Sitthvað um hunda, en ekkert um leigjendur Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 7. júní 2022 08:30 Samstarfssáttmáli nýs borgarstjórnarmeirihluta leit dagsins ljós í gær eftir tæplega þriggja vikna yfirlegu og samtal. Það var tilefni til þess að vera vongóður fyrir hönd leigjenda þegar þessar viðræður hófust stuttu eftir kosningarnar 14. maí. Þegar leigjendur tóku að ávarpa þáverandi borgarstjórnarmeirihluta um þremur vikum fyrir kjördag með staðreyndum og greiningum var nefnilega ekki umflúið fyrir fulltrúa meirihlutans að horfast í augu við ástandið. Eftir að leigjendur tóku þátt í samtalinu um áherslur í málefnum þeirra íbúa Reykjavíkur sem búa á leigumarkaði breyttist landslagið á fylgi þeirra flokka sem mynduðu fráfarandi meirihluta. Það duldist engum að eitt af því sem kosningarnar snérust um í Reykjavík voru aðstæður og velferð leigjenda. Það vitna fjölmörg ummæli og fjölmiðlaumfjöllun um. Miðað við skoðanakannanir um miðjan apríl síðastliðinn og svo úrslit kosninga mátti klárlega sjá að um 8-10% af fylgi flokkana sem setið höfðu við völd í Reykjavík hafði rjátlað af þeim. Það má leiða að því líkum að málefni leigjenda og arfaslök frammistaða borgaryfirvalda á þeim vettvangi hafi því átt stóran þátt í að hreyfa fylgið með þeim hætti sem birtist í úrslitum á kjördag. Það er þess vegna sem leigjendur máttu gera sér vonir um að málefni þeirra fengi ríkulegan sess í yfirlegu og samtali nýs meirihluta. Það var því blaut og þung tuska í andlit leigjenda, þeirra sem hafa borgað fyrir hæga uppbyggingu á húsnæðismarkaði í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabili þegar umræddur samstarfssáttmáli var kynntur í gær. Hið velhafandi eignafólk sem er í forsvari fyrir nýja meirihlutann hefur nú komið sér saman um áherslur fyrir næsta kjörtímabil, sem útlistað er í pastellitum í fjögur þúsund orðum, en þar er að finna sitthvað um hunda og jafnvel hesta og malbik, en ekki orð um leigjendur. Það hlýtur að vera einhversskonar met í ófyrirleitni.Leigjendur í Reykjavík búa við eina verstu stöðu sem fyrirfinnst í Evrópu, þar sem markviss og heimatilbúinn framboðsskortur gerir leigusölum kleift að nýta sér þann hóp til þess að skapa auð.Öll framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur sátu fund um stöðuna á leigumarkaði og velferð leigjenda á vegum Samtaka Leigjenda rúmum tveimur vikum fyrir kjördag. Þar voru staðreyndir um leigumarkaðinn, eignarhald á húsnæðismarkaði, um fátækt leigjenda, sjálfdæmi og sjálftöku leigusala, fordæmalausar hækkanir á húsaleigu og skelfilegan framboðsskort á félagslegu reknu húsnæði tíundaðar ásamt því hversu fjandsamlegt umhverfi leigjenda er í hvívetna og hefur farið versnandi undanfarin átta ár.Ástandið á leigumarkaði í Reykjavík er höfundarverk stærsta hluta þeirra sem mynda nýja meirihlutann og því sérlega ósmekklegt og ófyrirleitið að sneiða hjá því að ávarpa fórnarlömb þess í upphafi nýs áfanga á þeirri sömu vegferð og skapað hefur það ástandi. Með verkum sínum hafa þau skapað og alið óværu sem nærist á leigjendum, þeim er síst skyldu borga fyrir hinn mikla auð sem verður til á fasteignamarkaði. Stór hluti þeirra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík bera mikla ábyrgð á því skelfingarástandi sem ríkir en þráast hinsvegar við að gangast við henni. Leigjendur í Reykjavík gera hinsvegar þá kröfu til nýs meirihluta að lausnamiðuð forgangsröðun fyrir leigumarkaðinn verði í öndvegi og að verkefnalisti hans taki mið af því að undið verði ofan af sveltistefnu gagnvart leigjendum. Leigjendur hafna þeirri vanrækslu sem þeir hafa þurft líða undanfarin átta ár og hvetja velmeinandi kjörna fulltrúa til að hafa heimilishelgi þeirra í forgrunni við alla ákvarðanatöku um húsnæðismál. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Leigumarkaður Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samstarfssáttmáli nýs borgarstjórnarmeirihluta leit dagsins ljós í gær eftir tæplega þriggja vikna yfirlegu og samtal. Það var tilefni til þess að vera vongóður fyrir hönd leigjenda þegar þessar viðræður hófust stuttu eftir kosningarnar 14. maí. Þegar leigjendur tóku að ávarpa þáverandi borgarstjórnarmeirihluta um þremur vikum fyrir kjördag með staðreyndum og greiningum var nefnilega ekki umflúið fyrir fulltrúa meirihlutans að horfast í augu við ástandið. Eftir að leigjendur tóku þátt í samtalinu um áherslur í málefnum þeirra íbúa Reykjavíkur sem búa á leigumarkaði breyttist landslagið á fylgi þeirra flokka sem mynduðu fráfarandi meirihluta. Það duldist engum að eitt af því sem kosningarnar snérust um í Reykjavík voru aðstæður og velferð leigjenda. Það vitna fjölmörg ummæli og fjölmiðlaumfjöllun um. Miðað við skoðanakannanir um miðjan apríl síðastliðinn og svo úrslit kosninga mátti klárlega sjá að um 8-10% af fylgi flokkana sem setið höfðu við völd í Reykjavík hafði rjátlað af þeim. Það má leiða að því líkum að málefni leigjenda og arfaslök frammistaða borgaryfirvalda á þeim vettvangi hafi því átt stóran þátt í að hreyfa fylgið með þeim hætti sem birtist í úrslitum á kjördag. Það er þess vegna sem leigjendur máttu gera sér vonir um að málefni þeirra fengi ríkulegan sess í yfirlegu og samtali nýs meirihluta. Það var því blaut og þung tuska í andlit leigjenda, þeirra sem hafa borgað fyrir hæga uppbyggingu á húsnæðismarkaði í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabili þegar umræddur samstarfssáttmáli var kynntur í gær. Hið velhafandi eignafólk sem er í forsvari fyrir nýja meirihlutann hefur nú komið sér saman um áherslur fyrir næsta kjörtímabil, sem útlistað er í pastellitum í fjögur þúsund orðum, en þar er að finna sitthvað um hunda og jafnvel hesta og malbik, en ekki orð um leigjendur. Það hlýtur að vera einhversskonar met í ófyrirleitni.Leigjendur í Reykjavík búa við eina verstu stöðu sem fyrirfinnst í Evrópu, þar sem markviss og heimatilbúinn framboðsskortur gerir leigusölum kleift að nýta sér þann hóp til þess að skapa auð.Öll framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur sátu fund um stöðuna á leigumarkaði og velferð leigjenda á vegum Samtaka Leigjenda rúmum tveimur vikum fyrir kjördag. Þar voru staðreyndir um leigumarkaðinn, eignarhald á húsnæðismarkaði, um fátækt leigjenda, sjálfdæmi og sjálftöku leigusala, fordæmalausar hækkanir á húsaleigu og skelfilegan framboðsskort á félagslegu reknu húsnæði tíundaðar ásamt því hversu fjandsamlegt umhverfi leigjenda er í hvívetna og hefur farið versnandi undanfarin átta ár.Ástandið á leigumarkaði í Reykjavík er höfundarverk stærsta hluta þeirra sem mynda nýja meirihlutann og því sérlega ósmekklegt og ófyrirleitið að sneiða hjá því að ávarpa fórnarlömb þess í upphafi nýs áfanga á þeirri sömu vegferð og skapað hefur það ástandi. Með verkum sínum hafa þau skapað og alið óværu sem nærist á leigjendum, þeim er síst skyldu borga fyrir hinn mikla auð sem verður til á fasteignamarkaði. Stór hluti þeirra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík bera mikla ábyrgð á því skelfingarástandi sem ríkir en þráast hinsvegar við að gangast við henni. Leigjendur í Reykjavík gera hinsvegar þá kröfu til nýs meirihluta að lausnamiðuð forgangsröðun fyrir leigumarkaðinn verði í öndvegi og að verkefnalisti hans taki mið af því að undið verði ofan af sveltistefnu gagnvart leigjendum. Leigjendur hafna þeirri vanrækslu sem þeir hafa þurft líða undanfarin átta ár og hvetja velmeinandi kjörna fulltrúa til að hafa heimilishelgi þeirra í forgrunni við alla ákvarðanatöku um húsnæðismál. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun