Samkvæmt upplýsingum frá Umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gengur umferðin frá Granda, þó hún gangi hægt. Miklum fjölda bíla hafi verið lagt á öll bílastæði á svæðinu og þau séu að tæmast.
Við það gangi umferðin lengra út á Granda hægar. Hins vegar sé umferðin ekki mikil um leið og komið sé af Granda.
Eins og flestir vita er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í dag og var mikil dagskrá á Granda. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína þangað í dag til að fylgjast með og taka þátt í dagskránni.