Faraldursveiking gengin til baka og spá frekari hækkun Eiður Þór Árnason skrifar 9. júní 2022 17:07 Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar verði komið í 132 krónur í lok þessa árs. Vísir/Vilhelm Íslenska krónan hefur styrkst verulega frá því að hún var hvað veikust undir lok árs 2020 þegar áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru gætti hvað mest. Kostar evran núna það sama og fyrir faraldurinn. Þegar krónan var veikust kostaði evran 165 krónur og hefur hún verið milli 135 og 140 krónur á síðustu vikum. Öll veikingin sem kom til í kjölfar faraldursins er þar með gengin til baka. Hagfræðideild Landsbankans spáir hægfara styrkingu krónunnar næstu misseri og að verð á evru verði komið í 132 krónur í lok þessa árs. Eiga von á að halli breytist í afgang á næstu mánuðum Fram kemur í hagsjá Landsbankans að krónan hafi styrkst þrátt fyrir að 50,3 milljarða króna halli hafi verið á viðskiptum við útlönd á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en það er mesti halli síðan fyrir hrun. Fram kom í nýlegum tölum Seðlabankans að hallinn skýrist að miklu leyti af því að innlend eftirspurn, og þar með innflutningur hafi tekið hraðar við sér eftir heimsfaraldurinn en komur erlendra ferðamanna, sem telst til útflutnings. Samhliða fjölgun ferðamanna í sumar á hagfræðideild Landsbankans von á því að hallinn á viðskiptum við útlönd breytist í afgang og að afgangur verið eftir árið í heild. Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í „Það kann að virðast skjóta skökku við að krónan styrktist á sama tíma og mesti halli á viðskiptum við útlönd frá því fyrir hrun mælist. Hluti ástæðunnar er að samsvarandi flæði á gjaldeyri fylgir ekki endilega viðskiptajöfnuði. Til að mynda fylgir ekkert gjaldeyrisflæði bættri afkoma innlendra fyrirtækja í erlendri eign, nema hugsanlega í framtíðinni þegar þessi hagnaður er innleystur. Hallinn á viðskiptajöfnuði sem myndast sökum þessa hefur því engin áhrif á krónuna,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Einnig hafi verið veruleg aukning á stöðutöku með krónuna í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri. Stöðutakan komi fram í gengi krónunnar þegar samningarnir séu gerðir upp en ekki þegar þeir eru gerðir upp í lok samningstímans. Fram kemur í samantekt hagfræðideildar Landsbankans að Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í á gjaldeyrismarkaði síðustu mánuði. Í apríl hafi bankinn selt átján milljarða króna til erlends fjárfestis vegna kaupa á ríkisbréfum en þar fyrir utan hafi Seðlabankinn aðeins gripið inn í til þess að koma í veg fyrir miklar sveiflur innan dags. Íslenska krónan Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þegar krónan var veikust kostaði evran 165 krónur og hefur hún verið milli 135 og 140 krónur á síðustu vikum. Öll veikingin sem kom til í kjölfar faraldursins er þar með gengin til baka. Hagfræðideild Landsbankans spáir hægfara styrkingu krónunnar næstu misseri og að verð á evru verði komið í 132 krónur í lok þessa árs. Eiga von á að halli breytist í afgang á næstu mánuðum Fram kemur í hagsjá Landsbankans að krónan hafi styrkst þrátt fyrir að 50,3 milljarða króna halli hafi verið á viðskiptum við útlönd á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en það er mesti halli síðan fyrir hrun. Fram kom í nýlegum tölum Seðlabankans að hallinn skýrist að miklu leyti af því að innlend eftirspurn, og þar með innflutningur hafi tekið hraðar við sér eftir heimsfaraldurinn en komur erlendra ferðamanna, sem telst til útflutnings. Samhliða fjölgun ferðamanna í sumar á hagfræðideild Landsbankans von á því að hallinn á viðskiptum við útlönd breytist í afgang og að afgangur verið eftir árið í heild. Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í „Það kann að virðast skjóta skökku við að krónan styrktist á sama tíma og mesti halli á viðskiptum við útlönd frá því fyrir hrun mælist. Hluti ástæðunnar er að samsvarandi flæði á gjaldeyri fylgir ekki endilega viðskiptajöfnuði. Til að mynda fylgir ekkert gjaldeyrisflæði bættri afkoma innlendra fyrirtækja í erlendri eign, nema hugsanlega í framtíðinni þegar þessi hagnaður er innleystur. Hallinn á viðskiptajöfnuði sem myndast sökum þessa hefur því engin áhrif á krónuna,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Einnig hafi verið veruleg aukning á stöðutöku með krónuna í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri. Stöðutakan komi fram í gengi krónunnar þegar samningarnir séu gerðir upp en ekki þegar þeir eru gerðir upp í lok samningstímans. Fram kemur í samantekt hagfræðideildar Landsbankans að Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í á gjaldeyrismarkaði síðustu mánuði. Í apríl hafi bankinn selt átján milljarða króna til erlends fjárfestis vegna kaupa á ríkisbréfum en þar fyrir utan hafi Seðlabankinn aðeins gripið inn í til þess að koma í veg fyrir miklar sveiflur innan dags.
Íslenska krónan Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira