvar risu á Íslandi; á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi við Hornafjörð. Danski herinn lokaði hins vegar stöðinni í Færeyjum í árslok 2006, þremur mánuðum eftir að bandaríski herinn fór frá Íslandi. Herskálarnir voru síðar teknir undir fangelsi. Ólíkt því sem gerðist á Íslandi, þar sem rekstri ratsjárstöðvanna var haldið áfram eftir brottför hersins, var slökkt á ratsjánni í Færeyjum. Danski varnarmálasérfræðingurinn Hans Peter Michaelsen sagði í grein í fyrra að við þetta hafi myndast gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar hafi getað komist óséðar í gegnum. Það sé þetta gat sem NATO vilji stoppa upp í með nýrri ratsjá. Danska þjóðþingið samþykkti í febrúar í fyrra að verja 7,5 milljörðum króna til ratsjárstöðvar í Færeyjum, en með þeim fyrirvara að landsstjórn Færeyinga samþykkti áformin. Efnt var til mótmælafundar í miðbæ Þórshafnar í fyrrasumar. Samtímis efndu íslenskir herstöðvaandstæðingar til samstöðumótmæla við færeysku sendiskrifstofuna við Túngötu í Reykjavík.
Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira