Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales Atli Arason skrifar 6. júní 2022 23:31 Oleksandr Petrakov, þjálfari Úkraínu, á hliðarlínunni í leiknum gegn Wales. Getty Images Oleksandr Petrakov, þjálfari úkraínska landsliðsins, bað þjóð sína afsökunar og segir Úkraínumenn standa í þakkarskuld við Wales á tilfinningaþrungnum fréttamannafundi eftir 1-0 tap Úkraínu í Wales í gær. „Dauðaþögn“ var orðið sem Petrakov notaði til að lýsa því hvernig andrúmsloftið var í búningsherbergi Úkraínu eftir leik. Leikmenn liðsins fengu úkraínska fánan að gjöf fyrir leikinn í gær frá hermönnum sem eru að verja landið þeirra fyrir innrás Rússa. Á fánanum voru skilaboð til stuðnings landsliðsins. Úkraínska landsliðið í fótbolta hefur verið ljósið í myrkrinu hjá úkraínsku þjóðinni á erfiðum tímum. Liðið hafði náð lygilega góðum árangri og var einungis einum leik frá því að komast á sitt annað heimsmeistaramót frá upphafi. Landsliðsþjálfarinn var klökkur á fjölmiðlafundi eftir tapið. „Ég held að við höfum gert allt sem við gátum en ég vil að fólkið í Úkraínu muni eftir liðinu okkar, baráttuviljanum okkar. Mig langar að biðjast afsökunar á því að okkur tókst ekki að skora en svona getur fótboltinn verið. Svona fór þetta í kvöld en... ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er alveg orðlaus,“ sagði Petrakov sem átti í erfiðleikum með að halda aftur af tilfinningum sínum. „Ekki gleyma því sem er að gerast í Úkraínu. Það er stríð þar útum allt land. Það eru börn og konur að deyja á hverjum degi. Innviðir okkar hafa verið lagðir í rúst af rússneskum villimönnum.“ „Við erum bara að reyna að vernda okkar eigið landsvæði. Við biðjum ykkur um að styðja okkur, við viljum að þið skiljið allt það sem er í gangi heima hjá okkur. Það er óskandi að ekkert þessu líkt komi fyrir ykkur eða neinn annan,“ sagði Petrakov við dynjandi lófatak á fjölmiðlafundinum í Cardiff. Leikurinn í Cardiff í gær var óhefðbundin af því leyti að enginn öryggisgæsla skildi hópa stuðningsmanna hvors liðs í sundur. Ekki þurfti gæslu til að halda frið og ró, öllum virtist koma vel saman. Wales hefur tekið á móti tæplega 4.000 manns á flótta frá Úkraínu frá því að stríðið hófst. Knattspyrnusamband Wales, FAW, gaf 100 miða á völlinn til flóttafólks frá Úkraínu. Petrakov lokaði fjölmiðlafundinum með því að þakka gestgjöfunum í Wales. „Ég vil sýna Wales þakklæti. Ég óska ykkur alls hins besta á heimsmeistaramótinu. Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales. Þakka ykkur fyrir,“ sagði Petrakov að endingu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Sjá meira
„Dauðaþögn“ var orðið sem Petrakov notaði til að lýsa því hvernig andrúmsloftið var í búningsherbergi Úkraínu eftir leik. Leikmenn liðsins fengu úkraínska fánan að gjöf fyrir leikinn í gær frá hermönnum sem eru að verja landið þeirra fyrir innrás Rússa. Á fánanum voru skilaboð til stuðnings landsliðsins. Úkraínska landsliðið í fótbolta hefur verið ljósið í myrkrinu hjá úkraínsku þjóðinni á erfiðum tímum. Liðið hafði náð lygilega góðum árangri og var einungis einum leik frá því að komast á sitt annað heimsmeistaramót frá upphafi. Landsliðsþjálfarinn var klökkur á fjölmiðlafundi eftir tapið. „Ég held að við höfum gert allt sem við gátum en ég vil að fólkið í Úkraínu muni eftir liðinu okkar, baráttuviljanum okkar. Mig langar að biðjast afsökunar á því að okkur tókst ekki að skora en svona getur fótboltinn verið. Svona fór þetta í kvöld en... ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er alveg orðlaus,“ sagði Petrakov sem átti í erfiðleikum með að halda aftur af tilfinningum sínum. „Ekki gleyma því sem er að gerast í Úkraínu. Það er stríð þar útum allt land. Það eru börn og konur að deyja á hverjum degi. Innviðir okkar hafa verið lagðir í rúst af rússneskum villimönnum.“ „Við erum bara að reyna að vernda okkar eigið landsvæði. Við biðjum ykkur um að styðja okkur, við viljum að þið skiljið allt það sem er í gangi heima hjá okkur. Það er óskandi að ekkert þessu líkt komi fyrir ykkur eða neinn annan,“ sagði Petrakov við dynjandi lófatak á fjölmiðlafundinum í Cardiff. Leikurinn í Cardiff í gær var óhefðbundin af því leyti að enginn öryggisgæsla skildi hópa stuðningsmanna hvors liðs í sundur. Ekki þurfti gæslu til að halda frið og ró, öllum virtist koma vel saman. Wales hefur tekið á móti tæplega 4.000 manns á flótta frá Úkraínu frá því að stríðið hófst. Knattspyrnusamband Wales, FAW, gaf 100 miða á völlinn til flóttafólks frá Úkraínu. Petrakov lokaði fjölmiðlafundinum með því að þakka gestgjöfunum í Wales. „Ég vil sýna Wales þakklæti. Ég óska ykkur alls hins besta á heimsmeistaramótinu. Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales. Þakka ykkur fyrir,“ sagði Petrakov að endingu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Sjá meira