Boðaðir í landsliðsverkefni rétt fyrir miðnætti | Einum lofað byrjunarliðssæti sem ekkert varð úr Þungavigtin skrifar 10. júní 2022 17:46 Höskuldur Gunnlaugsson og Damir Muminovic koma inn í landsliðshópinn. Sá síðarnefndi átti að byrja leikinn en báðir spiluðu rétt tæplega fimm mínútur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þrír leikmenn Breiðabliks voru kallaðir inn í A-landslið karla í fótbolta á dögunum er ljóst var að U-21 árs landsliðið ætti óvænt möguleika á að komast á lokamót EM. Forráðamenn Breiðabliks voru ósáttir með hvernig staðið var að málum og hafa komið sínum kvörtunum áleiðis til KSÍ. Töluvert hefur gustað um íslenska landsliðið í þessum landsleikjaglugga. Nú síðast hefur frammistaða liðsins í 1-0 sigri á San Marínó á fimmtudag verið gagnrýnd víða. Bæði af fyrrverandi landsliðsmönnum sem sinna nú starfi sérfræðinga á Viaplay sem og á samfélagsmiðlinum Twitter. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla, bætist nú á listann yfir þá aðila sem eru ekki beint sáttir með, Arnar Þór Viðarsson, þjálfara íslenska landsliðsins ef marka má sérfræðinga Þungavigtarinnar. Þrír af leikmönnum liðsins -Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson - voru kallaðir inn í hóp A-landsliðsins fyrir leikinn gegn San Marínó. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar, sem er að þessu sinni opinn öllum, kemur fram að leikmennirnir sem um er ræðir hafi verið kallaðir inn í hópinn nánast um miðja nótt, félagið hafi ekki verið látið vita og þá er einum leikmanni sagt hafa verið lofaður meiri spiltíma en raun bar vitni. „Breiðablik var ekki einu sinni látið vita. Þetta er svo mikill amatörismi að það var ekki einu sinni haft samband við félagið,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson meðal annars í þættinum. Á endanum spilaði Jason Daði rúmlega 20 mínútur á meðan þeir Höskuldur og Damir komu inn af bekknum á 87. mínútu. Samkvæmt heimildum Þungavigtarinnar átti Damir að byrja leikinn en á endanum spilaði hann rétt tæplega fimm mínútur. Jason Daði var að spila sinn fyrsta A-landsleik, Damir sinn annan landsleik og Höskuldur sinn fimmta leik. Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, staðfesti við Vísi í kvöld að skortur hafi verið á samskiptum KSÍ við félagið. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira
Töluvert hefur gustað um íslenska landsliðið í þessum landsleikjaglugga. Nú síðast hefur frammistaða liðsins í 1-0 sigri á San Marínó á fimmtudag verið gagnrýnd víða. Bæði af fyrrverandi landsliðsmönnum sem sinna nú starfi sérfræðinga á Viaplay sem og á samfélagsmiðlinum Twitter. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla, bætist nú á listann yfir þá aðila sem eru ekki beint sáttir með, Arnar Þór Viðarsson, þjálfara íslenska landsliðsins ef marka má sérfræðinga Þungavigtarinnar. Þrír af leikmönnum liðsins -Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson - voru kallaðir inn í hóp A-landsliðsins fyrir leikinn gegn San Marínó. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar, sem er að þessu sinni opinn öllum, kemur fram að leikmennirnir sem um er ræðir hafi verið kallaðir inn í hópinn nánast um miðja nótt, félagið hafi ekki verið látið vita og þá er einum leikmanni sagt hafa verið lofaður meiri spiltíma en raun bar vitni. „Breiðablik var ekki einu sinni látið vita. Þetta er svo mikill amatörismi að það var ekki einu sinni haft samband við félagið,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson meðal annars í þættinum. Á endanum spilaði Jason Daði rúmlega 20 mínútur á meðan þeir Höskuldur og Damir komu inn af bekknum á 87. mínútu. Samkvæmt heimildum Þungavigtarinnar átti Damir að byrja leikinn en á endanum spilaði hann rétt tæplega fimm mínútur. Jason Daði var að spila sinn fyrsta A-landsleik, Damir sinn annan landsleik og Höskuldur sinn fimmta leik. Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, staðfesti við Vísi í kvöld að skortur hafi verið á samskiptum KSÍ við félagið.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira