Stuðningsfulltrúi tognaði á öxl og fær átta milljónir í bætur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2022 16:01 Slysið átti sér stað fyrir utan búsetuþjónustu Borgarbyggðar. Vísir/Vilhelm Borgarbyggð hefur verið gert að greiða stuðningsfulltrúa sveitarfélagsins tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem varð við umönnun hans á þroskaskertum einstaklingi. Stuðningsfulltrúinn höfðaði málið eftir að hafa orðið fyrir líkamstjóni í október 2017, í bíltúr með þroskaskertum skjólstæðingi sínum. Í dómi héraðsdóms Vesturlands segir að stuðningsfulltrúinn hafi verið að rétta honum sokka aftur fyrir sig þegar skjólstæðingurinn togaði harkalega í hægri handlegg stuðningsfulltrúans. Þetta hafi leitt til líkamstjóns á hægri öxl stuðningsfulltrúans en örorka hans var í kjölfarið metin 13 prósent. Atvikið átti sér stað fyrir utan búsetuþjónustu Borgarbyggðar en úr hendi sveitarfélagsins var krafist tæplega átta milljóna króna vegna slyssins. Deilt um ábyrgð Stuðningsfulltrúinn vísaði, sinni kröfu til stuðnings, til ákvæðis í kjarasamningi sínum sem kveður á um að starfsmanni sé rétt að beina skaðabótakröfu til Borgarbyggðar, verði hann fyrir líkamstjóni við að sinna einstaklingi sem getur að litlu eða engu leyti borið ábyrgð á gerðum sínum. Borgarbyggð hélt því hins vegar fram að skjólstæðingurinn hafi ekki valdið tjóninu af ásetningi eða gáleysi og væri því ekki grundvöllur fyrir bótaábyrgð sveitarfélagsins. Enginn annar hafi verið vitni að slysinu og því ekki vitað hvort hinn þroskaskerti einstaklingur hafi að eigin frumkvæði kippt skyndilega og harkalega í stefnanda. Fram kemur í dómnum að umræddur skjólstæðingur sé mjög fatlaður og geti ekki lesið, skrifað eða talað og kunni einungis örfá tákn með tali. Var því enginn ágreiningur um hvort hann verði sjálfur gerður ábyrgur fyrir verkinu. Vísað var til mannhelgisbálks Jónsbókar frá 1281 um hlutlæga ábyrgð á verkum þeirra sem ekki hafa stjórn á gerðum sínum. Varnir Borgarbyggðar byggðu jafnframt á því að stuðningsfulltrúinn hafi ekki orðið fyrir varanlegu tjón en til vara að tjónið hafi verið minni háttar og beri atvinnuþátttaka stuðningsfulltrúans í kjölfarið glöggt vitni um hverfandi áhrif slyssins. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði hins vegar þessum röksemdum Borgarbyggðar og taldi frásögn stuðningsfulltrúans trúverðuga. Þá var ekki fallist á lækkun bóta vegna eigin sakar eða atvinnuþátttöku eftir slysið og var Borgarbyggð því gert að greiða stuðningsfulltrúanum tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegrar örorku hans. Borgarbyggð Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Stuðningsfulltrúinn höfðaði málið eftir að hafa orðið fyrir líkamstjóni í október 2017, í bíltúr með þroskaskertum skjólstæðingi sínum. Í dómi héraðsdóms Vesturlands segir að stuðningsfulltrúinn hafi verið að rétta honum sokka aftur fyrir sig þegar skjólstæðingurinn togaði harkalega í hægri handlegg stuðningsfulltrúans. Þetta hafi leitt til líkamstjóns á hægri öxl stuðningsfulltrúans en örorka hans var í kjölfarið metin 13 prósent. Atvikið átti sér stað fyrir utan búsetuþjónustu Borgarbyggðar en úr hendi sveitarfélagsins var krafist tæplega átta milljóna króna vegna slyssins. Deilt um ábyrgð Stuðningsfulltrúinn vísaði, sinni kröfu til stuðnings, til ákvæðis í kjarasamningi sínum sem kveður á um að starfsmanni sé rétt að beina skaðabótakröfu til Borgarbyggðar, verði hann fyrir líkamstjóni við að sinna einstaklingi sem getur að litlu eða engu leyti borið ábyrgð á gerðum sínum. Borgarbyggð hélt því hins vegar fram að skjólstæðingurinn hafi ekki valdið tjóninu af ásetningi eða gáleysi og væri því ekki grundvöllur fyrir bótaábyrgð sveitarfélagsins. Enginn annar hafi verið vitni að slysinu og því ekki vitað hvort hinn þroskaskerti einstaklingur hafi að eigin frumkvæði kippt skyndilega og harkalega í stefnanda. Fram kemur í dómnum að umræddur skjólstæðingur sé mjög fatlaður og geti ekki lesið, skrifað eða talað og kunni einungis örfá tákn með tali. Var því enginn ágreiningur um hvort hann verði sjálfur gerður ábyrgur fyrir verkinu. Vísað var til mannhelgisbálks Jónsbókar frá 1281 um hlutlæga ábyrgð á verkum þeirra sem ekki hafa stjórn á gerðum sínum. Varnir Borgarbyggðar byggðu jafnframt á því að stuðningsfulltrúinn hafi ekki orðið fyrir varanlegu tjón en til vara að tjónið hafi verið minni háttar og beri atvinnuþátttaka stuðningsfulltrúans í kjölfarið glöggt vitni um hverfandi áhrif slyssins. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði hins vegar þessum röksemdum Borgarbyggðar og taldi frásögn stuðningsfulltrúans trúverðuga. Þá var ekki fallist á lækkun bóta vegna eigin sakar eða atvinnuþátttöku eftir slysið og var Borgarbyggð því gert að greiða stuðningsfulltrúanum tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegrar örorku hans.
Borgarbyggð Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira