„Þú líka Brútus“ Birgir Dýrfjörð skrifar 14. júní 2022 10:01 Tilefni þessarar greinar er skipulögð árás á mannorð og ævistarf Þórarins Tyrfingssonar. Þess manns, sem tugþúsundir Íslendinga bera þakkarhug til fyrir að bjarga þeim og ástvinum þeirra úr angistardíki alkóhólistans. Árásin var tímasett þannig, að Þórarni var ekki fært að bera af sér sakir fyrir aðalfund SÁÁ, sem var á þriðjudegi. Á sunnudegi fyrir fundinn birti Morgunblaðið heilsíðu viðtal með níði um Þórarin. Daginn fyrir aðafund var í hádegisfréttum í Ríkisútvarpi og Bylgjunni viðtal við lækni og sálfræðing SÁÁ. Þar var ausið persónulegu níði yfir Þórarinn, og fréttamenn hundsuðu þá sæmdarskildu, að leita andsvara þess, sem rægður var. Þeir þekkja sannleikann Í blaðagrein eftir tvo virta frumherja SÁÁ segir: „Þórarinn Tyrfingsson hefur lagt meira af mörkum til að breyta lífi fíkla og aðstandenda þeirra, en nokkur annar Íslendingur.“ Árið 1979 hóf Þórarinn að starfa hjá SÁÁ. Þá var meðferðarstarfið á Silungapolli og á Sogni, og öll aðstaða mjög frumstæð. Undir handleiðslu hans hefur starfsemin aukist mjög. Víkingameðferð, kvennameðferð, unglingameðferð. Eldri karla meðferð, spilafíklameðferð og göngudeildameðferð eru dæmi um það. Fyrstu ráðgjafar voru þeir, sem deildu eigin reynslu af meðferð í Bandaríkjunum. En meira þurfti til. Þórarinn gerði því námsefni fyrir ráðgjafa. Hann stjórnaði þjálfun þeirra og kennslu. Ráðgjafar fengu svo starfsréttindi sem heilbrigðisstétt árið 2006. SÁÁ. náði þeim árángri undir hans stjórn, að öðlast viðurkenningu á heimsvísu. Fyrir hjálp Þórarins Tyrfingssonar hafa meir en tuttugu þúsund alkóhólistar og tugþúsundir aðstandenda þeirra náð að breyta lífi sínu til hins betra. Fórnfýsi Þórarinn tók vel á móti öllum fíklum og hafði afar næman skilning á hvað þyrfti til að ná nárangri. Hann gaf óspart af hvíldartíma sínum og fjölskyldu sinnar til að hjálpa veikum fíklum. Þúsundir alkóhólista og tugþúsundir vandamanna bera hlýjan þakkarhug til Þórarins Tyrfingssonar fyrir, að hafa leitt þau fyrstu skrefin til heilbrigðara lífs. Engum er meira að þakka en Þórarni Tyrfingssyni, hvað stór hluti Íslendinga hefur náð að breyta lífi sínu til hins betra. Rógberar, sem nú níða arf hans, og æru, og ævistarf. Fá því aldrei breytt. Íslenska þjóðin viðurkennir mikla þakkarskuld við Þórarinn Tyrfingsson Sú mikla þakkarskuld varð ofraun æpandi rógberum og hælbítum, sem vilja öll yfirráð í SÁÁ . Þeir urðu „Hersing“, sem iðkar persónuníð og lygar um Þórarinn. Til að sanna níðið birtu þeir lista með nafnlausum undirskriftum!! Í stað nafns var skrifað „Starfsmaður ,sem þorir ekki að koma fram undir nafni af ótta við hefnd Þórarins“ Nafnalisti án nafna var enn eitt svindl stjórnenda SÁÁ. Hælbítarnir fengu heilsíðu í Mogganum. Viðtöl í hádegisfréttum Ruv og Bylgjunnar. Þar féllu ummæli um Þórarinn Tyrfingsson, sem voru svívirðileg ósannindi og mannorðsníð. Þar var sagt í eyru þjóðarinnar: „Þórarinn, hann vinnur markvisst að því, að eyðileggja SÁÁ“. Þegar Þórarinn sá liðið, sem að honum sótti, gat hann sagt eins og Sesar þegar hann leit hnífastungumenn sína: „Þú líka Brútus.“ Ég mun síðar lýsa „Hersingunni“ og athöfnum hennar og aðför, að tilveru SÁÁ. Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Félagasamtök Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinar er skipulögð árás á mannorð og ævistarf Þórarins Tyrfingssonar. Þess manns, sem tugþúsundir Íslendinga bera þakkarhug til fyrir að bjarga þeim og ástvinum þeirra úr angistardíki alkóhólistans. Árásin var tímasett þannig, að Þórarni var ekki fært að bera af sér sakir fyrir aðalfund SÁÁ, sem var á þriðjudegi. Á sunnudegi fyrir fundinn birti Morgunblaðið heilsíðu viðtal með níði um Þórarin. Daginn fyrir aðafund var í hádegisfréttum í Ríkisútvarpi og Bylgjunni viðtal við lækni og sálfræðing SÁÁ. Þar var ausið persónulegu níði yfir Þórarinn, og fréttamenn hundsuðu þá sæmdarskildu, að leita andsvara þess, sem rægður var. Þeir þekkja sannleikann Í blaðagrein eftir tvo virta frumherja SÁÁ segir: „Þórarinn Tyrfingsson hefur lagt meira af mörkum til að breyta lífi fíkla og aðstandenda þeirra, en nokkur annar Íslendingur.“ Árið 1979 hóf Þórarinn að starfa hjá SÁÁ. Þá var meðferðarstarfið á Silungapolli og á Sogni, og öll aðstaða mjög frumstæð. Undir handleiðslu hans hefur starfsemin aukist mjög. Víkingameðferð, kvennameðferð, unglingameðferð. Eldri karla meðferð, spilafíklameðferð og göngudeildameðferð eru dæmi um það. Fyrstu ráðgjafar voru þeir, sem deildu eigin reynslu af meðferð í Bandaríkjunum. En meira þurfti til. Þórarinn gerði því námsefni fyrir ráðgjafa. Hann stjórnaði þjálfun þeirra og kennslu. Ráðgjafar fengu svo starfsréttindi sem heilbrigðisstétt árið 2006. SÁÁ. náði þeim árángri undir hans stjórn, að öðlast viðurkenningu á heimsvísu. Fyrir hjálp Þórarins Tyrfingssonar hafa meir en tuttugu þúsund alkóhólistar og tugþúsundir aðstandenda þeirra náð að breyta lífi sínu til hins betra. Fórnfýsi Þórarinn tók vel á móti öllum fíklum og hafði afar næman skilning á hvað þyrfti til að ná nárangri. Hann gaf óspart af hvíldartíma sínum og fjölskyldu sinnar til að hjálpa veikum fíklum. Þúsundir alkóhólista og tugþúsundir vandamanna bera hlýjan þakkarhug til Þórarins Tyrfingssonar fyrir, að hafa leitt þau fyrstu skrefin til heilbrigðara lífs. Engum er meira að þakka en Þórarni Tyrfingssyni, hvað stór hluti Íslendinga hefur náð að breyta lífi sínu til hins betra. Rógberar, sem nú níða arf hans, og æru, og ævistarf. Fá því aldrei breytt. Íslenska þjóðin viðurkennir mikla þakkarskuld við Þórarinn Tyrfingsson Sú mikla þakkarskuld varð ofraun æpandi rógberum og hælbítum, sem vilja öll yfirráð í SÁÁ . Þeir urðu „Hersing“, sem iðkar persónuníð og lygar um Þórarinn. Til að sanna níðið birtu þeir lista með nafnlausum undirskriftum!! Í stað nafns var skrifað „Starfsmaður ,sem þorir ekki að koma fram undir nafni af ótta við hefnd Þórarins“ Nafnalisti án nafna var enn eitt svindl stjórnenda SÁÁ. Hælbítarnir fengu heilsíðu í Mogganum. Viðtöl í hádegisfréttum Ruv og Bylgjunnar. Þar féllu ummæli um Þórarinn Tyrfingsson, sem voru svívirðileg ósannindi og mannorðsníð. Þar var sagt í eyru þjóðarinnar: „Þórarinn, hann vinnur markvisst að því, að eyðileggja SÁÁ“. Þegar Þórarinn sá liðið, sem að honum sótti, gat hann sagt eins og Sesar þegar hann leit hnífastungumenn sína: „Þú líka Brútus.“ Ég mun síðar lýsa „Hersingunni“ og athöfnum hennar og aðför, að tilveru SÁÁ. Höfundur er rafvirkjameistari.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun