Hlín eftir þrennuna í miðnætursólinni: „Frábær tilfinning í alla staði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 09:30 Hlín fagnar einu af mörkum sínum á leiktíðinni. Hún hefur nú skorað 8 mörk í 14 leikjum. Piteå Hlín Eiríksdóttir reyndist hetja Piteå er liðið lagði Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í miðnætursólinni í Svíþjóð í gærkvöld. Hlín skoraði öll þrjú mörk Piteå í 3-0 sigri. Hlín – sem var ekki valin í leikmannahóp Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar sýndi allar sínar bestu hliðar en leiktími leiksins var með undarlegra móti. Leikurinn hófst klukkan 23.00 þar sem líkt og Íslandi fer sólin vart niður í norðurhluta Svíþjóðar yfir sumartímann. Rétt tæplega þúsund manns mættu á leikinn sem var einnig sýndur beint í Svíþjóð sem og á Íslandi. Það voru því töluvert fleiri sem sáu Hlín bjóða til veislu en hún var allt í öllu í liði Piteå í leiknum. „Fyrir okkur var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Þetta er frábær tilfinning í alla staði,“ sagði Hlín í sjónvarpsviðtali að leik loknum. Hlín fagnaði 22. ára afmælisdegi sínum degi fyrir leik og gat leyft sér að fagna eftir leik líka. „Við máttum velja hvort við vildum flatböku eða skyr og samlokur á hótelinu eftir leik. Við völdum allar flatbökur svo nú förum við, borðum og förum svo að sofa,“ bætti Hlín auðmjúk við og ljóst að fagnaðarlætin verða ekki of mikil eftir þessa frábæru frammistöðu. Piteå er í 8. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir 14 umferðir. Liðið er 13 stigum frá Umeå IK sem situr í 12. sæti en liðið sem endar þar fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni á meðan neðstu tvö liðin falla. Fyrir ofan Piteå er svo þéttur pakki en aðeins munar sex stigum á Íslendingaliði BK Häcken í 4. sæti og liði Hlínar. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
Hlín – sem var ekki valin í leikmannahóp Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar sýndi allar sínar bestu hliðar en leiktími leiksins var með undarlegra móti. Leikurinn hófst klukkan 23.00 þar sem líkt og Íslandi fer sólin vart niður í norðurhluta Svíþjóðar yfir sumartímann. Rétt tæplega þúsund manns mættu á leikinn sem var einnig sýndur beint í Svíþjóð sem og á Íslandi. Það voru því töluvert fleiri sem sáu Hlín bjóða til veislu en hún var allt í öllu í liði Piteå í leiknum. „Fyrir okkur var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Þetta er frábær tilfinning í alla staði,“ sagði Hlín í sjónvarpsviðtali að leik loknum. Hlín fagnaði 22. ára afmælisdegi sínum degi fyrir leik og gat leyft sér að fagna eftir leik líka. „Við máttum velja hvort við vildum flatböku eða skyr og samlokur á hótelinu eftir leik. Við völdum allar flatbökur svo nú förum við, borðum og förum svo að sofa,“ bætti Hlín auðmjúk við og ljóst að fagnaðarlætin verða ekki of mikil eftir þessa frábæru frammistöðu. Piteå er í 8. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir 14 umferðir. Liðið er 13 stigum frá Umeå IK sem situr í 12. sæti en liðið sem endar þar fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni á meðan neðstu tvö liðin falla. Fyrir ofan Piteå er svo þéttur pakki en aðeins munar sex stigum á Íslendingaliði BK Häcken í 4. sæti og liði Hlínar.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti