Vaktin: Stríðið kosti Rússa 300 hermenn á dag Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 8. júní 2022 07:07 Zelenzkiy á fundi ráðamanna Tékklands, Póllands og Slóveníu. Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir í viðtali við Financial Times að pattstaða í stríðinu við Rússa sé ekki valkostur og að Úkraína verði að hafa sigur á vígvellinum. Hann segir skort á vopnum hamla gagnsókn Úkraínuhers. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Í viðtalinu við Financial Times var Selenskí spurður að því hvað „sigur“ þýddi í hugum Úkraínumanna. Forsetinn sagði það myndu vera „góðan tímabundinn sigur“ að endurheimta það svæði sem Rússar hefðu náð á sitt vald frá því að innrásin hófst. Fullnaðarsigur væri hins vegar að endurheimta einnig Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Selenskí ítrekaði að hann væri reiðubúinn til að ræða við Vladimir Pútín Rússlandsforseta og sagði engan annan að ræða við. Breska varnarmálaráðuneytið segir Úkraínumenn enn veita mótspyrnu í borginni Severodonetsk en harðar árásir Rússa halda áfram. Ríkisstjóri Luhansk segir hermenn Úkraínu ekki munu láta borgina falla á meðan þeir geta enn barist. Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni eru aftur farnar að berast sjálfvirkar mælingar frá geislamælum umhverfis Tjernobyl-kjarnorkuverið. Sendingarnar hættu þegar Rússar náðu verinu á sitt vald skömmu eftir að innrásin hófst. Rússneska fréttastofan TASS segir um þúsund úkraínska hermenn sem gáfu sig fram við Rússa í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól hafa verið flutta til Rússlands vegna rannsóknar. Fleiri verði fluttir þangað „seinna“. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, sagði í viðtali í gær að hún hefði freistað þess að koma í veg fyrir atburð á borð við innrás Rússa í Úkraínu og að hún sæi ekki eftir samskiptum sínum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Í viðtalinu við Financial Times var Selenskí spurður að því hvað „sigur“ þýddi í hugum Úkraínumanna. Forsetinn sagði það myndu vera „góðan tímabundinn sigur“ að endurheimta það svæði sem Rússar hefðu náð á sitt vald frá því að innrásin hófst. Fullnaðarsigur væri hins vegar að endurheimta einnig Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Selenskí ítrekaði að hann væri reiðubúinn til að ræða við Vladimir Pútín Rússlandsforseta og sagði engan annan að ræða við. Breska varnarmálaráðuneytið segir Úkraínumenn enn veita mótspyrnu í borginni Severodonetsk en harðar árásir Rússa halda áfram. Ríkisstjóri Luhansk segir hermenn Úkraínu ekki munu láta borgina falla á meðan þeir geta enn barist. Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni eru aftur farnar að berast sjálfvirkar mælingar frá geislamælum umhverfis Tjernobyl-kjarnorkuverið. Sendingarnar hættu þegar Rússar náðu verinu á sitt vald skömmu eftir að innrásin hófst. Rússneska fréttastofan TASS segir um þúsund úkraínska hermenn sem gáfu sig fram við Rússa í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól hafa verið flutta til Rússlands vegna rannsóknar. Fleiri verði fluttir þangað „seinna“. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, sagði í viðtali í gær að hún hefði freistað þess að koma í veg fyrir atburð á borð við innrás Rússa í Úkraínu og að hún sæi ekki eftir samskiptum sínum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira