Viðbragðsteymi myndað vegna stöðu bráðaþjónustu Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 19:36 Vísir/Vilhelm Að frumkvæði heilbrigðisráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis hefur verið myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum af mönnun fagfólks á Landspítala Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands, Læknavaktin, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Vesturlands hafi að frumkvæði ráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Ástæðan er sú alvarlega staða sem uppi er innan bráðaþjónustunnar en í tilkynningunni segir ennfremur að orsakir þessarar slæmu stöðu séu margþættar en þyngst vegi skortur á heilbrigðisstarfsfólki og skortur á úrræðum fyrir aldraða, færniskerta og fleiri viðkvæma hópa. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til eru samhæfing aðgerða og þétting samstarfs aðila innan heilbrigðiskerfisins, aukinn stuðningur við heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu og þá á að auka þjónustu bráðadagdeildar Landspítala og stækka aðstöðu þar. Þá á að efla starfsemi bráðamóttöku á Heilbrigðisstofnunum Suðurnesja, Suðurlands og Vesturlands meðal annars með úrlestri mynd- og blóðrannsókna í samvinnu við Landspítala. Einnig er tekið fram að bæta eigi ferla Landspítala til að stytta dvöl sjúklinga á bráðamóttöku spítalans. Hluti af því verkefni er að endurskoða meðferðarferla í öldrunarþjónustu og auka aðkomu fleiri sérgreina að þjónustu við sjúklinga á bráðamóttökunni. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem þungum áhyggjum var lýst af mönnun fagfólks á Landspítala. Þar segir að starfsfólk vanti í nær allar fagstéttir sem hafi neikvæð áhrif á þjónustuna og geti skapað ógn við öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þá var skorað á stjórnvöld að styðja við Landspítala með öllum tiltækum ráðum svo hægt væri að tryggja viðeigandi þjónustu við sjúklinga. Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilsugæsla Tengdar fréttir Óheppilegt að „höfðingjaleg gjöf“ hafi verið dregin til baka Krabbameinsfélagið hefur afturkallað 450 milljón króna styrk sem ætlaður var Landspítalanum. Skilyrði sem félagið setti voru ekki uppfyllt og segir forstjóri Landspítalans að ákvörðunin sé óheppileg en skiljanleg. 2. júní 2022 11:08 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 „Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands, Læknavaktin, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Vesturlands hafi að frumkvæði ráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Ástæðan er sú alvarlega staða sem uppi er innan bráðaþjónustunnar en í tilkynningunni segir ennfremur að orsakir þessarar slæmu stöðu séu margþættar en þyngst vegi skortur á heilbrigðisstarfsfólki og skortur á úrræðum fyrir aldraða, færniskerta og fleiri viðkvæma hópa. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til eru samhæfing aðgerða og þétting samstarfs aðila innan heilbrigðiskerfisins, aukinn stuðningur við heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu og þá á að auka þjónustu bráðadagdeildar Landspítala og stækka aðstöðu þar. Þá á að efla starfsemi bráðamóttöku á Heilbrigðisstofnunum Suðurnesja, Suðurlands og Vesturlands meðal annars með úrlestri mynd- og blóðrannsókna í samvinnu við Landspítala. Einnig er tekið fram að bæta eigi ferla Landspítala til að stytta dvöl sjúklinga á bráðamóttöku spítalans. Hluti af því verkefni er að endurskoða meðferðarferla í öldrunarþjónustu og auka aðkomu fleiri sérgreina að þjónustu við sjúklinga á bráðamóttökunni. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem þungum áhyggjum var lýst af mönnun fagfólks á Landspítala. Þar segir að starfsfólk vanti í nær allar fagstéttir sem hafi neikvæð áhrif á þjónustuna og geti skapað ógn við öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þá var skorað á stjórnvöld að styðja við Landspítala með öllum tiltækum ráðum svo hægt væri að tryggja viðeigandi þjónustu við sjúklinga.
Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilsugæsla Tengdar fréttir Óheppilegt að „höfðingjaleg gjöf“ hafi verið dregin til baka Krabbameinsfélagið hefur afturkallað 450 milljón króna styrk sem ætlaður var Landspítalanum. Skilyrði sem félagið setti voru ekki uppfyllt og segir forstjóri Landspítalans að ákvörðunin sé óheppileg en skiljanleg. 2. júní 2022 11:08 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 „Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Óheppilegt að „höfðingjaleg gjöf“ hafi verið dregin til baka Krabbameinsfélagið hefur afturkallað 450 milljón króna styrk sem ætlaður var Landspítalanum. Skilyrði sem félagið setti voru ekki uppfyllt og segir forstjóri Landspítalans að ákvörðunin sé óheppileg en skiljanleg. 2. júní 2022 11:08
Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20
„Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51