Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2022 13:48 Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, gagnrýnir ráðningarsamning nýs bæjarstjóra, Ásdísar Kristjánsdóttur. Samsett mynd. Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. Ráðningarsamningurinn gerir ráð fyrir launum upp á 2.380.021 kr (samkvæmt þróun launavísitölu) en inni í þeim tölum eru innifalin laun fyrir nefndarstörf. Auk launa fær bæjarstjóri greiddan útlagðan kostnað vegna bifreiðarnotkunar sem nemur 1.250 kílómetrum á mánuði. Að núvirði ígildir það 158.750 króna mánaðarlega, eða tæpum 2 milljónum á ári. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, gagnrýnir nýjan ráðningarsamning bæjarstjóra Kópavogs harðlega.Píratar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, lagði fram bókun á fundinum þar sem hún gagnrýndi ákvæði um aksturskostnað í samningum. Ákvæðið væri gamaldags og styngi í stúf við málefnasamning meirihlutans þar sem segir að vistvænir ferðamátar og virðing fyrir umhverfinu leiki lykilhlutverk. Þá sagði hún leitun að viðlíka samning og ráðningarsamning nýs bæjarstjóra. Laun Almars Guðmundssonar, nýs bæjarstjóra Garðabæjar, vöktu einnig gagnrýni fyrir skömmu þó þau væru 20% lægri en laun fráfarandi bæjarstjóra, Gunnars Einarssonar. Þrátt fyrir launalækkunina eru laun Almars enn þónokkuð hærri en Ásdísar og nema um 2,7 milljónum á mánuði með inniföldum launum fyrir nefndarstörf. Íslendingar í sérflokki Gagnrýni á laun bæjarstjóra er ekki ný af nálinni. Það vakti mikla athygli fyrir fjórum árum þegar greint var frá því að bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar væru með hærri laun en borgarstjórar margra stærstu borga heims. Í kjölfar gagnrýninnar fyrir fjórum árum lagði Ármann Kr. Ólafsson, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, til að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 15% sem var samþykkt. Ári fyrir það höfðu laun hans aftur á móti hækkað um 32,7% milli áranna 2016 og 2017, hækkun upp á 612 þúsund. Ekki náðist í Orra Hlöðversson, oddvita Framsóknarflokksins og formann bæjarráðs, sem samdi ráðningarsamninginn. Tengd skjöl Ráðningarsamningur_bæjarstjóraPDF101KBSækja skjal Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Kjaramál Tengdar fréttir Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Sjá meira
Ráðningarsamningurinn gerir ráð fyrir launum upp á 2.380.021 kr (samkvæmt þróun launavísitölu) en inni í þeim tölum eru innifalin laun fyrir nefndarstörf. Auk launa fær bæjarstjóri greiddan útlagðan kostnað vegna bifreiðarnotkunar sem nemur 1.250 kílómetrum á mánuði. Að núvirði ígildir það 158.750 króna mánaðarlega, eða tæpum 2 milljónum á ári. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, gagnrýnir nýjan ráðningarsamning bæjarstjóra Kópavogs harðlega.Píratar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, lagði fram bókun á fundinum þar sem hún gagnrýndi ákvæði um aksturskostnað í samningum. Ákvæðið væri gamaldags og styngi í stúf við málefnasamning meirihlutans þar sem segir að vistvænir ferðamátar og virðing fyrir umhverfinu leiki lykilhlutverk. Þá sagði hún leitun að viðlíka samning og ráðningarsamning nýs bæjarstjóra. Laun Almars Guðmundssonar, nýs bæjarstjóra Garðabæjar, vöktu einnig gagnrýni fyrir skömmu þó þau væru 20% lægri en laun fráfarandi bæjarstjóra, Gunnars Einarssonar. Þrátt fyrir launalækkunina eru laun Almars enn þónokkuð hærri en Ásdísar og nema um 2,7 milljónum á mánuði með inniföldum launum fyrir nefndarstörf. Íslendingar í sérflokki Gagnrýni á laun bæjarstjóra er ekki ný af nálinni. Það vakti mikla athygli fyrir fjórum árum þegar greint var frá því að bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar væru með hærri laun en borgarstjórar margra stærstu borga heims. Í kjölfar gagnrýninnar fyrir fjórum árum lagði Ármann Kr. Ólafsson, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, til að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 15% sem var samþykkt. Ári fyrir það höfðu laun hans aftur á móti hækkað um 32,7% milli áranna 2016 og 2017, hækkun upp á 612 þúsund. Ekki náðist í Orra Hlöðversson, oddvita Framsóknarflokksins og formann bæjarráðs, sem samdi ráðningarsamninginn. Tengd skjöl Ráðningarsamningur_bæjarstjóraPDF101KBSækja skjal
Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Kjaramál Tengdar fréttir Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Sjá meira
Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31