„Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2022 11:00 Úr leik Breiðabliks og Vals í sumar. Vísir/Diego Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. Um er að ræða Eddu Garðarsdóttir - núverandi aðstoðarþjálfara Þróttar Reykjavíkur og fyrrvarandi atvinnu- og landsliðskonu - og Dóru Maríu Lárusdóttur - fyrrverandi landsliðskonu og margfaldan Íslandsmeistara. Þær voru báðar í hópnum er Ísland fór í fyrsta skipti á EM kvenna í fótbolta árið 2009 en þá fór mótið fram í Helsinki í Finnlandi. Edda gaf Dóru Maríu orðið er Helena forvitnaðist um hvernig það hefði verið. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna „Aðdragandinn allur var ótrúlega spennandi og skemmtilegur. Með þetta markmið að vera fyrstar til að gera eitthvað. Þetta var mikil stemmning og algjört ævintýri. Maður var að upplifa mikið nýtt en mikil pressa og maður fann fyrir auknum áhuga fjölmiðla.“ „Ég held að það sé ansi mikill munur á keppninni 2009 og keppninni núna. Þetta er orðið miklu stærra og flottara. Auðvitað var samt mikil spenna og mikið stress á þeim tíma. Hvorki leikmenn né sambandið vissu út í hvað væri verið að fara. Hægt að horfa á muninn á knattspyrnunni þá og núna. Erum að spila mun betri fótbolta en fyrir nokkrum árum síðan,“ bætti Edda við og bað Dóru Maríu afsökunar á þeirri staðreynd. Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu Helenu, Eddu og Dóru Maríu um landsliðið, stórmótin sem fylgdu í kjölfarið, af hverju fáar konur eru að þjálfa og svo loks 9. umferð Bestu deildar kvenna. Staðan í Bestu deild kvenna í dag.Bestu mörkin „Þriðjudagskvöldin eru best. Helgin er lengi að líða því við erum að bíða eftir þriðjudagskvöldinu. Hver leikur er áskorun og ævintýri. Búið að vera ótrúlega spennandi fyrri partur. Gaman að sjá allskonar úrslit. Við förum inn í hvern leik með sérstakt plan og allir undirbúnir,“ sagði Edda um leik Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks á morgun, þriðjudag. „Gaman að sjá öll þessu óvæntu úrslit. Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum. Ég gleðst yfir því að sjá Val á toppnum“ bætti Dóra við og hló. „Leiðinlegt hvað KR er áberandi búið að vera í erfiðleikum, Afturelding líka. Öðrum liðum hefur nú tekist að kroppa í liðin í efri hlutanum.“ „Maður getur búist við öllum úrslitum,“ skaut Helena svo inn í en alla umræðu þeirra þriggja má sjá í spilaranum hér að ofan. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Breiðablik Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Um er að ræða Eddu Garðarsdóttir - núverandi aðstoðarþjálfara Þróttar Reykjavíkur og fyrrvarandi atvinnu- og landsliðskonu - og Dóru Maríu Lárusdóttur - fyrrverandi landsliðskonu og margfaldan Íslandsmeistara. Þær voru báðar í hópnum er Ísland fór í fyrsta skipti á EM kvenna í fótbolta árið 2009 en þá fór mótið fram í Helsinki í Finnlandi. Edda gaf Dóru Maríu orðið er Helena forvitnaðist um hvernig það hefði verið. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna „Aðdragandinn allur var ótrúlega spennandi og skemmtilegur. Með þetta markmið að vera fyrstar til að gera eitthvað. Þetta var mikil stemmning og algjört ævintýri. Maður var að upplifa mikið nýtt en mikil pressa og maður fann fyrir auknum áhuga fjölmiðla.“ „Ég held að það sé ansi mikill munur á keppninni 2009 og keppninni núna. Þetta er orðið miklu stærra og flottara. Auðvitað var samt mikil spenna og mikið stress á þeim tíma. Hvorki leikmenn né sambandið vissu út í hvað væri verið að fara. Hægt að horfa á muninn á knattspyrnunni þá og núna. Erum að spila mun betri fótbolta en fyrir nokkrum árum síðan,“ bætti Edda við og bað Dóru Maríu afsökunar á þeirri staðreynd. Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu Helenu, Eddu og Dóru Maríu um landsliðið, stórmótin sem fylgdu í kjölfarið, af hverju fáar konur eru að þjálfa og svo loks 9. umferð Bestu deildar kvenna. Staðan í Bestu deild kvenna í dag.Bestu mörkin „Þriðjudagskvöldin eru best. Helgin er lengi að líða því við erum að bíða eftir þriðjudagskvöldinu. Hver leikur er áskorun og ævintýri. Búið að vera ótrúlega spennandi fyrri partur. Gaman að sjá allskonar úrslit. Við förum inn í hvern leik með sérstakt plan og allir undirbúnir,“ sagði Edda um leik Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks á morgun, þriðjudag. „Gaman að sjá öll þessu óvæntu úrslit. Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum. Ég gleðst yfir því að sjá Val á toppnum“ bætti Dóra við og hló. „Leiðinlegt hvað KR er áberandi búið að vera í erfiðleikum, Afturelding líka. Öðrum liðum hefur nú tekist að kroppa í liðin í efri hlutanum.“ „Maður getur búist við öllum úrslitum,“ skaut Helena svo inn í en alla umræðu þeirra þriggja má sjá í spilaranum hér að ofan. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Breiðablik Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast