Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðamót Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 16:31 Brittney Griner hefur setið í gæsluvarðhaldi í Rússlandi síðan í febrúar. AP Photo/Eric Gay Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. Vísir greindi frá fyrr á árinu er Griner var stöðvuð á flugvelli í Moskvu þar sem hún var með rafsígarettu sem innihélt hassolíu í fórum sínum. Hin 31 árs gamla Griner er ein besta körfuboltakona samtímans en hún hefur tvisvar unnið gull á Ólympíuleikunum og þá hefur hún sjö sinnum tekið þátt í stjörnuleik WNBA-deildarinnar. Mál hennar er til rannsóknar í Rússlandi og virðast Rússarnir ekki ætla að hleypa henni heim sama hversu mikið bandarísk yfirvöld biðja um það. Hún gætti átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist í Rússlandi. WNBA star Brittney Griner will remain in Russian custody through at least July 2, the Russian state-run news agency Tass reported. Griner has been held in Russia since February after vape cartridges were allegedly found in her luggage. https://t.co/CFb3MzHtpP— The Associated Press (@AP) June 14, 2022 Bandarísk yfirvöld telja Rússa ekki hafa gilda ástæðu til að halda Griner svo lengi en gæsluvarðhald yfir Griner hefur nú verið framlengt í þrígang. Í frétt AP er vitnað í háttsettan aðila innan Rússlands sem segir það ekki koma til greina að skipta á Griner og rússneskum föngum á bandarískri grundu fyrr en niðurstaða kemst í mál hennar. Talið er að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi boðist til að skipta á Viktor Bout – „Kaupmanni dauðans“ – og Griner en Rússar afþökkuðu pent. Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að endingu í viðtali við AP að ráðuneytið sé að gera allt í sínu valdi til að fá Griner heim. Það hefur greinilega ekki gengið til þessa þar sem Griner hefur nú eytt tæplega fjórum mánuðum í rússnesku fangelsi. Mál Brittney Griner Körfubolti Rússland NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Vísir greindi frá fyrr á árinu er Griner var stöðvuð á flugvelli í Moskvu þar sem hún var með rafsígarettu sem innihélt hassolíu í fórum sínum. Hin 31 árs gamla Griner er ein besta körfuboltakona samtímans en hún hefur tvisvar unnið gull á Ólympíuleikunum og þá hefur hún sjö sinnum tekið þátt í stjörnuleik WNBA-deildarinnar. Mál hennar er til rannsóknar í Rússlandi og virðast Rússarnir ekki ætla að hleypa henni heim sama hversu mikið bandarísk yfirvöld biðja um það. Hún gætti átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist í Rússlandi. WNBA star Brittney Griner will remain in Russian custody through at least July 2, the Russian state-run news agency Tass reported. Griner has been held in Russia since February after vape cartridges were allegedly found in her luggage. https://t.co/CFb3MzHtpP— The Associated Press (@AP) June 14, 2022 Bandarísk yfirvöld telja Rússa ekki hafa gilda ástæðu til að halda Griner svo lengi en gæsluvarðhald yfir Griner hefur nú verið framlengt í þrígang. Í frétt AP er vitnað í háttsettan aðila innan Rússlands sem segir það ekki koma til greina að skipta á Griner og rússneskum föngum á bandarískri grundu fyrr en niðurstaða kemst í mál hennar. Talið er að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi boðist til að skipta á Viktor Bout – „Kaupmanni dauðans“ – og Griner en Rússar afþökkuðu pent. Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að endingu í viðtali við AP að ráðuneytið sé að gera allt í sínu valdi til að fá Griner heim. Það hefur greinilega ekki gengið til þessa þar sem Griner hefur nú eytt tæplega fjórum mánuðum í rússnesku fangelsi.
Mál Brittney Griner Körfubolti Rússland NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira