Oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði líka genginn í Samfylkinguna Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 11:26 Sigurður Pétur Sigmundsson var oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Vísir/Vilhelm Sigurður Pétur Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði, hefur gert líkt og oddviti Miðflokksins og gengið í Samfylkinguna í bænum. Þeir Sigurður Pétur Sigmundsson, sem var oddviti Bæjarlistans, og Sigurður Þ. Ragnarsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins, munu báðir ganga til verka og trúnaðarstarfa fyrir Samfylkinguna í íþrótta - og menningarmálum. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, greinir frá þessu í færslu á Facebook, en greint var frá vistaskiptum Sigurðar í Miðflokknum í gær. Hvorki Miðflokkurinn né Bæjarlistinn náðu inn manni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í kosningunum 14. maí þar sem Samfylkingin náði inn fjórum mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ákváðu að framlengja meirahlutasamstarf sitt að loknum kosningum, en saman eru flokkarnir með sex af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn. Viðreisn náði einnig inn einum manni. „Þessir tveir flokkar [Bæjarlistinn og Miðflokkurinn] fengu tæp þúsund atkvæði samtals (4,3% og 2,8%) í maí kosningunum til viðbótar við 3800 (29%) atkvæði jafnaðarmanna,, X-S. Þetta eru öflugir liðsmenn og drengir góðir og ég býð þá hjartanlega velkomna og þeirra fólk í baráttu fyrir betri bæ. Jafnaðarmenn eru sannarlega mættir til leiks,“ segir Guðmundur Árni. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, verður áfram bæjarstjóri Hafnarfjarðar til 1. janúar 2025 og mun Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, þá taka við embættinu. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Skin og skúrir færðu Sigga storm til Samfylkingarinnar Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur hefur ákveðið að hætta í Miðflokknum og ganga til liðs við Samfylkinguna. Hann segir lífshættuleg veikindi sonar hans hafa gjörbreytt hugsun sinni. 7. júní 2022 13:07 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Þeir Sigurður Pétur Sigmundsson, sem var oddviti Bæjarlistans, og Sigurður Þ. Ragnarsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins, munu báðir ganga til verka og trúnaðarstarfa fyrir Samfylkinguna í íþrótta - og menningarmálum. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, greinir frá þessu í færslu á Facebook, en greint var frá vistaskiptum Sigurðar í Miðflokknum í gær. Hvorki Miðflokkurinn né Bæjarlistinn náðu inn manni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í kosningunum 14. maí þar sem Samfylkingin náði inn fjórum mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ákváðu að framlengja meirahlutasamstarf sitt að loknum kosningum, en saman eru flokkarnir með sex af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn. Viðreisn náði einnig inn einum manni. „Þessir tveir flokkar [Bæjarlistinn og Miðflokkurinn] fengu tæp þúsund atkvæði samtals (4,3% og 2,8%) í maí kosningunum til viðbótar við 3800 (29%) atkvæði jafnaðarmanna,, X-S. Þetta eru öflugir liðsmenn og drengir góðir og ég býð þá hjartanlega velkomna og þeirra fólk í baráttu fyrir betri bæ. Jafnaðarmenn eru sannarlega mættir til leiks,“ segir Guðmundur Árni. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, verður áfram bæjarstjóri Hafnarfjarðar til 1. janúar 2025 og mun Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, þá taka við embættinu.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Skin og skúrir færðu Sigga storm til Samfylkingarinnar Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur hefur ákveðið að hætta í Miðflokknum og ganga til liðs við Samfylkinguna. Hann segir lífshættuleg veikindi sonar hans hafa gjörbreytt hugsun sinni. 7. júní 2022 13:07 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24
Skin og skúrir færðu Sigga storm til Samfylkingarinnar Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur hefur ákveðið að hætta í Miðflokknum og ganga til liðs við Samfylkinguna. Hann segir lífshættuleg veikindi sonar hans hafa gjörbreytt hugsun sinni. 7. júní 2022 13:07