Dagur og Einar njóta svipaðs fylgis í borgarstjórastólinn Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2022 19:20 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins fylgjast með þegar Dagur B. Eggertsson telur atkvæði í kosningum til embætta borgarstjórnar í dag. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa minnihlutans. Nú tekur alvaran við. Fyrsti fundur borgarstjórnar var haldinn í Ráðhúsinu klukkan tvö í dag þar sem meðal annars var kosið til embætta. Kom ekki á óvart að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir var kjörin forseti borgarstjórnar og Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs. Dagur B. Eggertsson fékk einu atkvæði fleira í embætti borgarstjóra næstu 18 mánuðina en meirihlutaflokkarnir hafa. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna greiddi Degi B. Eggertssyni atkvæði sitt í embætti borgarstjóra í dag.Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna staðfesti að hún hefði greitt Degi atkvæði sitt en Vinstri græn sátu í fyrri meirihluta. Einar tekur svo við borgarstjórastólnum í janúar 2024 af Degi sem þá verður formaður borgarráðs. Kosið var í fimm ráð borgarinnar í dag þar sem fulltrúar flokkanna skipta með sér formennsku. Kosningum í nýtt stafrænt ráð og nýtt mannréttindaráð var hins vegar frestað að ósk minnihlutans til næsta borgarstjórnarfundar. Meirihlutaflokkarnir skipta með sér formennsku í ráðum borgarinnar. Minnihlutinn fékk frest á kjöri í tvær nýjar nefndir og gagnrýndi lítinn frest til að kynna sér breytingarnar.Grafík/Kristján Húsnæðis- og skipulagsmál verða fyrirferðarmikil Dagur segir húsnæðismál, samgöngumál, málefni barna og velferðarmál áberandi. En með í pakkanum eru einnig mál sem erfitt hefur verið að leysa á undanförnum árum eins og framtíð Reykjavíkurflugvallar og ný íbúðabyggð við flugvöllinn í Skerjafirði og Sundabraut. Verða þau alveg leyst á kjörtímabilinu? „Já, þetta gæti orðið lykilkjörtímabil varðandi þessi mál. Bæði varðandi hverfið í Skerjafirði en líka þær rannsóknir sem standa yfir í Hvassahrauni. Samkvæmt tímaáætlunum ættu niðurstöður að liggja fyrir einhvern tíma næsta árið. Þannig að það verður að mörgu að hyggja og spennandi kjörtímabil framundan,“ segir Dagur. Einar Þorsteinsson segir kjósendur Framsóknarflokksins hafa náð fram stefnubreytingum í kosningunum og komið sínum manni í borgarstjórastólinn.Vísir/Vilhelm Einar segir fyrstu breytingarnar koma skýrt fram í 18 liðum í meirihlutasáttmálanum. „Það sýnilegasta er að við ætlum að úthluta lóðum í Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Keyra hugmyndasamkeppni í gang á Keldum og Keldnaholti. Úthluta íGufunesi. Þetta er skýrasta stefnubreytingin að nú er farið að úthluta þarna. Hér hefur verið þéttingarstefna. Við styðjum hana en við viljum gera fleira,“ segir Einar Þá verði ráðist í umhverfismat vegna Sundabrautar. „Þannig að þeir sem kusu Framsókn núna í vor náðu að fella meirihlutann. Þeir náðu að breyta stefnunni og fá sinn mann íborgarstjórastólinn,“ segir Einar. En Framsóknarflokkurinn hefur aldrei áður fengið það embætti. Ný könnun Lítill munur er á fylgi Dags og Einars í embætti borgarstjóra meðal kjósenda meirihlutaflokkanna.Grafík/Kristján Í nýrri könnun Maskínu sem birt var í dag kemur fram að Einar nýtur mesta fylgis í embætti borgarstjóra meðal allra kjósenda, eða ríflega 52 prósenta. En hann og Dagur njóta álíka fylgis í embættið á meðal kjósenda Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar. Einar með 37,4 prósent, Dagur 36,8 prósent, Dóra Björt Guðjónsdóttir með rétt tæp tuttugu prósent og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir með 5,8 prósent. Einar nýtur mun meira fylgis í embætti borgarstjóra en Dagur þegar kjósendur allra flokka í borgarstjórn eru spurðir.Grafík/Kristján Einar nýtur hins vegar lang mesta fylgis íborgarstjórastólinn þegar kjósendur minnihlutaflokkanna eingöngu eru spurðir, eða 73 prósenta fylgis. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Nú tekur alvaran við. Fyrsti fundur borgarstjórnar var haldinn í Ráðhúsinu klukkan tvö í dag þar sem meðal annars var kosið til embætta. Kom ekki á óvart að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir var kjörin forseti borgarstjórnar og Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs. Dagur B. Eggertsson fékk einu atkvæði fleira í embætti borgarstjóra næstu 18 mánuðina en meirihlutaflokkarnir hafa. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna greiddi Degi B. Eggertssyni atkvæði sitt í embætti borgarstjóra í dag.Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna staðfesti að hún hefði greitt Degi atkvæði sitt en Vinstri græn sátu í fyrri meirihluta. Einar tekur svo við borgarstjórastólnum í janúar 2024 af Degi sem þá verður formaður borgarráðs. Kosið var í fimm ráð borgarinnar í dag þar sem fulltrúar flokkanna skipta með sér formennsku. Kosningum í nýtt stafrænt ráð og nýtt mannréttindaráð var hins vegar frestað að ósk minnihlutans til næsta borgarstjórnarfundar. Meirihlutaflokkarnir skipta með sér formennsku í ráðum borgarinnar. Minnihlutinn fékk frest á kjöri í tvær nýjar nefndir og gagnrýndi lítinn frest til að kynna sér breytingarnar.Grafík/Kristján Húsnæðis- og skipulagsmál verða fyrirferðarmikil Dagur segir húsnæðismál, samgöngumál, málefni barna og velferðarmál áberandi. En með í pakkanum eru einnig mál sem erfitt hefur verið að leysa á undanförnum árum eins og framtíð Reykjavíkurflugvallar og ný íbúðabyggð við flugvöllinn í Skerjafirði og Sundabraut. Verða þau alveg leyst á kjörtímabilinu? „Já, þetta gæti orðið lykilkjörtímabil varðandi þessi mál. Bæði varðandi hverfið í Skerjafirði en líka þær rannsóknir sem standa yfir í Hvassahrauni. Samkvæmt tímaáætlunum ættu niðurstöður að liggja fyrir einhvern tíma næsta árið. Þannig að það verður að mörgu að hyggja og spennandi kjörtímabil framundan,“ segir Dagur. Einar Þorsteinsson segir kjósendur Framsóknarflokksins hafa náð fram stefnubreytingum í kosningunum og komið sínum manni í borgarstjórastólinn.Vísir/Vilhelm Einar segir fyrstu breytingarnar koma skýrt fram í 18 liðum í meirihlutasáttmálanum. „Það sýnilegasta er að við ætlum að úthluta lóðum í Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Keyra hugmyndasamkeppni í gang á Keldum og Keldnaholti. Úthluta íGufunesi. Þetta er skýrasta stefnubreytingin að nú er farið að úthluta þarna. Hér hefur verið þéttingarstefna. Við styðjum hana en við viljum gera fleira,“ segir Einar Þá verði ráðist í umhverfismat vegna Sundabrautar. „Þannig að þeir sem kusu Framsókn núna í vor náðu að fella meirihlutann. Þeir náðu að breyta stefnunni og fá sinn mann íborgarstjórastólinn,“ segir Einar. En Framsóknarflokkurinn hefur aldrei áður fengið það embætti. Ný könnun Lítill munur er á fylgi Dags og Einars í embætti borgarstjóra meðal kjósenda meirihlutaflokkanna.Grafík/Kristján Í nýrri könnun Maskínu sem birt var í dag kemur fram að Einar nýtur mesta fylgis í embætti borgarstjóra meðal allra kjósenda, eða ríflega 52 prósenta. En hann og Dagur njóta álíka fylgis í embættið á meðal kjósenda Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar. Einar með 37,4 prósent, Dagur 36,8 prósent, Dóra Björt Guðjónsdóttir með rétt tæp tuttugu prósent og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir með 5,8 prósent. Einar nýtur mun meira fylgis í embætti borgarstjóra en Dagur þegar kjósendur allra flokka í borgarstjórn eru spurðir.Grafík/Kristján Einar nýtur hins vegar lang mesta fylgis íborgarstjórastólinn þegar kjósendur minnihlutaflokkanna eingöngu eru spurðir, eða 73 prósenta fylgis.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19
Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03
Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49