Prjónahátíð á Blönduósi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júní 2022 12:23 Svanhildur Pálsdóttir, sem er viðburðastjóri Prjónahátíðarinnar á Blönduósi um helgina. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmenni er á Blönduósi um helgina, þó aðallega konur á öllum aldri því þar stendur yfir prjónahátíð. Markmiðið hátíðarinnar er að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum við prjónaskapinn. Prjónahátíðin er haldin á vegum Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi en hún hefur verið haldin í nokkur ár alltaf aðra helgina í júní. Hátíðin stækkar og stækkar með hverju ári en núna um helgina verða til dæmis haldin 25 mismunandi prjónanámskeið og áhugaverðir fyrirlestrar eru á sínum stað, auk nokkurra örkynninga á prjónatengdum viðfangsefnum. Þá er sérstakt garnatorg í íþróttamiðstöðinni og þar eru líka um 30 söluaðilar að selja spennandi vörur fyrir prjónalífið. Foreldrar þessara tvíbura frá Stokkseyri eru mætt á Blönduós til að taka þátt í hátíð helgarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Svanhildur Pálsdóttir, er viðburðastjóri Prjónahátíðarinnar. „Okkur finnst svo gaman að hittast þannig að það er alveg tilvalið að halda prjónahátíð. Við erum með mjög fjölbreytta dagskrá því það er mjög margt um að vera alla helgina. Í íþróttamiðstöðinni er til dæmis svokallað garntorg og þar eru 30 söluaðilar, sem ætla að selja garn og allskonar prjónatengdar vörur. Þar er líka stórt prjónakaffihús og þar eru sýningar, segir Svanhildur og bætir við: Prjónagleðin er alltaf haldin á Blönduósi aðra helgina í júní.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Á morgun, sunnudag er t.d. prjónamessa og prjónaganga, þannig að það er endalaust eitthvað af viðburðum. Það eru líka sýningar í Húnabúð, þannig að fólk er svo mikið að taka þátt núna, bæjarbúar að fitja upp á einhverju skemmtilegu og vera með okkur í þessu, sem að skiptir ótrúlega miklu máli.“ En geta allir lært að prjóna? Já, það geta allir lært að prjóna og þessi hátíð er fyrir alla,“ segir Svanhildur kampakát yfir vinsældum hátíðarinnar. Búið er að skreyta víða utandyra á Blönduósi um helgina með prjóni hér og þar á skemmtilegan hátt.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Handverk Prjónaskapur Húnabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira
Prjónahátíðin er haldin á vegum Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi en hún hefur verið haldin í nokkur ár alltaf aðra helgina í júní. Hátíðin stækkar og stækkar með hverju ári en núna um helgina verða til dæmis haldin 25 mismunandi prjónanámskeið og áhugaverðir fyrirlestrar eru á sínum stað, auk nokkurra örkynninga á prjónatengdum viðfangsefnum. Þá er sérstakt garnatorg í íþróttamiðstöðinni og þar eru líka um 30 söluaðilar að selja spennandi vörur fyrir prjónalífið. Foreldrar þessara tvíbura frá Stokkseyri eru mætt á Blönduós til að taka þátt í hátíð helgarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Svanhildur Pálsdóttir, er viðburðastjóri Prjónahátíðarinnar. „Okkur finnst svo gaman að hittast þannig að það er alveg tilvalið að halda prjónahátíð. Við erum með mjög fjölbreytta dagskrá því það er mjög margt um að vera alla helgina. Í íþróttamiðstöðinni er til dæmis svokallað garntorg og þar eru 30 söluaðilar, sem ætla að selja garn og allskonar prjónatengdar vörur. Þar er líka stórt prjónakaffihús og þar eru sýningar, segir Svanhildur og bætir við: Prjónagleðin er alltaf haldin á Blönduósi aðra helgina í júní.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Á morgun, sunnudag er t.d. prjónamessa og prjónaganga, þannig að það er endalaust eitthvað af viðburðum. Það eru líka sýningar í Húnabúð, þannig að fólk er svo mikið að taka þátt núna, bæjarbúar að fitja upp á einhverju skemmtilegu og vera með okkur í þessu, sem að skiptir ótrúlega miklu máli.“ En geta allir lært að prjóna? Já, það geta allir lært að prjóna og þessi hátíð er fyrir alla,“ segir Svanhildur kampakát yfir vinsældum hátíðarinnar. Búið er að skreyta víða utandyra á Blönduósi um helgina með prjóni hér og þar á skemmtilegan hátt.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Handverk Prjónaskapur Húnabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira