Viltu með mér vaka? Halla Hrund Logadóttir skrifar 8. júní 2022 09:00 Bjartsýnin skýtur rótum í beðum hugans á björtustu dögum ársins. Og um leið og við böðum okkur í mjúkri birtu miðnætursólarinnar og hlökkum til ferðalaga sumarsins tendrast ást okkar á landinu. Og öllu því sem það býr yfir. Vatnið í ánni, orkan í náttúrunni og ferska loftið sem fyllir lungun. Við finnum tært í huga og hjarta að yfir því viljum við vaka og sofa. Vernda og nýta þannig að framtíðarkynslóðir geti verið stoltar af. Ánægðar með forgangsröðun og uppskeru forvera. Í áratugi hefur þjóðin vakið yfir framtíð sinni, fjárfest í auðlindum og nýtt á ólíka vegu. Þar er orkunýting engin undantekning. Hún hefur fært okkur hita fyrir heimilin, ljós í hvert hús og mótað atvinnuvegi á fjölbreytta vegu. Í dag eru loftslagsmálin lykilmál orkumálanna og þar er Ísland í einstakri stöðu. Við getum, með réttum áherslum, orðið fyrsta þjóðin í heiminum til að reka heilt samfélag á grænni orku ef við klárum orkuskiptin. Slíkur árangur yrði ólympíugull í grein sem skiptir alla heimsbyggðina máli og hefði jafnframt margfeldisáhrif fyrir samvinnu og samkeppnishæfni Íslands. Orkustofnun er vakin og sofin yfir því að styðja stjórnvöld við að uppfylla loftslagsskuldbindingar sínar í tæka tíð og styðja þar með við lykilmarkmið orkustefnu Íslands. Þar þarf margt að koma til, meðal annars að orkuframleiðsla skili sér í orkuskiptaverkefni. Það er í dag ekki sjálfsagt en ýmsar leiðir eru færar ef orkan á fremur að rata þá braut: Eigendastefna opinberra fyrirtækja, útboðsleiðir í þágu orkuskiptaverkefna, útfærslur leyfisveitinga, hvatakerfi í fjárfestingum og áfram mætti telja. Þessar leiðir eru eingöngu brot af matseðli möguleika sem stjórnvöld þurfa að rýna hið fyrsta, velja úr, útfæra og innleiða, eigi loftslagsmálin að vera forgangsmál orkumálanna og koma okkur í mark. Samhliða er nauðsynlegt að tryggja orkuöryggi almennings betur í lögum ásamt því að afgreiða rammaáætlun, sem nær yfir ólíka nýtingu auðlinda okkar og skiptir miklu máli fyrir jafnvægi í nálgun og heildarsýn. Verum vakandi og vinnum saman að því að fá ólympíugull orkuskiptanna í hús með nýtni og nýsköpun að leiðarljósi. Fyrir komandi kynslóðir sem njóta landsins og ávaxta þess á björtum sumarnóttum um ókomna tíð. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bjartsýnin skýtur rótum í beðum hugans á björtustu dögum ársins. Og um leið og við böðum okkur í mjúkri birtu miðnætursólarinnar og hlökkum til ferðalaga sumarsins tendrast ást okkar á landinu. Og öllu því sem það býr yfir. Vatnið í ánni, orkan í náttúrunni og ferska loftið sem fyllir lungun. Við finnum tært í huga og hjarta að yfir því viljum við vaka og sofa. Vernda og nýta þannig að framtíðarkynslóðir geti verið stoltar af. Ánægðar með forgangsröðun og uppskeru forvera. Í áratugi hefur þjóðin vakið yfir framtíð sinni, fjárfest í auðlindum og nýtt á ólíka vegu. Þar er orkunýting engin undantekning. Hún hefur fært okkur hita fyrir heimilin, ljós í hvert hús og mótað atvinnuvegi á fjölbreytta vegu. Í dag eru loftslagsmálin lykilmál orkumálanna og þar er Ísland í einstakri stöðu. Við getum, með réttum áherslum, orðið fyrsta þjóðin í heiminum til að reka heilt samfélag á grænni orku ef við klárum orkuskiptin. Slíkur árangur yrði ólympíugull í grein sem skiptir alla heimsbyggðina máli og hefði jafnframt margfeldisáhrif fyrir samvinnu og samkeppnishæfni Íslands. Orkustofnun er vakin og sofin yfir því að styðja stjórnvöld við að uppfylla loftslagsskuldbindingar sínar í tæka tíð og styðja þar með við lykilmarkmið orkustefnu Íslands. Þar þarf margt að koma til, meðal annars að orkuframleiðsla skili sér í orkuskiptaverkefni. Það er í dag ekki sjálfsagt en ýmsar leiðir eru færar ef orkan á fremur að rata þá braut: Eigendastefna opinberra fyrirtækja, útboðsleiðir í þágu orkuskiptaverkefna, útfærslur leyfisveitinga, hvatakerfi í fjárfestingum og áfram mætti telja. Þessar leiðir eru eingöngu brot af matseðli möguleika sem stjórnvöld þurfa að rýna hið fyrsta, velja úr, útfæra og innleiða, eigi loftslagsmálin að vera forgangsmál orkumálanna og koma okkur í mark. Samhliða er nauðsynlegt að tryggja orkuöryggi almennings betur í lögum ásamt því að afgreiða rammaáætlun, sem nær yfir ólíka nýtingu auðlinda okkar og skiptir miklu máli fyrir jafnvægi í nálgun og heildarsýn. Verum vakandi og vinnum saman að því að fá ólympíugull orkuskiptanna í hús með nýtni og nýsköpun að leiðarljósi. Fyrir komandi kynslóðir sem njóta landsins og ávaxta þess á björtum sumarnóttum um ókomna tíð. Höfundur er orkumálastjóri.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun