Darri ósammála Hannesi og skýtur á liðin: „Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júní 2022 15:00 Darri Freyr Atlason. Vísir/Hulda Margrét Darri Freyr Atlason, fyrrum þjálfari karla- og kvennaliðs KR og kvennaliðs Vals, leggst gegn kröfu Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ, um frekari fjárhagsstyrki frá íslenska ríkinu. Hann segir fjárhagsvandamál körfuboltafélaga á Íslandi vera sjálfsköpuð. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, tók undir ummæli Darra. Hannes sagði íslensk stjórnvöld draga lappirnar í samtali við Vísi í morgun þar sem fjármagn, 500 milljónir króna, sem samþykkt var að veita íþróttahreyfingunni í mars hafi enn ekki skilað sér. Málið sé fast á milli ráðuneyta og á meðan drabbist starfsemi félaganna niður. Hannes vakti athygli á málinu í kjölfar þess að mörg félög lentu í vandræðum með að gera upp skuldir sínar við KKÍ og greiða skráningargjöld fyrir þátttöku í Íslandsmótum á vegum KKÍ. KR var þá of seint að greiða sín gjöld vegna skuldar við KKÍ. Darri Freyr, sem var þjálfari hjá KR síðast tímabilið 2020-21 og er uppalinn í Vesturbænum, virðist lítið koma til stefnu félagsins, og annarra sem reka sín mál með þeim hætti að þau safni upp skuldum. Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann.Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.https://t.co/uaLlLwcEOe— Darri (@DarriFreyr) June 10, 2022 „Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann,“ sagði Darri á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Hann á þá líklega við vinsæla stefnu körfuboltafélaga að safna upp útlendingum á kostnað yngri og uppaldra leikmanna. Þeirri stefnu líkir hann við vígbúnarkapphlaup, þar sem ofuráhersla er lögð á árangur meistaraflokks á kostnað annarar starfsemi. „Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.“ sagði Darri Freyr enn fremur í færslu sinni á Twitter. Athygli vekur að Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, endurtísti færslu Darra og tók undir orð hans að fullu. KR Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Hannes sagði íslensk stjórnvöld draga lappirnar í samtali við Vísi í morgun þar sem fjármagn, 500 milljónir króna, sem samþykkt var að veita íþróttahreyfingunni í mars hafi enn ekki skilað sér. Málið sé fast á milli ráðuneyta og á meðan drabbist starfsemi félaganna niður. Hannes vakti athygli á málinu í kjölfar þess að mörg félög lentu í vandræðum með að gera upp skuldir sínar við KKÍ og greiða skráningargjöld fyrir þátttöku í Íslandsmótum á vegum KKÍ. KR var þá of seint að greiða sín gjöld vegna skuldar við KKÍ. Darri Freyr, sem var þjálfari hjá KR síðast tímabilið 2020-21 og er uppalinn í Vesturbænum, virðist lítið koma til stefnu félagsins, og annarra sem reka sín mál með þeim hætti að þau safni upp skuldum. Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann.Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.https://t.co/uaLlLwcEOe— Darri (@DarriFreyr) June 10, 2022 „Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann,“ sagði Darri á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Hann á þá líklega við vinsæla stefnu körfuboltafélaga að safna upp útlendingum á kostnað yngri og uppaldra leikmanna. Þeirri stefnu líkir hann við vígbúnarkapphlaup, þar sem ofuráhersla er lögð á árangur meistaraflokks á kostnað annarar starfsemi. „Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.“ sagði Darri Freyr enn fremur í færslu sinni á Twitter. Athygli vekur að Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, endurtísti færslu Darra og tók undir orð hans að fullu.
KR Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira