„Hann brýtur á KR-ingnum sem verður til þess að hann sparkar í andlitið á Árna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 12:00 Árni Snær leit ekki vel út eftir jöfnunarmark KR. Vísir/Diego Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, fékk vænan skurð þegar KR jafnaði metin í uppbótartíma er liðin mættust á Meistaravöllum í Bestu deild karla í fótbolta á miðvikudag. Leikurinn var hin besta skemmtun enda nóg af mörkum og umdeildum atriðum. Eitt þeirra kom undir lokin er KR jafaði metin í 3-3. Gestirnir voru vægast sagt ósáttir en sérfræðingar Stúkunnar voru ekki á sama máli. Í baráttunni við Alex Davey snýst Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR, í hring og slengir fætinum á endanum í gagnaugað á Árna Snæ markverði með tilheyrandi afleiðingum. Farið var yfir atvikið í Stúkunni eftir leik og allir á því að um algjört óviljaverk væri að ræða. „Þetta var bara slys, það sést langar leiðir. Fóturinn fer ansi hressilega upp en það er alveg ljóst að þetta er ekki viljaverk. Að sama skapi hefði verið hægt að dæma víti á þetta upp á það að gera,“ sagði Máni Pétursson um atvikið. „Þetta er mjög klaufalegt hjá Davey. Hann brýtur á KR-ingnum sem verður til þess að hann sparkar í andlitið á Árna. Í rauninni þegar Árni fær höggið er boltinn komið í netið,“ bætti Lárus Orri Sigurðsson við. Árni Snær var ekki sáttur.Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hafði þetta um atvikið að segja í viðtali við Vísi eftir leik: „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alex hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi.“ Atvikið og umræðuna í Stúkunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Jöfnunarmark KR í uppbótartíma og skurðurinn sem Árni Snær fékk Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan ÍA KR Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira
Leikurinn var hin besta skemmtun enda nóg af mörkum og umdeildum atriðum. Eitt þeirra kom undir lokin er KR jafaði metin í 3-3. Gestirnir voru vægast sagt ósáttir en sérfræðingar Stúkunnar voru ekki á sama máli. Í baráttunni við Alex Davey snýst Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR, í hring og slengir fætinum á endanum í gagnaugað á Árna Snæ markverði með tilheyrandi afleiðingum. Farið var yfir atvikið í Stúkunni eftir leik og allir á því að um algjört óviljaverk væri að ræða. „Þetta var bara slys, það sést langar leiðir. Fóturinn fer ansi hressilega upp en það er alveg ljóst að þetta er ekki viljaverk. Að sama skapi hefði verið hægt að dæma víti á þetta upp á það að gera,“ sagði Máni Pétursson um atvikið. „Þetta er mjög klaufalegt hjá Davey. Hann brýtur á KR-ingnum sem verður til þess að hann sparkar í andlitið á Árna. Í rauninni þegar Árni fær höggið er boltinn komið í netið,“ bætti Lárus Orri Sigurðsson við. Árni Snær var ekki sáttur.Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hafði þetta um atvikið að segja í viðtali við Vísi eftir leik: „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alex hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi.“ Atvikið og umræðuna í Stúkunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Jöfnunarmark KR í uppbótartíma og skurðurinn sem Árni Snær fékk Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan ÍA KR Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira