Faraldursveiking gengin til baka og spá frekari hækkun Eiður Þór Árnason skrifar 9. júní 2022 17:07 Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar verði komið í 132 krónur í lok þessa árs. Vísir/Vilhelm Íslenska krónan hefur styrkst verulega frá því að hún var hvað veikust undir lok árs 2020 þegar áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru gætti hvað mest. Kostar evran núna það sama og fyrir faraldurinn. Þegar krónan var veikust kostaði evran 165 krónur og hefur hún verið milli 135 og 140 krónur á síðustu vikum. Öll veikingin sem kom til í kjölfar faraldursins er þar með gengin til baka. Hagfræðideild Landsbankans spáir hægfara styrkingu krónunnar næstu misseri og að verð á evru verði komið í 132 krónur í lok þessa árs. Eiga von á að halli breytist í afgang á næstu mánuðum Fram kemur í hagsjá Landsbankans að krónan hafi styrkst þrátt fyrir að 50,3 milljarða króna halli hafi verið á viðskiptum við útlönd á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en það er mesti halli síðan fyrir hrun. Fram kom í nýlegum tölum Seðlabankans að hallinn skýrist að miklu leyti af því að innlend eftirspurn, og þar með innflutningur hafi tekið hraðar við sér eftir heimsfaraldurinn en komur erlendra ferðamanna, sem telst til útflutnings. Samhliða fjölgun ferðamanna í sumar á hagfræðideild Landsbankans von á því að hallinn á viðskiptum við útlönd breytist í afgang og að afgangur verið eftir árið í heild. Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í „Það kann að virðast skjóta skökku við að krónan styrktist á sama tíma og mesti halli á viðskiptum við útlönd frá því fyrir hrun mælist. Hluti ástæðunnar er að samsvarandi flæði á gjaldeyri fylgir ekki endilega viðskiptajöfnuði. Til að mynda fylgir ekkert gjaldeyrisflæði bættri afkoma innlendra fyrirtækja í erlendri eign, nema hugsanlega í framtíðinni þegar þessi hagnaður er innleystur. Hallinn á viðskiptajöfnuði sem myndast sökum þessa hefur því engin áhrif á krónuna,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Einnig hafi verið veruleg aukning á stöðutöku með krónuna í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri. Stöðutakan komi fram í gengi krónunnar þegar samningarnir séu gerðir upp en ekki þegar þeir eru gerðir upp í lok samningstímans. Fram kemur í samantekt hagfræðideildar Landsbankans að Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í á gjaldeyrismarkaði síðustu mánuði. Í apríl hafi bankinn selt átján milljarða króna til erlends fjárfestis vegna kaupa á ríkisbréfum en þar fyrir utan hafi Seðlabankinn aðeins gripið inn í til þess að koma í veg fyrir miklar sveiflur innan dags. Íslenska krónan Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Þegar krónan var veikust kostaði evran 165 krónur og hefur hún verið milli 135 og 140 krónur á síðustu vikum. Öll veikingin sem kom til í kjölfar faraldursins er þar með gengin til baka. Hagfræðideild Landsbankans spáir hægfara styrkingu krónunnar næstu misseri og að verð á evru verði komið í 132 krónur í lok þessa árs. Eiga von á að halli breytist í afgang á næstu mánuðum Fram kemur í hagsjá Landsbankans að krónan hafi styrkst þrátt fyrir að 50,3 milljarða króna halli hafi verið á viðskiptum við útlönd á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en það er mesti halli síðan fyrir hrun. Fram kom í nýlegum tölum Seðlabankans að hallinn skýrist að miklu leyti af því að innlend eftirspurn, og þar með innflutningur hafi tekið hraðar við sér eftir heimsfaraldurinn en komur erlendra ferðamanna, sem telst til útflutnings. Samhliða fjölgun ferðamanna í sumar á hagfræðideild Landsbankans von á því að hallinn á viðskiptum við útlönd breytist í afgang og að afgangur verið eftir árið í heild. Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í „Það kann að virðast skjóta skökku við að krónan styrktist á sama tíma og mesti halli á viðskiptum við útlönd frá því fyrir hrun mælist. Hluti ástæðunnar er að samsvarandi flæði á gjaldeyri fylgir ekki endilega viðskiptajöfnuði. Til að mynda fylgir ekkert gjaldeyrisflæði bættri afkoma innlendra fyrirtækja í erlendri eign, nema hugsanlega í framtíðinni þegar þessi hagnaður er innleystur. Hallinn á viðskiptajöfnuði sem myndast sökum þessa hefur því engin áhrif á krónuna,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Einnig hafi verið veruleg aukning á stöðutöku með krónuna í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri. Stöðutakan komi fram í gengi krónunnar þegar samningarnir séu gerðir upp en ekki þegar þeir eru gerðir upp í lok samningstímans. Fram kemur í samantekt hagfræðideildar Landsbankans að Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í á gjaldeyrismarkaði síðustu mánuði. Í apríl hafi bankinn selt átján milljarða króna til erlends fjárfestis vegna kaupa á ríkisbréfum en þar fyrir utan hafi Seðlabankinn aðeins gripið inn í til þess að koma í veg fyrir miklar sveiflur innan dags.
Íslenska krónan Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira