Um 150 til 200 nú að greinast með Covid-19 daglega Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2022 11:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur alla áttatíu ára og eldri, íbúa hjúkrunarheimila og alla sem hafa undirliggjandi áhættuþætti að þiggja fjórðu sprautu. Vísir/Vilhelm Undanfarna daga hefur tilfellum þeirra sem hafa greinst með Covid-19 verið að fjölga og greinast nú á milli 150 og tvö hundruð einstaklingar daglega hér á landi. Sömuleiðis hefur inniliggjandi með Covid-19 fjölgað á Landspítalanum síðustu daga en þar eru nú átta manns með sjúkdóminn og þar af einn á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir frá þessu á heimasíðu embættis landlæknis. Hann segir að tilfellum og dauðsföllum Covid-19 í heiminum hafi fækkað en hins vegar hafi sýnatökum einnig fækkað mikið. Enn sé yfirlýstur heimsfaraldur. „Hérlendis hefur um helmingur íbúa greinst opinberlega með COVID-19 þó að líklegt sé að mun fleiri hafi smitast. Ekki hefur sést aukning á endursmitum. Undanfarna daga hefur tilfellum verið að fjölga og greinast nú á milli 150–200 einstaklingar daglega. Þó hefur hlutfall jákvæðra sýna haldist stöðugt síðustu vikur um 7–10% en það segir til hve margir sem fara í próf greinast með sjúkdóminn. Þannig gæti aukning tilfella að hluta skýrst af aukningu tekinna sýna. Flest tilfelli sem greinast eru ómíkron afbrigðið BA.2 en einnig greinist afbrigðið BA.5. Vart hefur verið við aukningu á komum sjúklinga í áhættuhópum með COVID-19 á göngudeild Landspítala til vökva- og lyfjagjafar og nú eru átta manns inniliggjandi með COVID-19, þar af einn á gjörgæslu,“ segir Þórólfur. Fjórða sprautan Sóttvarnalæknir hvetur sömuleiðis alla til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19, en allir sextán ára og eldri ættu að vera búnir að fá þrjár sprautur. „Allir 80 ára og eldri, allir íbúar hjúkrunarheimila og allir sem hafa undirliggjandi áhættuþætti ættu að þiggja fjórðu sprautu. Einnig geta aðrir sem vilja beðið um fjórðu sprautuna. Fjórðu sprautu má gefa fjórum mánuðum eftir þriðju sprautu en mælt er með að bíða í a.m.k. þrjá mánuði eftir COVID-19 sýkingu með að fara í bólusetningu. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt ávinning af bólusetningu hvað varðar vörn gegn alvarlegum veikindum og dauða. Þá eru aukaverkanir bólusetningar mun minni en aukaverkanir og afleiðingar COVID-19 sjúkdómsins,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir frá þessu á heimasíðu embættis landlæknis. Hann segir að tilfellum og dauðsföllum Covid-19 í heiminum hafi fækkað en hins vegar hafi sýnatökum einnig fækkað mikið. Enn sé yfirlýstur heimsfaraldur. „Hérlendis hefur um helmingur íbúa greinst opinberlega með COVID-19 þó að líklegt sé að mun fleiri hafi smitast. Ekki hefur sést aukning á endursmitum. Undanfarna daga hefur tilfellum verið að fjölga og greinast nú á milli 150–200 einstaklingar daglega. Þó hefur hlutfall jákvæðra sýna haldist stöðugt síðustu vikur um 7–10% en það segir til hve margir sem fara í próf greinast með sjúkdóminn. Þannig gæti aukning tilfella að hluta skýrst af aukningu tekinna sýna. Flest tilfelli sem greinast eru ómíkron afbrigðið BA.2 en einnig greinist afbrigðið BA.5. Vart hefur verið við aukningu á komum sjúklinga í áhættuhópum með COVID-19 á göngudeild Landspítala til vökva- og lyfjagjafar og nú eru átta manns inniliggjandi með COVID-19, þar af einn á gjörgæslu,“ segir Þórólfur. Fjórða sprautan Sóttvarnalæknir hvetur sömuleiðis alla til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19, en allir sextán ára og eldri ættu að vera búnir að fá þrjár sprautur. „Allir 80 ára og eldri, allir íbúar hjúkrunarheimila og allir sem hafa undirliggjandi áhættuþætti ættu að þiggja fjórðu sprautu. Einnig geta aðrir sem vilja beðið um fjórðu sprautuna. Fjórðu sprautu má gefa fjórum mánuðum eftir þriðju sprautu en mælt er með að bíða í a.m.k. þrjá mánuði eftir COVID-19 sýkingu með að fara í bólusetningu. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt ávinning af bólusetningu hvað varðar vörn gegn alvarlegum veikindum og dauða. Þá eru aukaverkanir bólusetningar mun minni en aukaverkanir og afleiðingar COVID-19 sjúkdómsins,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira