Hvers vegna ekki félagshyggju og mannúð í Reykjavík? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 7. júní 2022 18:01 Úrslit þessara kosninga voru áhugaverð að mörgu leyti en að öðru ekki. Sumir flokkar unnu mikið á, aðrir ekki. Meirihlutinn féll. Reyndar eins og í síðustu og þar síðustu kosningum. Við sjáum að fylgið hrundi hjá hægrinu og hefðbundnum vinstri flokkum. Það var sveifla frá hægri vængnum yfir á miðju, og frá miðjuvinstrinu yfir á róttækari flokka í borginni. Sósíalistar unnu mikið á ásamt Pírötum og Framsókn nær inn fjórum. Svo voru aðrir flokkar sem töpuðu fylgi. Þar með talið tveir þeirra sem nú mynda hinn nýja meirihluta. Það er því sérstakt að sjá oddvita og fulltrúa þeirra tala eins og að borgarbúar hafi stutt núverandi stefnu meirihlutans með atkvæðum sínum. Þetta gæti ekki verið fjær raunveruleikanum. Þeir flokkar sem töluðu hvað mest um borgarlínuna og vildu helst afvegaleiða umræðu um nokkuð annað töpuðu fylgi. Málin sem þau ypptu öxlum yfir eða vildu sem minnst ræða voru fátækt, málefni leigjenda, braskvæðing húsnæðis, hvernig eignafólk hefur verið að sópa til sín eigum á ógnarhraða síðustu árin til þess að leigja út eða braska með á kostnað þeirra sem virkilega þurfa á húsnæði að halda. Það var ekki vilji til að kafa af neinni dýpt í þessi mál. Sósíalistar styrktu umboð sitt einmitt vegna þess að þeir skildu hvað var í gangi. Hvað væri mest aðkallandi. Það þyrfti að fara að byggja upp grunn hér í borginni. Ekkert loðið, ekkert gervibros, engir frasar. Við ávörpum og tölum skýrt máli þeirra sem hafa gleymst hjá öðrum aftengdum flokkum hér í Ráðhúsinu. Við vitum að traustið í garð Borgarstjórnar mun aldrei aukast fyrr en við förum að byggja hér upp frá grunni. Að okkar mati sýna niðurstöður kosninganna að ákall var eftir meiri félagshyggju, þar sem horfið yrði frá þeirri stefnu að byggja á sandi og yfir í það að byggja á alvöru grunni. Annars erum við alltaf í þeim plástrum sem hér eru boðaðir og hafa verið ástæðan fyrir sífelldu falli meirihlutans og það nú þriðja skiptið í röð. Samt er honum viðhaldið enn eina ferðina í nafni þess hann hafi verið kosinn aftur inn. Ég vil ítreka hver raunveruleg niðurstaða kosninganna var: Meirihlutanum var hafnað! Látum ekki segja okkur neitt annað, við sjáum það með okkar eigin augum. Orðræðunni hefur verið snúið á hvolf og það vekur smá óhug þegar að flokkar reyna að gaslýsa borgarbúa um að niðurstaðan sé önnur en sést með berum augum! Hvernig væri að sýna auðmýkt gagnvart niðurstöðunni. Kannski er gagnrýnin okkar í garð meirihlutans oft óþægileg, en hún er það vegna þess að í henni felst sannleikur. Í stað þess að loka eyrunum gagnvart henni hefði verið hægt að svara kalli okkar og hefja nýjan kafla í sögu borgarinnar. Það eru því vonbrigði að kjarkinn hafi skort og í stað þess hafi verið ákveðið að endurreisa fallinn meirihluta þriðja skiptið í röð. Úrslit kosninga voru ákall um breytingar en hvað fáum við? Borgarbúar fá áframhaldandi nýfrjálshyggju í stað félagshyggju. Hvað fylgir nýfrjálshyggjunni? Jú, það er útvistun, láglaunastefna, áframhaldandi húsnæðiskreppa og markaðslausnir í velferðarmálum. Í nýjum meirihluta er auk þess talað um að bæta í þjónustu en á sama tíma lækka skatta á atvinnuhúsnæði. Brauðmolakenningin er kolfallin fræðikenning, en hún lifir svo sannarlega góðu lífi hér í höfuðborginni. Það mætti halda að árið sé 1981. Ronald Reagan nýtekinn við völdum, og borgin horfi öfundaraugum á þessa glænýju og fersku efnahagsstefnu. Nú eigi svoleiðis að rigna yfir okkur brauðmolunum þegar skattar á fyrirtækin verða lækkaðir. Kannski er mullet aftur kominn í tísku en guð hjálpi okkur ef að nýfrjálshyggjan og brauðmolakenningin fara ekki að anda sitt síðasta! Kæru borgarbúar. Okkur Sósíalistum er gríðarlega annt um að húsnæðismál almennings fái algjöran forgang. Við erum að tala um grunninn að allri velferð. Ósjálfbærar húsnæðishækkanir og leiguverð eru að grafa undan samfélaginu með tilheyrandi vanlíðan, veikindum og kostnaði. Hvernig ætlum við að byggja upp nokkurn skapaðan hlut