Strætisvagn ók á gangandi vegfaranda Eiður Þór Árnason skrifar 13. júní 2022 15:05 Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um slysið að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Ökumaður strætisvagns ók á gangandi vegfaranda á Sæbraut í Reykjavík fyrr í dag. Að sögn slökkviliðs hlaut vegfarandinn tvo skurði á höfði og var fluttur á slysadeild. Hann hafi að öðru leyti borið sig vel. Mbl.is greindi fyrst frá en tilkynning barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um málið klukkan 13:45 í dag. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir litlar upplýsingar liggja fyrir um slysið að svo stöddu. Einn farþegi hafi verið í bílnum þegar það átti sér stað og bæði honum og bílstjóra verði boðin áfallahjálp. Strætisvagninn var á leið þrjú og var á leiðinni á Hlemm þegar atvikið átti sér stað nærri bensínstöð Olís við Sæbraut 2. Rannsakað sem alvarlegt umferðarslys Guðmundur Heiðar segir að rannsókn málsins sé nú á borði lögreglu sem hafi þegar sett sig í samband. Strætó muni verða lögreglu innan handar við rannsóknina og útvega myndefni sem tekið var um borð í vagninum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar, segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi verið tilkynnt um fjöláverka og talsverða blæðingu. Því hafi verið gengið út frá því að um alvarlegt umferðarslys gæti verið að ræða og tæknideild lögreglunnar kölluð á staðinn. Annarri akrein Sæbrautar var lokað á meðan rannsakandi skoðaði vettvang ásamt tæknideild. Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Reykjavík Strætó Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá en tilkynning barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um málið klukkan 13:45 í dag. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir litlar upplýsingar liggja fyrir um slysið að svo stöddu. Einn farþegi hafi verið í bílnum þegar það átti sér stað og bæði honum og bílstjóra verði boðin áfallahjálp. Strætisvagninn var á leið þrjú og var á leiðinni á Hlemm þegar atvikið átti sér stað nærri bensínstöð Olís við Sæbraut 2. Rannsakað sem alvarlegt umferðarslys Guðmundur Heiðar segir að rannsókn málsins sé nú á borði lögreglu sem hafi þegar sett sig í samband. Strætó muni verða lögreglu innan handar við rannsóknina og útvega myndefni sem tekið var um borð í vagninum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar, segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi verið tilkynnt um fjöláverka og talsverða blæðingu. Því hafi verið gengið út frá því að um alvarlegt umferðarslys gæti verið að ræða og tæknideild lögreglunnar kölluð á staðinn. Annarri akrein Sæbrautar var lokað á meðan rannsakandi skoðaði vettvang ásamt tæknideild. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Reykjavík Strætó Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Sjá meira