Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2022 18:54 Guðmundur Felixson er eigandi Nóru sem hefur nú verið týnd í sólarhring langt frá hennar heimahögum. samsett Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. Þau Guðmundur og Blær komust ekki að því hvar Nóra væri niður komin fyrr en nú síðdegis á mánudag en Nóra slapp úr haldi Reykjavíkurborgar í gær. Nóra er því týnd einhvers staðar í Laugardalnum, langt frá hennar heimahögum í Vesturbænum. Eigendum ekki gert viðvart Nágranni Guðmundar hafði kvartað yfir Nóru sem hafði ítrekað rótað og kúkað í beðum hennar. „Nóra er því miður búin að venja sig á það að kúka í beðum og nágranninn greip því til þessa úrræðis, að fá Reykjavíkurborg til að fanga hana koma fyrir í einhverri kattageymslu í Laugardalnum sem mér skilst að sé eitthvað tengt Húsdýragarðinum. Hún hefur sennilega kvartað nokkuð oft því þetta eiga að vera bara akút tilfelli sem enda þarna,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur er ósáttur við vinnubrögð borgarinnar enda hafi þeim ekki borist nein tilkynning um að búið væri að fjarlægja Nóru. Þau hafi þvert á móti þurft að ganga á eftir þvi að fá vitneskju um afdrif hennar. „Við vissum að nágrannanum væri illa við Nóru og hún hafði einhvern tímann minnst á að nýta sér þetta úrræði. Þegar ég talaði við hana sagðist hún hafa látið Reykjavíkurborg fjarlægja köttinn. Við þurftum síðan bara að finna út úr því hvar kötturinn væri.“ Þegar Guðmundur náði loks sambandi við Reykjavíkurborg kom í ljós að Nóra hafði sloppið úr þeirra umsjá. „Þau höfðu semsagt týnt Nóru áður en búið væri að greina örmerkið hennar, þannig þau vissu í raun ekkert hver eigandinn væri. Í staðinn fyrir að reyna að hafa samband við þann sem kvartaði og mögulega fá upplýsingar um eigendur þannig, báðu þau bara eftir að við myndum hringja. Þannig núna er hún búin að vera týnd í Laugardalnum í sólarhring, langt frá heimili hennar í Vesturbænum.“ Sérstakt að svona lítið þurfi til Guðmundur furðar sig jafnframt á því að Reykjavíkurborg skuli grípa til þessa úrræðis við slíkar aðstæður. „Þetta er vissulega ónæði og mjög leiðinlegt að Nóra sé búin að venja sig á svona ósiði. En ég get ekki séð að það sé akút tilfelli sem að krefst þess að kötturinn sé fjarlægður úr hverfinu sem er nú þegar uppfullt af köttum.“ „Mér skilst að Reykjavíkurborg sé nánast hætt að beita þessu úrræði og það eigi bara að gera svona þegar allt annað hefur verið reynt. Það hefði að minnsta kosti átt að hafa samband við okkur fyrst.“ Guðmundur biður fólk um að hafa augun opin fyrir Nóru en hann kveðst vongóður um að hún finnist enda hafi færsla hans fengið mikla dreifingu. Gæludýr Reykjavík Kettir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þau Guðmundur og Blær komust ekki að því hvar Nóra væri niður komin fyrr en nú síðdegis á mánudag en Nóra slapp úr haldi Reykjavíkurborgar í gær. Nóra er því týnd einhvers staðar í Laugardalnum, langt frá hennar heimahögum í Vesturbænum. Eigendum ekki gert viðvart Nágranni Guðmundar hafði kvartað yfir Nóru sem hafði ítrekað rótað og kúkað í beðum hennar. „Nóra er því miður búin að venja sig á það að kúka í beðum og nágranninn greip því til þessa úrræðis, að fá Reykjavíkurborg til að fanga hana koma fyrir í einhverri kattageymslu í Laugardalnum sem mér skilst að sé eitthvað tengt Húsdýragarðinum. Hún hefur sennilega kvartað nokkuð oft því þetta eiga að vera bara akút tilfelli sem enda þarna,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur er ósáttur við vinnubrögð borgarinnar enda hafi þeim ekki borist nein tilkynning um að búið væri að fjarlægja Nóru. Þau hafi þvert á móti þurft að ganga á eftir þvi að fá vitneskju um afdrif hennar. „Við vissum að nágrannanum væri illa við Nóru og hún hafði einhvern tímann minnst á að nýta sér þetta úrræði. Þegar ég talaði við hana sagðist hún hafa látið Reykjavíkurborg fjarlægja köttinn. Við þurftum síðan bara að finna út úr því hvar kötturinn væri.“ Þegar Guðmundur náði loks sambandi við Reykjavíkurborg kom í ljós að Nóra hafði sloppið úr þeirra umsjá. „Þau höfðu semsagt týnt Nóru áður en búið væri að greina örmerkið hennar, þannig þau vissu í raun ekkert hver eigandinn væri. Í staðinn fyrir að reyna að hafa samband við þann sem kvartaði og mögulega fá upplýsingar um eigendur þannig, báðu þau bara eftir að við myndum hringja. Þannig núna er hún búin að vera týnd í Laugardalnum í sólarhring, langt frá heimili hennar í Vesturbænum.“ Sérstakt að svona lítið þurfi til Guðmundur furðar sig jafnframt á því að Reykjavíkurborg skuli grípa til þessa úrræðis við slíkar aðstæður. „Þetta er vissulega ónæði og mjög leiðinlegt að Nóra sé búin að venja sig á svona ósiði. En ég get ekki séð að það sé akút tilfelli sem að krefst þess að kötturinn sé fjarlægður úr hverfinu sem er nú þegar uppfullt af köttum.“ „Mér skilst að Reykjavíkurborg sé nánast hætt að beita þessu úrræði og það eigi bara að gera svona þegar allt annað hefur verið reynt. Það hefði að minnsta kosti átt að hafa samband við okkur fyrst.“ Guðmundur biður fólk um að hafa augun opin fyrir Nóru en hann kveðst vongóður um að hún finnist enda hafi færsla hans fengið mikla dreifingu.
Gæludýr Reykjavík Kettir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira