„Þessi endurnýjun gerir mig ánægða og mun láta mér líða aðeins frjálsari líka. Ég er heppin. Ég er hundrað ára og að vera svona heilbrigð kemur mér á óvart,“ hefur ítalski miðillinn Corriere della Sera eftir Uderzo. Hún segist ekki vera á neinum lyfjum en viðurkennir að hún fái sér svefntöflur einstaka sinnum.
Á Ítalíu þurfa ökumenn yfir áttrætt að endurnýja ökuskírteini sitt á tveggja ára fresti með því meðal annars að standast sjónmælingu og sýna fram á læknisvottorð. Sjónmælingin hefur verið lítið mál fyrir Uderzo þar sem hún segist ekki einu sinni þurfa að nota gleraugu þegar hún les dagblöðin á morgnana.
Hún segist vera mjög heilbrigð og elskar að keyra. Henni finnst afar gott að þurfa ekki að neyða son sinn í að keyra sig út um allt.
Lífslíkurnar á Ítalíu eru með þeim hæstu í heiminum og nær meðalkonan að verða tæplega 85 ára gömul, einu ári meira en meðalkonan á Íslandi.