Erlent

Lavrov kemst ekki til Serbíu eftir að ná­granna­ríkin lokuðu loft­helgi sinni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ekkert verður úr ferð Sergei Lavrov til Serbíu, sem fyrirhuguð var á morgun.
Ekkert verður úr ferð Sergei Lavrov til Serbíu, sem fyrirhuguð var á morgun. Getty/Utanríkisráðuneyti Rússlands

Fyrirhugaðri ferð Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, til Serbíu hefur verið aflýst eftir að nágrannaríki Serbíu bönnuðu flugvél hans að ferðast um lofthelgi sína. 

Þetta staðfesti háttsettur embættismaður innan utanríkisráðuneytisins í samtali við rússnesku fréttastofuna Interfax. Heimildamaðurinn staðfesti fregnir af því að Búlgaría, Norður-Makedónía og Svartfjallaland hefðu lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélinni, sem átti að ferja Lavrov til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, á morgun. 

Serbía, sem hefur lengi verið náið bandaríki Rússlands, er eitt fárra ríkja sem ekki hefur tekið afstöðu í stríði Rússlands og Úkraínu. Þá hefur landið ekki verið þátttakandi í viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Moskvu. 

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Aleksandar Vucic Serbíuforseti komust að samkomulagi um það í síðasta mánuði að Rússland myndi halda áfram að selja Serbíu jarðgas en flest önnur ríki hafa hætt olíu- og gasviðskiptum við Rússa þar sem þeir hafa krafist þess að fá greitt í rússneskum rúblum. 


Tengdar fréttir

Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar

Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×