þegar þessi grunnur er ekki einu sinni í lagi? Áhersla nýs meirihluta vekur því miður ekki miklar vonir. Eins og formaður samtaka leigjenda orðaði það: “Meira um hunda en leigjendur”. Hvers vegna var ekkert tilkynnt til að koma til móts við þennan gríðarlega stóra hóp? Í stað þess verður þjösnast áfram á sömu braut, áframhaldandi lóðabrask fær að viðgangast eins og frumskógarlögmálið gildi, uppboð lóða til hæstbjóðenda, þó smá plástrar hér og þar, og auðvitað “skemmtileg borg”. Þessi skemmtilega borg verður það ekki fyrir alla þá sem gleymdust í þessum nýja sáttmála. Nætursund getur verið fínt. En hvers vegna erum við ekki að byrja á grunninum? Ég skil borgarbúa vel sem finnst ákveðinn elítismi hafa tekið völdin í ráðhúsinu og stéttablinda. Mörgum finnst þau aldrei vera ávörpuð hér í þessum sal af meirihlutanum. Það þarf að efla traustið hérna. En það gerist ekki fyrr en við förum að ávarpa alþýðu borgarinnar. Fólkið er komið með leið á glansmyndum, loðnu tali og fölskum brosum. Það vill ekki endurreisa fallinn meirihluta þriðja skiptið í röð. Við vorum reiðubúin að mynda félagshyggjumeirihluta með áherslu á mannúð. Tilgangurinn með því að reka samfélag er að huga að þörfum allra, ekki bara þeirra sem standa betur fjárhagslega. Annars gætum við alveg eins sleppt þessu og leyft frumskógarlögmálinu um að hin hæfustu lifi gilda. En við viljum ekki lifa í þannig samfélagi. Félagshyggja er nauðsynleg til þess að samfélög þrífist. Án þess er margt sem byrjar að fara úrskeiðis. Jú, það er hægt að laga hitt og þetta með plástrum. En það mun aldrei slökkva á því ósætti og þeirri réttlátu reiði sem er til hjá borgarbúum. Við buðum upp á raunhæfa leið til þess. Núna var tækifærið til þess að hefja nýjan kafla í sögu Reykjavíkur. Því tækifæri var hafnað af öðrum flokkum. Kæru borgarbúar. Nýtt kjörtímabil hefst núna. Við sósíalistar munum starfa í ykkar umboði að þeim áherslum sem við vorum kosin út á. Við finnum sterkt fyrir ykkar kalli um félagslegt réttlæti. Við munum ekki skorast undan því kalli. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Úrslit þessara kosninga voru áhugaverð að mörgu leyti en að öðru ekki. Sumir flokkar unnu mikið á, aðrir ekki. Meirihlutinn féll. Reyndar eins og í síðustu og þar síðustu kosningum. Við sjáum að fylgið hrundi hjá hægrinu og hefðbundnum vinstri flokkum. Það var sveifla frá hægri vængnum yfir á miðju, og frá miðjuvinstrinu yfir á róttækari flokka í borginni. Sósíalistar unnu mikið á ásamt Pírötum og Framsókn nær inn fjórum. Svo voru aðrir flokkar sem töpuðu fylgi. Þar með talið tveir þeirra sem nú mynda hinn nýja meirihluta. Það er því sérstakt að sjá oddvita og fulltrúa þeirra tala eins og að borgarbúar hafi stutt núverandi stefnu meirihlutans með atkvæðum sínum. Þetta gæti ekki verið fjær raunveruleikanum. Þeir flokkar sem töluðu hvað mest um borgarlínuna og vildu helst afvegaleiða umræðu um nokkuð annað töpuðu fylgi. Málin sem þau ypptu öxlum yfir eða vildu sem minnst ræða voru fátækt, málefni leigjenda, braskvæðing húsnæðis, hvernig eignafólk hefur verið að sópa til sín eigum á ógnarhraða síðustu árin til þess að leigja út eða braska með á kostnað þeirra sem virkilega þurfa á húsnæði að halda. Það var ekki vilji til að kafa af neinni dýpt í þessi mál. Sósíalistar styrktu umboð sitt einmitt vegna þess að þeir skildu hvað var í gangi. Hvað væri mest aðkallandi. Það þyrfti að fara að byggja upp grunn hér í borginni. Ekkert loðið, ekkert gervibros, engir frasar. Við ávörpum og tölum skýrt máli þeirra sem hafa gleymst hjá öðrum aftengdum flokkum hér í Ráðhúsinu. Við vitum að traustið í garð Borgarstjórnar mun aldrei aukast fyrr en við förum að byggja hér upp frá grunni. Að okkar mati sýna niðurstöður kosninganna að ákall var eftir meiri félagshyggju, þar sem horfið yrði frá þeirri stefnu að byggja á sandi og yfir í það að byggja á alvöru grunni. Annars erum við alltaf í þeim plástrum sem hér eru boðaðir og hafa verið ástæðan fyrir sífelldu falli meirihlutans og það nú þriðja skiptið í röð. Samt er honum viðhaldið enn eina ferðina í nafni þess hann hafi verið kosinn aftur inn. Ég vil ítreka hver raunveruleg niðurstaða kosninganna var: Meirihlutanum var hafnað! Látum ekki segja okkur neitt annað, við sjáum það með okkar eigin augum. Orðræðunni hefur verið snúið á hvolf og það vekur smá óhug þegar að flokkar reyna að gaslýsa borgarbúa um að niðurstaðan sé önnur en sést með berum augum! Hvernig væri að sýna auðmýkt gagnvart niðurstöðunni. Kannski er gagnrýnin okkar í garð meirihlutans oft óþægileg, en hún er það vegna þess að í henni felst sannleikur. Í stað þess að loka eyrunum gagnvart henni hefði verið hægt að svara kalli okkar og hefja nýjan kafla í sögu borgarinnar. Það eru því vonbrigði að kjarkinn hafi skort og í stað þess hafi verið ákveðið að endurreisa fallinn meirihluta þriðja skiptið í röð. Úrslit kosninga voru ákall um breytingar en hvað fáum við? Borgarbúar fá áframhaldandi nýfrjálshyggju í stað félagshyggju. Hvað fylgir nýfrjálshyggjunni? Jú, það er útvistun, láglaunastefna, áframhaldandi húsnæðiskreppa og markaðslausnir í velferðarmálum. Í nýjum meirihluta er auk þess talað um að bæta í þjónustu en á sama tíma lækka skatta á atvinnuhúsnæði. Brauðmolakenningin er kolfallin fræðikenning, en hún lifir svo sannarlega góðu lífi hér í höfuðborginni. Það mætti halda að árið sé 1981. Ronald Reagan nýtekinn við völdum, og borgin horfi öfundaraugum á þessa glænýju og fersku efnahagsstefnu. Nú eigi svoleiðis að rigna yfir okkur brauðmolunum þegar skattar á fyrirtækin verða lækkaðir. Kannski er mullet aftur kominn í tísku en guð hjálpi okkur ef að nýfrjálshyggjan og brauðmolakenningin fara ekki að anda sitt síðasta! Kæru borgarbúar. Okkur Sósíalistum er gríðarlega annt um að húsnæðismál almennings fái algjöran forgang. Við erum að tala um grunninn að allri velferð. Ósjálfbærar húsnæðishækkanir og leiguverð eru að grafa undan samfélaginu með tilheyrandi vanlíðan, veikindum og kostnaði. Hvernig ætlum við að byggja upp nokkurn skapaðan hlut þegar þessi grunnur er ekki einu sinni í lagi? Áhersla nýs meirihluta vekur því miður ekki miklar vonir. Eins og formaður samtaka leigjenda orðaði það: “Meira um hunda en leigjendur”. Hvers vegna var ekkert tilkynnt til að koma til móts við þennan gríðarlega stóra hóp? Í stað þess verður þjösnast áfram á sömu braut, áframhaldandi lóðabrask fær að viðgangast eins og frumskógarlögmálið gildi, uppboð lóða til hæstbjóðenda, þó smá plástrar hér og þar, og auðvitað “skemmtileg borg”. Þessi skemmtilega borg verður það ekki fyrir alla þá sem gleymdust í þessum nýja sáttmála. Nætursund getur verið fínt. En hvers vegna erum við ekki að byrja á grunninum? Ég skil borgarbúa vel sem finnst ákveðinn elítismi hafa tekið völdin í ráðhúsinu og stéttablinda. Mörgum finnst þau aldrei vera ávörpuð hér í þessum sal af meirihlutanum. Það þarf að efla traustið hérna. En það gerist ekki fyrr en við förum að ávarpa alþýðu borgarinnar. Fólkið er komið með leið á glansmyndum, loðnu tali og fölskum brosum. Það vill ekki endurreisa fallinn meirihluta þriðja skiptið í röð. Við vorum reiðubúin að mynda félagshyggjumeirihluta með áherslu á mannúð. Tilgangurinn með því að reka samfélag er að huga að þörfum allra, ekki bara þeirra sem standa betur fjárhagslega. Annars gætum við alveg eins sleppt þessu og leyft frumskógarlögmálinu um að hin hæfustu lifi gilda. En við viljum ekki lifa í þannig samfélagi. Félagshyggja er nauðsynleg til þess að samfélög þrífist. Án þess er margt sem byrjar að fara úrskeiðis. Jú, það er hægt að laga hitt og þetta með plástrum. En það mun aldrei slökkva á því ósætti og þeirri réttlátu reiði sem er til hjá borgarbúum. Við buðum upp á raunhæfa leið til þess. Núna var tækifærið til þess að hefja nýjan kafla í sögu Reykjavíkur. Því tækifæri var hafnað af öðrum flokkum. Kæru borgarbúar. Nýtt kjörtímabil hefst núna. Við sósíalistar munum starfa í ykkar umboði að þeim áherslum sem við vorum kosin út á. Við finnum sterkt fyrir ykkar kalli um félagslegt réttlæti. Við munum ekki skorast undan því kalli. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun