Innlent

Allt að tíu sinnum meiri kostnaður en gert var ráð fyrir

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kostnaður við viðhaldsdýpkun Landeyjahafnar reyndist margfalt hærri en gert var ráð fyrir.
Kostnaður við viðhaldsdýpkun Landeyjahafnar reyndist margfalt hærri en gert var ráð fyrir. Vísir/Egill

Ríkisendurskoðun hefur lokið úttekt á framkvæmda- og rekstrarkostnaði Landeyjahafnar. Kostnaður við dýpkun hafnarinnar reyndist vera mikið hærri en gert var ráð fyrir.

Stofnkostnaður við gerð Landeyjahafnar var um það bil á áætlun, um þrír milljarðir króna, þegar hún var opnuð í júlí árið 2010. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar kom þó snemma í ljós að dýpkunarframkvæmdir þyrftu að vera mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir.

Áætlað var að kostnaður við dýpkun hafnarinnar yrði um 60 milljónir króna á ári en á tímabilinu 2011-2020 reyndist kostnaðurinn vera um 227-625 milljónir króna á ári. Samanlagt kostaði viðhaldið á þessum tíu árum um 3,7 milljarði króna. Ríkisendurskoðun gagnrýnir það að kostnaður við viðhaldsdýpkun hafi verið færður sem fjárfestingakostnaður en ekki rekstrarkostnaður.

Nauðsynlegt að ráðast í úttekt

Samkvæmt skýrslunni er það nauðsynlegt að ráðast í heildstæða úttekt á Landeyjahöfn svo hægt se að skera úr því hvað raunverulegar endurbætur kosti og hvort fýsilegt sé að grípa til aðgerða sem bæta nýtingu hafnarinnar í stað þess að kosta miklu til viðhaldsdýpkunar á ári hverju.

Ríkisendurskoðun telur að Vegagerðin hefði þurft að ígrunda betur kaup á botndælubúnaði fyrir höfnina en í ljós kom að afköst búnaðarins myndu ekki réttlæta kostnað við uppsetningu og því var hætt við verkið eftir að búnaðurinn var keyptur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×