Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og erlendar konur á Íslandi Margrét Steinarsdóttir skrifar 16. júní 2022 11:02 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Í skuggaskýrslunni kemur meðal annars fram að á árinu 2018 birtist yfirlýsing kvenna af erlendum uppruna á Íslandi þar sem voru frásagnir af ofbeldi, áreitni og misrétti. Þar var sagt frá fordómum, mismunun, kerfisbundinni niðurlægingu, einangrun, stjórnun og grófu ofbeldi og misnotkun. Fannst konunum þær vera einangraðar og yfirgefnar. Fóru þær fram á að vera hafðar með í ráðum við gerð og framkvæmd áætlana gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun, og hvers kyns áreitni og misnotkun. Töldu þær áætlanirnar eiga að innihalda sértækar aðgerðir til að bæta stöðu innflytjendakvenna. Í skuggaskýrslunni er einnig bent á að fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að varpa ljósi á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Vísað er til skýrslu félagsmálaráðuneytisins frá 2019 sem sýnir að innflytjendakonum er oft ekki kunnugt um úrræði sem þeim standa til boða, til dæmis ef þær hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þar kemur einnig fram að tölulegar upplýsingar frá lögreglunni og aðilum sem koma að vinnu með þolendum ofbeldis sýna hærra hlutfall meðal kvenna af erlendum uppruna og að staða þeirra sé oft viðkvæm vegna skorts á tengslaneti. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að draga fram og lýsa duldum valdaaðstæðum sem endurframleiða ákveðin gildi og norm sem stuðlað geta að kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum og innan veggja heimilisins. Þá bendir skuggaskýrslan á að æ fleiri konur af erlendum uppruna leita til Kvennaathvarfins eftir hjálp og þær sem koma í dvöl dvelja þar lengur en innlendar konur. Á árinu 2020 voru 64% þeirra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna en voru 32% á árinu 2014. Þennnan mismun má meðal annars rekja til skorts á tengslaneti og fjölskyldu hér á landi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi mansal gegn konum á íslenskum vinnumarkaði og kynlífsiðnaði. Í áhættumati ríkislögreglustjóra frá 2019 um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi, kemur fram að frá árinu 2015 og fram í mars 2019, hafi lögreglan rannsakað 35 mál tengd mansali á vinnumarkaði og að hugsanleg fórnarlömb mansals tengd málunum hafi verið 48, en tölurnar voru ekki kyngreindar. Viðbragðsteymi Bjarkarhlíðar vegna mansals, sem starfar á grundvelli samnings við félagsmálaráðuneytið, sendi frá sér skýrslu sumarið 2021 vegna fyrsta starfsárs síns. Þar kom fram að 15 mál hafi komið inn á borð teymisins, 9 vegna vinnumansals (1 bæði vegna vinnumansals og mansals í kynlífsiðnaði), 4 vegna mansals í kynlífsiðnaði og 2 vegna smygls á fólki. Voru 9 þeirra einstaklinga sem komu við sögu konur og 6 karlar. Í ljósi þess er að framan er rakið lögðu höfundar skuggaskýrslunnar til að stjórnvöld hlutist til um rannsóknir á ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi og stöðu þeirra og öryggis á vinnumarkaði. Enn fremur voru stjórnvöld hvött til að bæta aðgengi innflytjendakvenna að upplýsingum um réttindi þeirra og hvar megi leita aðstoðar. Þá var einnig lagt til að stjórnvöld tryggi að allar aðgerðaáætlanir gegn heimilis- og kynferðisofbeldi í framtíðinni, taki mið af viðkvæmri stöðu og innflytjendakvenna og fjárhagslegan stuðning til kvennathvarfa og annarra aðila sem aðstoða þær, jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Loks voru stjórnvöld hvött til að gera rannsóknir á stöðu innflytjendakvenna á vinnumarkaði og umfangi mansals á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Í skuggaskýrslunni kemur meðal annars fram að á árinu 2018 birtist yfirlýsing kvenna af erlendum uppruna á Íslandi þar sem voru frásagnir af ofbeldi, áreitni og misrétti. Þar var sagt frá fordómum, mismunun, kerfisbundinni niðurlægingu, einangrun, stjórnun og grófu ofbeldi og misnotkun. Fannst konunum þær vera einangraðar og yfirgefnar. Fóru þær fram á að vera hafðar með í ráðum við gerð og framkvæmd áætlana gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun, og hvers kyns áreitni og misnotkun. Töldu þær áætlanirnar eiga að innihalda sértækar aðgerðir til að bæta stöðu innflytjendakvenna. Í skuggaskýrslunni er einnig bent á að fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að varpa ljósi á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Vísað er til skýrslu félagsmálaráðuneytisins frá 2019 sem sýnir að innflytjendakonum er oft ekki kunnugt um úrræði sem þeim standa til boða, til dæmis ef þær hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þar kemur einnig fram að tölulegar upplýsingar frá lögreglunni og aðilum sem koma að vinnu með þolendum ofbeldis sýna hærra hlutfall meðal kvenna af erlendum uppruna og að staða þeirra sé oft viðkvæm vegna skorts á tengslaneti. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að draga fram og lýsa duldum valdaaðstæðum sem endurframleiða ákveðin gildi og norm sem stuðlað geta að kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum og innan veggja heimilisins. Þá bendir skuggaskýrslan á að æ fleiri konur af erlendum uppruna leita til Kvennaathvarfins eftir hjálp og þær sem koma í dvöl dvelja þar lengur en innlendar konur. Á árinu 2020 voru 64% þeirra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna en voru 32% á árinu 2014. Þennnan mismun má meðal annars rekja til skorts á tengslaneti og fjölskyldu hér á landi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi mansal gegn konum á íslenskum vinnumarkaði og kynlífsiðnaði. Í áhættumati ríkislögreglustjóra frá 2019 um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi, kemur fram að frá árinu 2015 og fram í mars 2019, hafi lögreglan rannsakað 35 mál tengd mansali á vinnumarkaði og að hugsanleg fórnarlömb mansals tengd málunum hafi verið 48, en tölurnar voru ekki kyngreindar. Viðbragðsteymi Bjarkarhlíðar vegna mansals, sem starfar á grundvelli samnings við félagsmálaráðuneytið, sendi frá sér skýrslu sumarið 2021 vegna fyrsta starfsárs síns. Þar kom fram að 15 mál hafi komið inn á borð teymisins, 9 vegna vinnumansals (1 bæði vegna vinnumansals og mansals í kynlífsiðnaði), 4 vegna mansals í kynlífsiðnaði og 2 vegna smygls á fólki. Voru 9 þeirra einstaklinga sem komu við sögu konur og 6 karlar. Í ljósi þess er að framan er rakið lögðu höfundar skuggaskýrslunnar til að stjórnvöld hlutist til um rannsóknir á ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi og stöðu þeirra og öryggis á vinnumarkaði. Enn fremur voru stjórnvöld hvött til að bæta aðgengi innflytjendakvenna að upplýsingum um réttindi þeirra og hvar megi leita aðstoðar. Þá var einnig lagt til að stjórnvöld tryggi að allar aðgerðaáætlanir gegn heimilis- og kynferðisofbeldi í framtíðinni, taki mið af viðkvæmri stöðu og innflytjendakvenna og fjárhagslegan stuðning til kvennathvarfa og annarra aðila sem aðstoða þær, jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Loks voru stjórnvöld hvött til að gera rannsóknir á stöðu innflytjendakvenna á vinnumarkaði og umfangi mansals á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun