Þrír Blikar og Víkingur til San Marínó en þrír fá hvíld Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2022 09:13 Alfons Sampsted til varnar í leiknum gegn Albaníu í gærkvöld. Hann fer ekki til San Marínó. vísir/Diego Fjórar breytingar hafa verið gerðar á karlalandsliði Íslands í fótbolta fyrir vináttulandsleikinn ytra gegn San Marínó á fimmtudaginn. Eftir að hafa spilað útileik gegn Ísrael og svo heimaleik gegn Albaníu í gær fá þrír leikmenn nú hvíld hér á Íslandi fram að heimaleiknum við Ísrael í Þjóðadeildinni 13. júní. Það verður síðasti leikurinn í þessari fjögurra leikja törn landsliðsins. Þeir Birkir Bjarnason, Hörður Björgvin Magnússon og Alfons Sampsted ferðast ekki til San Marínó. Þá færist Bjarki Steinn Bjarkason úr A-landsliðinu í U21-landsliðið sem er allt í einu komið í bullandi séns á að ná inn í umspil um sæti í lokakeppni EM. Inn í A-landsliðshópinn koma þrír leikmenn Breiðabliks, sem unnið hafa alla sína leiki í sumar, og einn leikmaður Víkings. Þetta eru þeir Jason Daði Svanþórsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson og Júlíus Magnússon. Höskuldur Gunnlaugsson og Damir Muminovic koma inn í landsliðshópinn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafði í hyggju að gera fleiri breytingar fyrir leikinn við San Marínó og nýta leikmenn úr U21-landsliðinu en hvíla A-landsliðsmenn fyrir leikinn gegn Ísrael. Hins vegar urðu nokkuð óvænt úrslit í riðli U21-landsliðsins í undankeppni EM í gær þegar Kýpur vann Grikkland, 3-0, og þar með á Ísland góða möguleika á að ná 2. sæti í sínum riðli og komast þannig í umspil um sæti á EM. U21-landsliðið mætir Hvíta-Rússlandi í Víkinni á á morgun klukkan 18 og svo Kýpur á sama stað á laugardagskvöld klukkan 19:15. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Eftir að hafa spilað útileik gegn Ísrael og svo heimaleik gegn Albaníu í gær fá þrír leikmenn nú hvíld hér á Íslandi fram að heimaleiknum við Ísrael í Þjóðadeildinni 13. júní. Það verður síðasti leikurinn í þessari fjögurra leikja törn landsliðsins. Þeir Birkir Bjarnason, Hörður Björgvin Magnússon og Alfons Sampsted ferðast ekki til San Marínó. Þá færist Bjarki Steinn Bjarkason úr A-landsliðinu í U21-landsliðið sem er allt í einu komið í bullandi séns á að ná inn í umspil um sæti í lokakeppni EM. Inn í A-landsliðshópinn koma þrír leikmenn Breiðabliks, sem unnið hafa alla sína leiki í sumar, og einn leikmaður Víkings. Þetta eru þeir Jason Daði Svanþórsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson og Júlíus Magnússon. Höskuldur Gunnlaugsson og Damir Muminovic koma inn í landsliðshópinn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafði í hyggju að gera fleiri breytingar fyrir leikinn við San Marínó og nýta leikmenn úr U21-landsliðinu en hvíla A-landsliðsmenn fyrir leikinn gegn Ísrael. Hins vegar urðu nokkuð óvænt úrslit í riðli U21-landsliðsins í undankeppni EM í gær þegar Kýpur vann Grikkland, 3-0, og þar með á Ísland góða möguleika á að ná 2. sæti í sínum riðli og komast þannig í umspil um sæti á EM. U21-landsliðið mætir Hvíta-Rússlandi í Víkinni á á morgun klukkan 18 og svo Kýpur á sama stað á laugardagskvöld klukkan 19:15.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira