Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2022 22:47 Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. Þetta kom fram í ræðu hennar á fundi Viðskiptaráðs og Arion banka í morgun þar sem fjallað var um samkeppnishæfni ríkja. IMD háskólinn gerir árlegar greiningar á samkeppnishæfni ríkja og var sú greining til umræðu á fundinum. Ísland raðar sér í 16. sæti listans og rekur því enn lestina í samanburði við hin Norðurlöndin. Aukið vinnuafl forsenda hagvaxtar Lilja beindi sjónum að of fáum vinnandi höndum. „Næsta stóra áskorun okkar í hagkerfinu er verðbólguþrýstingur vegna þess að það eru of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði í dag. Og það eru nokkrir þættir sem skýra það. Það eru færri sem skila sér eftir Covid þrátt fyrir að þetta sé á uppleið hjá okkur og við getum státað af einni mestu og bestu atvinnuþátttöku t.a.m. kvenna. En við bara finnum það að verðbólguþrýstingurinn er að koma frá því. Við erum líka búin að stytta vinnuvikuna, sem er bara heill mánuður. Fólk er með einn mánuð í sumarfrí og svo er styttingin heill mánuður. Og vitið þið, þetta bara telur. Þetta bara telur.” Þá bar hún saman íslenska og bandaríska hagkerfið. „Verðbólguþrýstingur er svipaður. Þeir eru bara að lenda í því sama og við vegna þess að það er skortur á vinnuafli. Þetta verður viðvarandi vandi í vestrænum hagkerfum næstu tvö til fimm árin. Það er þannig að ef hagkerfin sjá ekki tveggja prósenta vöxt vinnuafls, þá er ekki hægt að sjá fram á langtíma hagvöxt. Japan er gott dæmi um það, þeir sofnuðu á verðinum í fólksfjölgun.“ Lilja vill jafnframt afnema skerðingar á aldurstengdum starfslokum og auka valfrelsi til atvinnu. „Galið“ sé að neyða fólk að hætta á vinnumarkaði vegna aldurs. „Ég tel að það eigi að minnka eða jafnvel afnema skerðingar og ég veit að þetta er mjög róttækt en við munum bara þurfa á fólki að halda. Gallinn við það kerfi sem við erum búin að búa til er að ef þú vinnur eitthvað, þá ertu strax kominn í einhverjar skerðingar og það er svo letjandi fyrir fólk.“ Hægt er að sjá erindi Lilju í spilaranum en ávarp hennar hefst eftir um 35 mínútur. Draga þurfi úr takmörkunum Varðandi samkeppnishæfni og beinar fjárfestingar erlandra aðila telur Lilja að draga þurfi úr takmörkunum á erlendar fjárfestingar. Ferðaþjónustan hafi í því samhengi breytt hagkerfinu mikið síðustu ár. „Allt í einu erum við komin með hagkerfi sem býr til meiri afgang en við erum að nota,“ sagði Lilja og á við að ferðaþjónustan hafi búið til svo miklar gjaldeyristekjur að gjaldeyrisforðinn sé orðinn mikill. Hún telur að næsta skref sé að fara skimun á því hvar ríkið ætti fá beinar fjárfestingar og nefnir kvikmyndaiðnaðinn í því samhengi. „Þetta snýst um að fara inn í geira þar sem gengur vel og aðstoða. Þetta hefur virkað fyrir mjög mörg hagkerfi, Suður-Kórea gerir þetta til dæmis markvisst.“ Fréttin hefur verið uppfærð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu hennar á fundi Viðskiptaráðs og Arion banka í morgun þar sem fjallað var um samkeppnishæfni ríkja. IMD háskólinn gerir árlegar greiningar á samkeppnishæfni ríkja og var sú greining til umræðu á fundinum. Ísland raðar sér í 16. sæti listans og rekur því enn lestina í samanburði við hin Norðurlöndin. Aukið vinnuafl forsenda hagvaxtar Lilja beindi sjónum að of fáum vinnandi höndum. „Næsta stóra áskorun okkar í hagkerfinu er verðbólguþrýstingur vegna þess að það eru of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði í dag. Og það eru nokkrir þættir sem skýra það. Það eru færri sem skila sér eftir Covid þrátt fyrir að þetta sé á uppleið hjá okkur og við getum státað af einni mestu og bestu atvinnuþátttöku t.a.m. kvenna. En við bara finnum það að verðbólguþrýstingurinn er að koma frá því. Við erum líka búin að stytta vinnuvikuna, sem er bara heill mánuður. Fólk er með einn mánuð í sumarfrí og svo er styttingin heill mánuður. Og vitið þið, þetta bara telur. Þetta bara telur.” Þá bar hún saman íslenska og bandaríska hagkerfið. „Verðbólguþrýstingur er svipaður. Þeir eru bara að lenda í því sama og við vegna þess að það er skortur á vinnuafli. Þetta verður viðvarandi vandi í vestrænum hagkerfum næstu tvö til fimm árin. Það er þannig að ef hagkerfin sjá ekki tveggja prósenta vöxt vinnuafls, þá er ekki hægt að sjá fram á langtíma hagvöxt. Japan er gott dæmi um það, þeir sofnuðu á verðinum í fólksfjölgun.“ Lilja vill jafnframt afnema skerðingar á aldurstengdum starfslokum og auka valfrelsi til atvinnu. „Galið“ sé að neyða fólk að hætta á vinnumarkaði vegna aldurs. „Ég tel að það eigi að minnka eða jafnvel afnema skerðingar og ég veit að þetta er mjög róttækt en við munum bara þurfa á fólki að halda. Gallinn við það kerfi sem við erum búin að búa til er að ef þú vinnur eitthvað, þá ertu strax kominn í einhverjar skerðingar og það er svo letjandi fyrir fólk.“ Hægt er að sjá erindi Lilju í spilaranum en ávarp hennar hefst eftir um 35 mínútur. Draga þurfi úr takmörkunum Varðandi samkeppnishæfni og beinar fjárfestingar erlandra aðila telur Lilja að draga þurfi úr takmörkunum á erlendar fjárfestingar. Ferðaþjónustan hafi í því samhengi breytt hagkerfinu mikið síðustu ár. „Allt í einu erum við komin með hagkerfi sem býr til meiri afgang en við erum að nota,“ sagði Lilja og á við að ferðaþjónustan hafi búið til svo miklar gjaldeyristekjur að gjaldeyrisforðinn sé orðinn mikill. Hún telur að næsta skref sé að fara skimun á því hvar ríkið ætti fá beinar fjárfestingar og nefnir kvikmyndaiðnaðinn í því samhengi. „Þetta snýst um að fara inn í geira þar sem gengur vel og aðstoða. Þetta hefur virkað fyrir mjög mörg hagkerfi, Suður-Kórea gerir þetta til dæmis markvisst.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira